Tók skólabækurnar með þó hann sé að undirbúa sig fyrir EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 15:00 Lamine Yamal lætur góðan árangur á fótboltavellinum ekki hafa áhrif á námið. Getty Images/Mateo Villalba Undrabarnið Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, er í spænska landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Yamal er hins vegar aðeins 16 ára gamall og meðan aðrir leikmenn liðsins slaka á eða spila tölvuleiki situr hann yfir skólabókunum. Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira