Stuðningsfólk FCK lét danskan landsliðsmann fá það óþvegið: „Ert og verður alltaf Bröndby svín“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 15:30 Stuðningsfólk FC Kaupmannahafnar er með munninn fyrir neðan nefið. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn tók á móti Trabzonspor á Parken í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Einn leikmaður gestanna fékk sérstaklega að kenna á því hjá stuðningsfólki heimaliðsins. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum er FCK vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á liðinu sem er ríkjandi meistari í Tyrklandi. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í riðlakeppni Evrópudeildar. Flot aften i Parken #fcklive #ucl #copenhagen Getty Images pic.twitter.com/U4O3kgOBEI— F.C. København (@FCKobenhavn) August 16, 2022 Það var því gríðarlega mikið undir og hægt að fyrirgefa leikmönnum beggja liða að vera eilítið stressaðir í upphafi en ef til vill hefur Jens Stryger Larsen verið aðeins meira á nálum en næsti maður. Þó svo að hann hafi látið annað í ljós í viðtali eftir leik. Larsen, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, hóf nefnilega ferilinn í Bröndby og það verður seint sagt að það sé mikill kærleikur á milli Bröndby og FCK. Hægri bakvörðurinn fékk það óþvegið nær allan leikinn frá stuðningsfólki heimaliðsins. Ásamt því að það var baulað í hvert skipti sem hann snerti boltann þá glumdi ófagur söngur einnig reglulega. Sá var svo hljóðandi: „Þú ert og verður alltaf Bröndby svín.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila hér á Parken og hef heyrt eitthvað á þessa átt. Það er eins og það er,“ sagði Larsen og glotti við tönn eftir leik. Jens Stryger Larsen í leiknum.Lars Ronbog/Getty Images „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum ná í en við erum enn inn í einvíginu. Við spiluðum ágætlega á köflum en gerðum nokkur heimskuleg mistök,“ sagði hann einnig. Larsen var ekki eini Daninn í byrjunarliði Trabzonspor en framherjinn Andreas Cornelius hóf leikinn sem fremsti maður. Hann hóf ferilinn með FCK og fékk því öllu blíðari móttökur. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og hvort fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum er FCK vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á liðinu sem er ríkjandi meistari í Tyrklandi. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í riðlakeppni Evrópudeildar. Flot aften i Parken #fcklive #ucl #copenhagen Getty Images pic.twitter.com/U4O3kgOBEI— F.C. København (@FCKobenhavn) August 16, 2022 Það var því gríðarlega mikið undir og hægt að fyrirgefa leikmönnum beggja liða að vera eilítið stressaðir í upphafi en ef til vill hefur Jens Stryger Larsen verið aðeins meira á nálum en næsti maður. Þó svo að hann hafi látið annað í ljós í viðtali eftir leik. Larsen, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, hóf nefnilega ferilinn í Bröndby og það verður seint sagt að það sé mikill kærleikur á milli Bröndby og FCK. Hægri bakvörðurinn fékk það óþvegið nær allan leikinn frá stuðningsfólki heimaliðsins. Ásamt því að það var baulað í hvert skipti sem hann snerti boltann þá glumdi ófagur söngur einnig reglulega. Sá var svo hljóðandi: „Þú ert og verður alltaf Bröndby svín.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila hér á Parken og hef heyrt eitthvað á þessa átt. Það er eins og það er,“ sagði Larsen og glotti við tönn eftir leik. Jens Stryger Larsen í leiknum.Lars Ronbog/Getty Images „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum ná í en við erum enn inn í einvíginu. Við spiluðum ágætlega á köflum en gerðum nokkur heimskuleg mistök,“ sagði hann einnig. Larsen var ekki eini Daninn í byrjunarliði Trabzonspor en framherjinn Andreas Cornelius hóf leikinn sem fremsti maður. Hann hóf ferilinn með FCK og fékk því öllu blíðari móttökur. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og hvort fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55