Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2024 18:17 Spánverjar fögnuðu vel og innilega. Eðlilega. Stu Forster/Getty Images Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. Spánverjar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu vel í boltann. Illa gekk þó að skapa opin marktækifæri og enska vörnin stóð sína vakt vel. Roben Le Normand fékk besta færi Spánverja í fyrri hálfleik þegar hann skallaði boltann framhjá markinu eftir hornspyrnu á 13. mínútu. Besta færi Englendinga fékk hins vegar Phil Foden þegar komið var í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Boltinn barst þá til hans eftir aukaspyrnu Luke Shaw, en Unai Simon var vel staðsettur og varði skot Fodens vel. Mörkin létu því á sér standa í fyrri hálfleik og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja.Spánverjar neyddust til að gera breytingu í hálfleik og Rodri var tekinn af velli vegna meiðsla fyrir Martin Zubimendi. Þrátt fyrir að hafa misst einn af sínum betri mönnum af velli voru Spánverjar mun sprækari í upphafi seinni hálfleiks og uppskáru sannarlega þegar síðari hálfleikurinn var aðeins nýbyrjaður. Seinni hálfleikur var rétt rúmlega mínútu gamall þegar Lamine Yamal fékk boltann úti á hægri kanti og fann félaga sinn, Nico Williams, með hárnákvæmri sendingu út til vinstri. Williams hafði mikið pláss vinstra megin í teignum og kláraði færi vel með föstu skoti og staðan var orðin 1-0, Spánverjum í vil. Yamal 🤝 Williams #EURO2024 | #ESPENG pic.twitter.com/WAccA4pV6x— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 14, 2024 Spánverjar fengu svo annað færi strax í kjölfarið, en Dani Olmo dró boltann framhjá með skoti af stuttu færi.Eftir það varð leikurinn jafnari og enska liðið náði að færa sig framar á völlinn. Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, tók stóra ákvörðun eftir um klukkutíma leik þegar hann tók fyrirliðann og markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi, Harry Kane af velli fyrir Ollie Watkins. Stuttu síðar kom Cole Palmer svo inn af varamannabekknum fyrir Kobbie Mainoo og sá fyrrnefndi átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Á 73. mínútu fékk Jude Bellingham boltann inni á teig og lagði hann út í fyrstu snertingu. Cole Palmer mætti á ferðinni og smellti honum meðfram jörðinni í fjærhornið og allt orðið jafnt á ný, 1-1. 🔃 Subbed on: 70' ⚽ Goal: 73' Cole Palmer 😱#EURO2024 | #ESPENG pic.twitter.com/AuISlLk7oV— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 14, 2024 Það var hins vegar annar varamaður sem átti eftir að reynast hetja Spánverja. Mikel Oyarzabal, sem kom inn af varamannabekknum á 68. mínútu, kom boltanum út til vinstri á Marc Cucurella sem setti boltann inn á teig þar sem Oyarzabal mætti og ýtti boltanum yfir línuna þegar aðeins um fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Enska liðið fékk sannarlega færi til að jafna metin á síðustu mínútu uppbótartíma, en Dani Olmo bjargaði á línu. Fleiri urðu mörkin ekki og Spánverjar fögnuðu sínum fjórða Evrópumeistaratitli í sögunni, þeim fyrsta síðan árið 2012. EM 2024 í Þýskalandi
Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. Spánverjar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu vel í boltann. Illa gekk þó að skapa opin marktækifæri og enska vörnin stóð sína vakt vel. Roben Le Normand fékk besta færi Spánverja í fyrri hálfleik þegar hann skallaði boltann framhjá markinu eftir hornspyrnu á 13. mínútu. Besta færi Englendinga fékk hins vegar Phil Foden þegar komið var í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Boltinn barst þá til hans eftir aukaspyrnu Luke Shaw, en Unai Simon var vel staðsettur og varði skot Fodens vel. Mörkin létu því á sér standa í fyrri hálfleik og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja.Spánverjar neyddust til að gera breytingu í hálfleik og Rodri var tekinn af velli vegna meiðsla fyrir Martin Zubimendi. Þrátt fyrir að hafa misst einn af sínum betri mönnum af velli voru Spánverjar mun sprækari í upphafi seinni hálfleiks og uppskáru sannarlega þegar síðari hálfleikurinn var aðeins nýbyrjaður. Seinni hálfleikur var rétt rúmlega mínútu gamall þegar Lamine Yamal fékk boltann úti á hægri kanti og fann félaga sinn, Nico Williams, með hárnákvæmri sendingu út til vinstri. Williams hafði mikið pláss vinstra megin í teignum og kláraði færi vel með föstu skoti og staðan var orðin 1-0, Spánverjum í vil. Yamal 🤝 Williams #EURO2024 | #ESPENG pic.twitter.com/WAccA4pV6x— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 14, 2024 Spánverjar fengu svo annað færi strax í kjölfarið, en Dani Olmo dró boltann framhjá með skoti af stuttu færi.Eftir það varð leikurinn jafnari og enska liðið náði að færa sig framar á völlinn. Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, tók stóra ákvörðun eftir um klukkutíma leik þegar hann tók fyrirliðann og markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi, Harry Kane af velli fyrir Ollie Watkins. Stuttu síðar kom Cole Palmer svo inn af varamannabekknum fyrir Kobbie Mainoo og sá fyrrnefndi átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Á 73. mínútu fékk Jude Bellingham boltann inni á teig og lagði hann út í fyrstu snertingu. Cole Palmer mætti á ferðinni og smellti honum meðfram jörðinni í fjærhornið og allt orðið jafnt á ný, 1-1. 🔃 Subbed on: 70' ⚽ Goal: 73' Cole Palmer 😱#EURO2024 | #ESPENG pic.twitter.com/AuISlLk7oV— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 14, 2024 Það var hins vegar annar varamaður sem átti eftir að reynast hetja Spánverja. Mikel Oyarzabal, sem kom inn af varamannabekknum á 68. mínútu, kom boltanum út til vinstri á Marc Cucurella sem setti boltann inn á teig þar sem Oyarzabal mætti og ýtti boltanum yfir línuna þegar aðeins um fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Enska liðið fékk sannarlega færi til að jafna metin á síðustu mínútu uppbótartíma, en Dani Olmo bjargaði á línu. Fleiri urðu mörkin ekki og Spánverjar fögnuðu sínum fjórða Evrópumeistaratitli í sögunni, þeim fyrsta síðan árið 2012.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti