Frakkar sluppu inn í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 21:44 Mike Maignan og Theo Hernandez fagna eftir sigurinn í vítaspyrnukeppninni í kvöld. Getty/Jens Büttner Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. Eftir 120 markalausar mínútur réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Frakkar skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Joao Felix skaut hins vegar í stöng úr þriðju spyrnu Portúgals og það réði á endanum úrslitum. Leikurinn var á löngum köflum ansi tíðindalítill en óhætt er að segja að liðin hafi fengið dauðafæri á bráðfjörugum kafla um miðjan seinni hálfleik. Vitinha átti skot af stuttu færi sem Mike Maignan náði að verja, og hann sá einnig við Cristiano Ronaldo í kjölfarið. Mbappé með kælipoka á andlitinu Strax í kjölfarið fengu Kolo Muani og Eduoardo Camavinga dauðafæri fyrir Frakka en tókst ekki að nýta þau, og staðan var markalaus eftir níutíu mínútur. Hún var síðan enn markalaus eftir framlenginguna. Kylian Mbappé var tekinn af velli eftir fyrri hálfleik hennar, með kælipoka á andlitinu eftir högg sem hann fékk í venjulegum leiktíma, en hann hefur leikið með andlitsgrímu eftir nefbrot í fyrsta leik á EM. Ronaldo spilaði hins vegar áfram en gekk illa að komast í færi. Kylian Mbappé holding ice on his nose. 🤕 pic.twitter.com/y2EMTaWalz— KMZ (@KM10Zone) July 5, 2024 Nuno Mendes komst hins vegar í gott færi til að skora á lokamínútu framlengingarinnar en skaut svo til beint á Maignan og því endaði leikurinn í vítaspyrnukeppni. Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum á þriðjudag, en Spánn sló Þýskaland út fyrr í kvöld. Átta liða úrslitunum lýkur svo á morgun þegar England mætir Sviss og Holland mætir Tyrklandi. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Óvænt hetja bjargaði Spáni frá vító Gestgjafar Evrópumótsins, Þjóðverjar, eru úr leik eftir dramatískt tap í átta liða úrslitum gegn Spáni í kvöld, 2-1, í framlengdum leik. 5. júlí 2024 18:46
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. Eftir 120 markalausar mínútur réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Frakkar skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Joao Felix skaut hins vegar í stöng úr þriðju spyrnu Portúgals og það réði á endanum úrslitum. Leikurinn var á löngum köflum ansi tíðindalítill en óhætt er að segja að liðin hafi fengið dauðafæri á bráðfjörugum kafla um miðjan seinni hálfleik. Vitinha átti skot af stuttu færi sem Mike Maignan náði að verja, og hann sá einnig við Cristiano Ronaldo í kjölfarið. Mbappé með kælipoka á andlitinu Strax í kjölfarið fengu Kolo Muani og Eduoardo Camavinga dauðafæri fyrir Frakka en tókst ekki að nýta þau, og staðan var markalaus eftir níutíu mínútur. Hún var síðan enn markalaus eftir framlenginguna. Kylian Mbappé var tekinn af velli eftir fyrri hálfleik hennar, með kælipoka á andlitinu eftir högg sem hann fékk í venjulegum leiktíma, en hann hefur leikið með andlitsgrímu eftir nefbrot í fyrsta leik á EM. Ronaldo spilaði hins vegar áfram en gekk illa að komast í færi. Kylian Mbappé holding ice on his nose. 🤕 pic.twitter.com/y2EMTaWalz— KMZ (@KM10Zone) July 5, 2024 Nuno Mendes komst hins vegar í gott færi til að skora á lokamínútu framlengingarinnar en skaut svo til beint á Maignan og því endaði leikurinn í vítaspyrnukeppni. Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum á þriðjudag, en Spánn sló Þýskaland út fyrr í kvöld. Átta liða úrslitunum lýkur svo á morgun þegar England mætir Sviss og Holland mætir Tyrklandi.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Óvænt hetja bjargaði Spáni frá vító Gestgjafar Evrópumótsins, Þjóðverjar, eru úr leik eftir dramatískt tap í átta liða úrslitum gegn Spáni í kvöld, 2-1, í framlengdum leik. 5. júlí 2024 18:46
Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50
Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01
Óvænt hetja bjargaði Spáni frá vító Gestgjafar Evrópumótsins, Þjóðverjar, eru úr leik eftir dramatískt tap í átta liða úrslitum gegn Spáni í kvöld, 2-1, í framlengdum leik. 5. júlí 2024 18:46
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti