Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-1 | Stelpurnur úr leik eftir hetjulega baráttu Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2023 20:30 Írena Héðinsdóttir Gonzalez horfir á þær frönsku fagna einu af mörkum sínum. Harry Murphy/Getty Images Íslenska U-19 ára kvennalandsliðið er úr leik á lokakeppni Evrópumótsins 3-1 eftir tap gegn Frakklandi. Frakkar sigra riðilinn og fara áfram í undanúrslit mótsins, þar sem þær mæta Þýskalandi. Spánn fer einnig áfram í undanúrslit og mætir þar Hollandi. Það var ljóst fyrir leik að íslenska liðið þyrfti að treysta á önnur úrslit ætluðu þær sér upp úr riðlinum, þær vonir urðu fljótt að engu, í hinum leik riðilsins var Spánn komið fjórum mörkum yfir gegn Tékklandi þegar flautað var til hálfleiks. Franska liðið var einnig talið mun sigurstranglegri aðilinn í þessari viðureign, sem sannaði sig fljótt þegar leikurinn fór af stað. Frönsku stelpurnar voru mun betur spilandi og ógnuðu marki ítrekað, íslenska liðið lág mjög aftarlega á vellinum og reiddi sig á skyndisóknir til þess að skapa sér marktækifæri. Frakkar komust svo marki yfir á 27. mínútu eftir misheppnaða skyndisókn íslenska liðsins, það var fyrirliðinn Louna Ribadeira sem kláraði færið eftir stoðsendingu Pauline Haugou. Bergdísi Sveinsdóttur tókst svo að jafna metin skömmu síðar, virkilega gott mark sem hún vann sér inn alveg sjálf. Hrifsaði boltann eftir misheppnaða sendingu upp úr vörn Frakkana, tók stutt þríhyrningsspil við Snædísi Maríu Jörundsdóttur og slúttaði svo örugglega framhjá markverði Frakka. Snædís María lagði upp mark Íslands.Harry Murphy/Getty Images Rétt fyrir hálfleikslok tókst Chloé Neller svo að skora annað mark Frakklands, þar kom há sending inn á teiginn sem skapaði óöryggi í öftustu línu Íslands, hreinsunin misheppnaðist og boltinn datt fyrir Chloé sem þrumaði honum í þaknetið. Seinni hálfleikur leiksins var heldur tíðindalaus, íslenska liðið hélt sama leikplani, leyfðu Frökkum að halda boltanum og sækja á sig. Reyndu svo að skapa sér færi úr skyndisóknum þegar boltinn vannst, áttu nokkra fína spilkafla en það varð aldrei almennilegt marktækifæri úr því. Eftir að hafa haldið boltanum nær allan seinni hálfleikinn tókst Frökkum svo að bæta þriðja markinu við á 89. mínútu leiksins. Það mark skoraði Baby-Jordy Benera eftir hornspyrnu Marion Haelewyn. Lokaniðurstöður 3-1 Frakklandssigur. Af hverju vann Frakkland? Frönsku stelpurnar eru með virkilega sterkt lið sem íslenska liðið átti í miklum erfiðleikum með. Leikplanið var klassískt, liggja til baka og brjóta þær niður í skyndisóknum. En mörkin sem liðið fékk á sig voru klaufaleg, í fyrsta markinu var íslenska liðið of sóknarglatt og var komið allt of hátt á völlinn, svo komu tvö úr föstum leikatriðum. Hverjir stóðu upp úr? Í íslenska liðinu átti Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður, mjög fínan leik, varði oft vel og kom í veg fyrir að tapið yrði stærra. Frakklandsmegin voru það miðjumennirnir tveir, Baby-Jordy Benera og Chloé Neller, stjórnuðu öllu uppspili og uppskáru sitt hvort markið. Hvað gekk illa? Maður hefði viljað sjá meiri ákefð og pressu fram á við hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik. Það virkaði svolítið eins og þær vissu að möguleikar á undanúrslitum væru horfnir. Lágu kylliflatar til baka og reyndu lítið að sækja jöfnunarmarkið. Hvað gerist næst? Íslenska liðið er úr leik ásamt Tékklandi. Frakkland og Spánn halda áfram í undanúrslit og mæta þar Þýskalandi og Hollandi. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti
Íslenska U-19 ára kvennalandsliðið er úr leik á lokakeppni Evrópumótsins 3-1 eftir tap gegn Frakklandi. Frakkar sigra riðilinn og fara áfram í undanúrslit mótsins, þar sem þær mæta Þýskalandi. Spánn fer einnig áfram í undanúrslit og mætir þar Hollandi. Það var ljóst fyrir leik að íslenska liðið þyrfti að treysta á önnur úrslit ætluðu þær sér upp úr riðlinum, þær vonir urðu fljótt að engu, í hinum leik riðilsins var Spánn komið fjórum mörkum yfir gegn Tékklandi þegar flautað var til hálfleiks. Franska liðið var einnig talið mun sigurstranglegri aðilinn í þessari viðureign, sem sannaði sig fljótt þegar leikurinn fór af stað. Frönsku stelpurnar voru mun betur spilandi og ógnuðu marki ítrekað, íslenska liðið lág mjög aftarlega á vellinum og reiddi sig á skyndisóknir til þess að skapa sér marktækifæri. Frakkar komust svo marki yfir á 27. mínútu eftir misheppnaða skyndisókn íslenska liðsins, það var fyrirliðinn Louna Ribadeira sem kláraði færið eftir stoðsendingu Pauline Haugou. Bergdísi Sveinsdóttur tókst svo að jafna metin skömmu síðar, virkilega gott mark sem hún vann sér inn alveg sjálf. Hrifsaði boltann eftir misheppnaða sendingu upp úr vörn Frakkana, tók stutt þríhyrningsspil við Snædísi Maríu Jörundsdóttur og slúttaði svo örugglega framhjá markverði Frakka. Snædís María lagði upp mark Íslands.Harry Murphy/Getty Images Rétt fyrir hálfleikslok tókst Chloé Neller svo að skora annað mark Frakklands, þar kom há sending inn á teiginn sem skapaði óöryggi í öftustu línu Íslands, hreinsunin misheppnaðist og boltinn datt fyrir Chloé sem þrumaði honum í þaknetið. Seinni hálfleikur leiksins var heldur tíðindalaus, íslenska liðið hélt sama leikplani, leyfðu Frökkum að halda boltanum og sækja á sig. Reyndu svo að skapa sér færi úr skyndisóknum þegar boltinn vannst, áttu nokkra fína spilkafla en það varð aldrei almennilegt marktækifæri úr því. Eftir að hafa haldið boltanum nær allan seinni hálfleikinn tókst Frökkum svo að bæta þriðja markinu við á 89. mínútu leiksins. Það mark skoraði Baby-Jordy Benera eftir hornspyrnu Marion Haelewyn. Lokaniðurstöður 3-1 Frakklandssigur. Af hverju vann Frakkland? Frönsku stelpurnar eru með virkilega sterkt lið sem íslenska liðið átti í miklum erfiðleikum með. Leikplanið var klassískt, liggja til baka og brjóta þær niður í skyndisóknum. En mörkin sem liðið fékk á sig voru klaufaleg, í fyrsta markinu var íslenska liðið of sóknarglatt og var komið allt of hátt á völlinn, svo komu tvö úr föstum leikatriðum. Hverjir stóðu upp úr? Í íslenska liðinu átti Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður, mjög fínan leik, varði oft vel og kom í veg fyrir að tapið yrði stærra. Frakklandsmegin voru það miðjumennirnir tveir, Baby-Jordy Benera og Chloé Neller, stjórnuðu öllu uppspili og uppskáru sitt hvort markið. Hvað gekk illa? Maður hefði viljað sjá meiri ákefð og pressu fram á við hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik. Það virkaði svolítið eins og þær vissu að möguleikar á undanúrslitum væru horfnir. Lágu kylliflatar til baka og reyndu lítið að sækja jöfnunarmarkið. Hvað gerist næst? Íslenska liðið er úr leik ásamt Tékklandi. Frakkland og Spánn halda áfram í undanúrslit og mæta þar Þýskalandi og Hollandi.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti