Eiður ætlar að verja titilinn 20. júlí 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik. "Við töpuðum einum leik í fyrra en Arsenal tapaði engum leik tímabilið þar á undan. Þetta sýnir einfaldlega að gæðin í deildinni eru orðin meiri og að leiktíðin þarf nánast að vera hnökralaus til að eiga möguleika á titlinum," sagði Eiður Smári í samtali við breska fjölmiðla í gær. Hann segir markmið komandi leiktíðar einfalt - að ná betri árangri í ár en á síðasta tímabili."Háleitt markmið er það sem drífur okkur áfram," segir hann. "En það verður erfitt. Newcastle eru búnir að styrkja sig, rétt eins og Liverpool, og ég tel að þau ásamt okkur, Arsenal og Man. Utd verði liðin sem berjist á toppnum. En við ætlum að endurtaka leikinn frá því í vetur. Um leið og við finnum toppsætið ætlum við að halda okkur þar. Við reynum að ríghalda í toppsætið."Eiður Smári lýsti einnig yfir ánægju sinni með komu Hernan Crespo til Chelsea og kveðst hann ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa honum að finna sitt rétta form. "Við leikmennirnir styðjum hann allir. Hann átti mjög erfitt hér fyrsta árið sitt þar sem allt var svo nýtt fyrir honum, menning, tungumál og loftslag. En nú er hann búinn að ná meiri stöðugleika í einkalífi sínu og það á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að hann slái í gegn í vetur," segir Eiður, sem efast ekki um hæfileika argentínska sóknarmannins sem átti svo frábært tímabil með AC Milan á Ítalíu í fyrra, sem lánsmaður frá Chelsea. "Crespo er frábær leikmaður og vonandi getum við hjálpað honum að framkalla öll sín töfrabrögð. Enginn sem að félaginu kemur hefur efast um getu Crespo en þetta er aðeins spurning um hvort hann geti einbeitt sér að boltanum. Vonandi verður hann laus við meiðsli og skorar nokkur mörk í upphafi. Þá fær hann sjálfstraustið sem gerir hann að gríðarlegri ógn," segir Eiður. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik. "Við töpuðum einum leik í fyrra en Arsenal tapaði engum leik tímabilið þar á undan. Þetta sýnir einfaldlega að gæðin í deildinni eru orðin meiri og að leiktíðin þarf nánast að vera hnökralaus til að eiga möguleika á titlinum," sagði Eiður Smári í samtali við breska fjölmiðla í gær. Hann segir markmið komandi leiktíðar einfalt - að ná betri árangri í ár en á síðasta tímabili."Háleitt markmið er það sem drífur okkur áfram," segir hann. "En það verður erfitt. Newcastle eru búnir að styrkja sig, rétt eins og Liverpool, og ég tel að þau ásamt okkur, Arsenal og Man. Utd verði liðin sem berjist á toppnum. En við ætlum að endurtaka leikinn frá því í vetur. Um leið og við finnum toppsætið ætlum við að halda okkur þar. Við reynum að ríghalda í toppsætið."Eiður Smári lýsti einnig yfir ánægju sinni með komu Hernan Crespo til Chelsea og kveðst hann ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa honum að finna sitt rétta form. "Við leikmennirnir styðjum hann allir. Hann átti mjög erfitt hér fyrsta árið sitt þar sem allt var svo nýtt fyrir honum, menning, tungumál og loftslag. En nú er hann búinn að ná meiri stöðugleika í einkalífi sínu og það á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að hann slái í gegn í vetur," segir Eiður, sem efast ekki um hæfileika argentínska sóknarmannins sem átti svo frábært tímabil með AC Milan á Ítalíu í fyrra, sem lánsmaður frá Chelsea. "Crespo er frábær leikmaður og vonandi getum við hjálpað honum að framkalla öll sín töfrabrögð. Enginn sem að félaginu kemur hefur efast um getu Crespo en þetta er aðeins spurning um hvort hann geti einbeitt sér að boltanum. Vonandi verður hann laus við meiðsli og skorar nokkur mörk í upphafi. Þá fær hann sjálfstraustið sem gerir hann að gríðarlegri ógn," segir Eiður.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti