Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2024 21:48 Diogo Costa var hetja Portúgala í kvöld. Frábær markvarsla undir lok leiksins og svo þrjú víti varin í vitakeppninni. Getty/Torsten Silz Diogo Costa, markvörður Portúgal, var hetja portúgalska liðsins en hann varð þrjár fyrstu vítaspyrnur Slóvena. Costa varði líka algjört dauðafæri undir lok framlengingarinnar og bjargaði sínu liði líka þá. Stórstjörnurnar Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes og Bernardo Silva nýttu sínar vítaspyrnur og Portúgal vann vítakeppnina 3-0. Portúgal mætir því Frakklandi í átta liða úrslitum keppninnar. Ronaldo skoraði úr fyrstu vítaspyrnunni í vítakeppninni en hann hafði áður klikkað á vítaspyrnu í framlengingunni. Ronaldo á enn eftir að skora á mótinu. Þetta var fjörugur og skemmtilegur leikur þrátt fyrir markaleysið og með svo mikilli dramatík undir lokin. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega fjörugur. Portúgalar voru nokkrum sinnum við það að komast í frábær færi en urðu mikið að sætta sig mest við hálffæri. Slóvenar ógnuðu ávallt með skyndisóknum sínum og héldu varnarmönnum Portúgala á tánum. Cristiano Ronaldo fagnar sigri í leikslok.Getty/Stu Forster Cristiano Ronaldo átti tvær mjög góðar tilraunir beint úr aukaspyrnu. Sú fyrri var í fyrri hálfleik og fór rétt yfir en sú síðari var mjög föst en fór beint á slóvenska markvörðinn. Þegar hann fékk þá þriðju þá var hann frekar langt frá því að skora. Slóvenar fengu algjört dauðafæri úr skyndisókn sem kom í framhaldinu á stórsókn Portúgala. Benjamin Sesko komst þá einn á einn á móti Pepe og stakk hann af. Sesko slapp síðan einn í gegn en skotið var algjörlega misheppnað. Þar sluppu Portúgalar vel. Það kom hins vegar ekkert mark og því þurfti að framlengja leikinn. Það héldu flestir að úrslitin væru að ráðast undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar varamaðurinn Diogo Jota fiskaði ódýra vítaspyrnu. Ronaldo fór á punktinn en Jan Oblak varði vítaspyrnuna frábærlega frá honum. Ronaldo grét í hálfleiknum en liðsfélagarnir hughreystu hann. Pepe gerði síðan hræðileg mistök undir lokin en slapp með skrekkinn. Pepe missti frá sér boltann í öftustu línu og Benjamin Sesko slapp einn í gegn. Diogo Costa ver frá honum og bjargar sínu liði. Ekkert mark og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Diogo Costa varði þrjú fyrstu vítin og hélt því marki sínu hreinu í kvöld. Liðsfélagarnir nýttu vítin og Portúgal er komið áfram. EM 2024 í Þýskalandi
Diogo Costa, markvörður Portúgal, var hetja portúgalska liðsins en hann varð þrjár fyrstu vítaspyrnur Slóvena. Costa varði líka algjört dauðafæri undir lok framlengingarinnar og bjargaði sínu liði líka þá. Stórstjörnurnar Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes og Bernardo Silva nýttu sínar vítaspyrnur og Portúgal vann vítakeppnina 3-0. Portúgal mætir því Frakklandi í átta liða úrslitum keppninnar. Ronaldo skoraði úr fyrstu vítaspyrnunni í vítakeppninni en hann hafði áður klikkað á vítaspyrnu í framlengingunni. Ronaldo á enn eftir að skora á mótinu. Þetta var fjörugur og skemmtilegur leikur þrátt fyrir markaleysið og með svo mikilli dramatík undir lokin. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega fjörugur. Portúgalar voru nokkrum sinnum við það að komast í frábær færi en urðu mikið að sætta sig mest við hálffæri. Slóvenar ógnuðu ávallt með skyndisóknum sínum og héldu varnarmönnum Portúgala á tánum. Cristiano Ronaldo fagnar sigri í leikslok.Getty/Stu Forster Cristiano Ronaldo átti tvær mjög góðar tilraunir beint úr aukaspyrnu. Sú fyrri var í fyrri hálfleik og fór rétt yfir en sú síðari var mjög föst en fór beint á slóvenska markvörðinn. Þegar hann fékk þá þriðju þá var hann frekar langt frá því að skora. Slóvenar fengu algjört dauðafæri úr skyndisókn sem kom í framhaldinu á stórsókn Portúgala. Benjamin Sesko komst þá einn á einn á móti Pepe og stakk hann af. Sesko slapp síðan einn í gegn en skotið var algjörlega misheppnað. Þar sluppu Portúgalar vel. Það kom hins vegar ekkert mark og því þurfti að framlengja leikinn. Það héldu flestir að úrslitin væru að ráðast undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar varamaðurinn Diogo Jota fiskaði ódýra vítaspyrnu. Ronaldo fór á punktinn en Jan Oblak varði vítaspyrnuna frábærlega frá honum. Ronaldo grét í hálfleiknum en liðsfélagarnir hughreystu hann. Pepe gerði síðan hræðileg mistök undir lokin en slapp með skrekkinn. Pepe missti frá sér boltann í öftustu línu og Benjamin Sesko slapp einn í gegn. Diogo Costa ver frá honum og bjargar sínu liði. Ekkert mark og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Diogo Costa varði þrjú fyrstu vítin og hélt því marki sínu hreinu í kvöld. Liðsfélagarnir nýttu vítin og Portúgal er komið áfram.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti