Of fáir að skora mörkin 23. janúar 2005 00:01 Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið. Íslenski handboltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Sjá meira
Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik