Óvænt hetja bjargaði Spáni frá vító Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 18:46 Mikel Merino fagnar sigurmarki sínu sem kom þegar vítaspyrnukeppni virtist blasa við. Getty/Alex Caparros Gestgjafar Evrópumótsins, Þjóðverjar, eru úr leik eftir dramatískt tap í átta liða úrslitum gegn Spáni í kvöld, 2-1, í framlengdum leik. Það var óvænt hetja sem kom Spánverjum í undanúrslitin því sigurmark leiksins skoraði hinn 28 ára gamli Mikel Merino, rétt áður en vítaspyrnukeppnin hefði tekið við. Þetta var aðeins annað mark hans fyrir Spán, í 26. A-landsleik þessa 28 ára gamla leikmanns Real Sociedad. Þessi stórleikur olli engum vonbrigðum og þó að engin mörk væru skoruð í fyrri hálfleik þá var nóg um að vera. Dani Olmo kom svo Spáni yfir á 51. mínútu þegar hann skoraði eftir undirbúning Lamine Yamal. Þjóðverjum óx ásmegin eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og þeir áttu góðar tilraunir til að jafna, meðal annars stangarskot, áður en Florian Wirtz jafnaði rétt fyrir leikslok, á 89. mínútu, og tryggi Þýskalandi framlengingu. Framlengingin var svo bráðfjörug en eina markið kom frá Merino á 119. mínútu eins og fyrr segir, með skalla eftir frábæra sendingu Olmo. Þar með eru Þjóðverjar úr leik og ferli miðjumannsins magnaða Toni Kroos lokið en hann var hylltur í leikslok. EM 2024 í Þýskalandi
Gestgjafar Evrópumótsins, Þjóðverjar, eru úr leik eftir dramatískt tap í átta liða úrslitum gegn Spáni í kvöld, 2-1, í framlengdum leik. Það var óvænt hetja sem kom Spánverjum í undanúrslitin því sigurmark leiksins skoraði hinn 28 ára gamli Mikel Merino, rétt áður en vítaspyrnukeppnin hefði tekið við. Þetta var aðeins annað mark hans fyrir Spán, í 26. A-landsleik þessa 28 ára gamla leikmanns Real Sociedad. Þessi stórleikur olli engum vonbrigðum og þó að engin mörk væru skoruð í fyrri hálfleik þá var nóg um að vera. Dani Olmo kom svo Spáni yfir á 51. mínútu þegar hann skoraði eftir undirbúning Lamine Yamal. Þjóðverjum óx ásmegin eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og þeir áttu góðar tilraunir til að jafna, meðal annars stangarskot, áður en Florian Wirtz jafnaði rétt fyrir leikslok, á 89. mínútu, og tryggi Þýskalandi framlengingu. Framlengingin var svo bráðfjörug en eina markið kom frá Merino á 119. mínútu eins og fyrr segir, með skalla eftir frábæra sendingu Olmo. Þar með eru Þjóðverjar úr leik og ferli miðjumannsins magnaða Toni Kroos lokið en hann var hylltur í leikslok.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti