Inter mistókst að ná tíu stiga forystu á ný Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 21:40 Það var hart barist í Mílanó í kvöld. Vísir/Getty Ríkjandi Ítalíumeistarar í Napoli náðu í eitt stig í ferð sinni til Mílanóborgar þar sem liðið mætti toppliði Inter. Fyrir leikinn var Inter með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar en titilvörn Napoli hingað til hefur verið hörmung og var liðið í 7. sæti og ekki á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili með sama áframhaldi. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik þegar Matteo Darmian skoraði með skoti úr teignum eftir sendingu Alessandro Bastoni. Staðan í hálfleik var 1-0 og það var flest sem stefndi í sigur Inter þegar Juan Jesus jafnaði metin á 81. mínútu. Hann var þá aleinn á fjærstönginni eftir hornspyrnu og skoraði auðveldlega. Lokatölur 1-1 og Inter með átta stiga forskot á toppi Serie A og stefna, þrátt fyrir jafnteflið í dag, hraðbyri á meistaratitilinn. Fótbolti Ítalski boltinn
Ríkjandi Ítalíumeistarar í Napoli náðu í eitt stig í ferð sinni til Mílanóborgar þar sem liðið mætti toppliði Inter. Fyrir leikinn var Inter með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar en titilvörn Napoli hingað til hefur verið hörmung og var liðið í 7. sæti og ekki á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili með sama áframhaldi. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik þegar Matteo Darmian skoraði með skoti úr teignum eftir sendingu Alessandro Bastoni. Staðan í hálfleik var 1-0 og það var flest sem stefndi í sigur Inter þegar Juan Jesus jafnaði metin á 81. mínútu. Hann var þá aleinn á fjærstönginni eftir hornspyrnu og skoraði auðveldlega. Lokatölur 1-1 og Inter með átta stiga forskot á toppi Serie A og stefna, þrátt fyrir jafnteflið í dag, hraðbyri á meistaratitilinn.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti