Belgía hélt út og Úkraína send heim með grátlegum hætti Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2024 15:30 Úkraína situr eftir með sárt ennið og er á heimleið. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Belgía hélt út 0-0 jafntefli gegn Úkraínu og er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Úkraínumenn á heimleið þrátt fyrir að hafa endað með jafn mörg stig og hin lið E-riðilsins. Romelu Lukaku fékk dauðafæri strax á 7. mínútu eftir stungusendingu Kevin De Bruyne en hann hitti boltann illa og gerði markvörsluna auðvelda fyrir Anatolii Trubin. Úkraína var á engan hátt slakari aðilinn og ógnaði marki Belga mikið. Roman Yaremchuk átti góða marktilraun á 20. mínútu en skot hans var varið. Hann komst svo aftur í færi á 40. mínútu en kaus þá að gefa boltann frekar en að skjóta sjálfur. Leikurinn sannarlega opinn í báða enda en ekkert mark skorað í fyrri hálfleik. Belgar héldu vel í boltann í seinni hálfleik en áttu erfitt með að skapa marktækifæri gegn þéttri úkraínskri vörn. Þeir gulklæddu þurftu mark og færðu sig ofar eftir því sem leið á. (83. mín) Það skilaði sér í stórhættulegu skoti, beint úr hornspyrnu en markmaðurinn rétt bjargaði boltanum áður en hann fór yfir línuna. Varamaðurinn Ruslan Malinovsky átti þrumuskot skömmu síðar en það fór beint í belginn á Belganum Wout Faes. Á fyrstu mínútu uppbótartíma gerði Georgiy Sudakov vel og kom sjálfum sér í gott færi en skotið var var varið. Fleiri færi fengu þeir ekki, 0-0 lokaniðurstaða og Úkraína er á heimleið þrátt fyrir jafn góða stigasöfnun og hin liðin, fjögur stig hver. Rúmenía endar í efsta sæti eftir innbyrðis sigur gegn Belgíu, sem endaði í 2. sæti. Slóvakía endar í þriðja sæti þar sem þeir eru með betri markatölu en Úkraína. Slóvakía er öruggt áfram í 16-liða úrslit sem eitt af fjórum bestu þriðja sætis liðunum. Grátlegur endir fyrir Úkraínu sem munu án efa bölva reglugerðinni eftir að hafa safnað fleiri stigum en sum lið sem eru á leiðinni áfram í 16-liða úrslit. Belgar mætu Frökkum í 16-liða úrslitum. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi
Belgía hélt út 0-0 jafntefli gegn Úkraínu og er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Úkraínumenn á heimleið þrátt fyrir að hafa endað með jafn mörg stig og hin lið E-riðilsins. Romelu Lukaku fékk dauðafæri strax á 7. mínútu eftir stungusendingu Kevin De Bruyne en hann hitti boltann illa og gerði markvörsluna auðvelda fyrir Anatolii Trubin. Úkraína var á engan hátt slakari aðilinn og ógnaði marki Belga mikið. Roman Yaremchuk átti góða marktilraun á 20. mínútu en skot hans var varið. Hann komst svo aftur í færi á 40. mínútu en kaus þá að gefa boltann frekar en að skjóta sjálfur. Leikurinn sannarlega opinn í báða enda en ekkert mark skorað í fyrri hálfleik. Belgar héldu vel í boltann í seinni hálfleik en áttu erfitt með að skapa marktækifæri gegn þéttri úkraínskri vörn. Þeir gulklæddu þurftu mark og færðu sig ofar eftir því sem leið á. (83. mín) Það skilaði sér í stórhættulegu skoti, beint úr hornspyrnu en markmaðurinn rétt bjargaði boltanum áður en hann fór yfir línuna. Varamaðurinn Ruslan Malinovsky átti þrumuskot skömmu síðar en það fór beint í belginn á Belganum Wout Faes. Á fyrstu mínútu uppbótartíma gerði Georgiy Sudakov vel og kom sjálfum sér í gott færi en skotið var var varið. Fleiri færi fengu þeir ekki, 0-0 lokaniðurstaða og Úkraína er á heimleið þrátt fyrir jafn góða stigasöfnun og hin liðin, fjögur stig hver. Rúmenía endar í efsta sæti eftir innbyrðis sigur gegn Belgíu, sem endaði í 2. sæti. Slóvakía endar í þriðja sæti þar sem þeir eru með betri markatölu en Úkraína. Slóvakía er öruggt áfram í 16-liða úrslit sem eitt af fjórum bestu þriðja sætis liðunum. Grátlegur endir fyrir Úkraínu sem munu án efa bölva reglugerðinni eftir að hafa safnað fleiri stigum en sum lið sem eru á leiðinni áfram í 16-liða úrslit. Belgar mætu Frökkum í 16-liða úrslitum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti