Átta dagar í EM-umspil: Njósnar fyrir Ísland í Bosníu Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 10:58 Mykhailo Mudryk og félagar í úkraínska landsliðinu spila fyrir framan Jörgen Lennartsson, njósnara Íslands, í Bosníu í næstu viku því mögulega mætast Ísland og Úkraína í úrslitaleik um EM-sæti. Samsett/Getty Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, einbeitir sér alfarið að leiknum við Ísrael í EM-umspilinu í næstu viku en hefur valið tvo „njósnara“ til undirbúnings fyrir mögulegan úrslitaleik um EM-sæti. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01