Úkraínumaðurinn Zinchenko vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Í leik með Úkraínu. Getty Images/Stanislav Vedmid Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þá segist hann tilbúinn að berjast fyrir land sitt. Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira