Fyrrum liðsfélagarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 12:15 Reus og Bellingham (t.h.) segjast báðir óvissir hvernig eigi að stöðva Haaland (t.v.) í kvöld. Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images Erling Braut Haaland mætir fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund er þýska liðið heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tveir leikmenn Dortmund segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eigi að taka á Norðmanninum. Haaland lék í tvö ár hjá Dortmund og skoraði 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir félagið. Hann hefur haldið uppteknum hætti eftir skipti sín frá þýska liðinu til Manchester City í sumar þar sem hann hefur skorað tólf mörk í átta leikjum í öllum keppnum. Marco Reus, fyrirliði Dortmund, var spurður út í norska undrið í aðdraganda leiks kvöldsins. „Það er magnað hvernig hann stendur sig í Manchester sem stendur. Þá hjálpar auðvitað að liðsfélagar hans eru ekki slakir,“ „Hvernig á maður að stöðva hann? Það er góð spurning. Lykillinn er að vera ekki of seinn að taka ákvörðun, og vera vel á tánum fyrir því sem gerist næst, segir Reus. Svo er bara að vona að hann eigi ekki sinn besta dag,“ Englendingurinn Jude Bellingham, miðjumaður Dortmund, talaði á svipuðum nótum þegar hann sat fyrir svörum. „Ég er ekki alveg viss, svo ég sé hreinskilinn,“ sagði Bellingham. „Við þurfum að komast að því á morgun. Hann er leikmaður með mikil gæði og líkamlega eiginlega sem gera hann afar hættulegan. Það er ekki á ábyrgð eins, heldur þarf framlag alls liðsins til að takast á við hann,“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Alla leiki kvöldsins má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í kvöld Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Haaland lék í tvö ár hjá Dortmund og skoraði 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir félagið. Hann hefur haldið uppteknum hætti eftir skipti sín frá þýska liðinu til Manchester City í sumar þar sem hann hefur skorað tólf mörk í átta leikjum í öllum keppnum. Marco Reus, fyrirliði Dortmund, var spurður út í norska undrið í aðdraganda leiks kvöldsins. „Það er magnað hvernig hann stendur sig í Manchester sem stendur. Þá hjálpar auðvitað að liðsfélagar hans eru ekki slakir,“ „Hvernig á maður að stöðva hann? Það er góð spurning. Lykillinn er að vera ekki of seinn að taka ákvörðun, og vera vel á tánum fyrir því sem gerist næst, segir Reus. Svo er bara að vona að hann eigi ekki sinn besta dag,“ Englendingurinn Jude Bellingham, miðjumaður Dortmund, talaði á svipuðum nótum þegar hann sat fyrir svörum. „Ég er ekki alveg viss, svo ég sé hreinskilinn,“ sagði Bellingham. „Við þurfum að komast að því á morgun. Hann er leikmaður með mikil gæði og líkamlega eiginlega sem gera hann afar hættulegan. Það er ekki á ábyrgð eins, heldur þarf framlag alls liðsins til að takast á við hann,“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Alla leiki kvöldsins má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í kvöld Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dagskráin í Meistaradeildinni í kvöld Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti