Hóf þjálfaraferilinn í efstu deild á lygilegum sigri: „Er í þessu fyrir þessar tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 23:01 Ómar Ingi Guðmundsson hóf þjálfaraferilinn í efstu deild með látum. Vísir/Sigurjón Hann byrjaði þjálfaraferil sinn í efstu deild með lygilegum sigri gegn Íslandsmeisturunum og erkifjendunum. Ómar Ingi Guðmundsson fer af stað með látum í Bestu-deildinni. Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“ Besta deild karla HK Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“
Besta deild karla HK Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira