Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:01 Luke Shaw hefur getað æft af fullum krafti í vikunni og virðist njóta þess í botn. Getty/Eddie Keogh Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira