Stokkhólmsslagurinn leystist upp 30. ágúst 2006 00:01 Áhorfendur hlupu margir inn á völlinn eins og þessi. Flauta varð leikinn af vegna þessa. fréttablaðið/scanpix Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Á þeim tímapunkti voru þrír Íslendingar inni á vellinum; þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson leikmenn Hammarby og Sölvi Geir Ottesen leikmaður Djurgården. Félagi þess síðastnefnda, Kári Árnason, var á varamannabekk liðsins. "Þetta var ekta bæjarslagur sem hefur oft verið skrautlegur í gegnum árin," sagði Pétur við Fréttablaðið í gær. "Forsagan var sú að við höfðum verið á toppi deildarinnar lengi en tapað síðustu tveimur leikjum. Djurgården var ekki búið að standa sig eins vel á tímabilinu og búist hafði verið við og þeir ætluðu sér sjálfir. Það var því mikið í húfi í gær." Pétur segir því næst að hann hafi fundið í upphafi leiks að stemningin á leiknum hafi verið óvenju harkaleg. "Svo strax í fyrri hálfleik var annar aðstoðardómarinn grýttur niður, sem og einn öryggisvörður. Þetta gerðist fyrir framan stæði stuðningsmanna Djurgården. Við lendum svo 3-0 undir og það verður allt brjálað hjá okkar stuðningsmönnum. Þegar við svo komum út eftir hálfleikinn byrja menn að skjóta blysum og flugeldum bæði inn á völlinn sem og á þann hluta stúkunnar þar sem fjölskyldufólk er. Svo tekst einhverjum 15-20 manns að ryðjast inn á völlinn en aðrir voru stöðvaðir strax." Dómarar og leikmenn flúðu flestir völlinn umsvifalaust en Pétur var einn fárra sem urðu eftir og reyndu að róa mannskapinn. "Maður var ekkert að hugsa rökrétt. Það er vitanlega eðlilegt að flýja því maður veit aldrei hvað þessir kallar eru með innan á sér. Það fyrsta sem flaug mér í huga var að maður ætti að róa menn niður. Ég tók í einn náunga sem hafði sloppið í gegn og reyndi svo að ræða við áhorfendur. Það voru ansi margir sem róuðust en það er varla hægt að tjónka við verstu bullunum. Ég heyrði svo í dag að bæði ítalskar og þýskar fótboltabullur voru á vellinum þar sem þeim hafði verið boðið til "veislu" af sænsku bullunum. Þetta var því skipulagt í þaula og er þessum mönnum ekki bjargandi." Hann segir að fótboltabullur hafi lengi verið vandamál í sænskri knattspyrnu en þær haldi þó slagsmálunum að mestu leyti utan leikvanganna. "Það eru margar klíkur í gangi, okkar heitir til að mynda því frumlega nafni KGB. Oft ákveða klíkurnar að hittast einhvers staðar þar sem menn slást." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikur er í uppnámi vegna þessa og fyrir tveimur árum var leikur flautaður af í 45 mínútur vegna óláta áhorfenda en þá var Pétur einnig inni á vellinum. Þá mættust Hammarby og AIK. Staðan í leiknum þegar hann var flautaður af í fyrradag var 3-0 og verða þau úrslit væntanlega látin standa. "Svo verður væntanlega ákveðið í vikunni hvort við þurfum að spila einhverja leiki án áhorfenda og hvort félagið verður sektað eða jafnvel dregið stig af því." Í gær sögðust forráðamenn Hammarby ætla að kæra þá sem réðust inn á völlinn og krefja þá um skaðabætur. [email protected] Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Á þeim tímapunkti voru þrír Íslendingar inni á vellinum; þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson leikmenn Hammarby og Sölvi Geir Ottesen leikmaður Djurgården. Félagi þess síðastnefnda, Kári Árnason, var á varamannabekk liðsins. "Þetta var ekta bæjarslagur sem hefur oft verið skrautlegur í gegnum árin," sagði Pétur við Fréttablaðið í gær. "Forsagan var sú að við höfðum verið á toppi deildarinnar lengi en tapað síðustu tveimur leikjum. Djurgården var ekki búið að standa sig eins vel á tímabilinu og búist hafði verið við og þeir ætluðu sér sjálfir. Það var því mikið í húfi í gær." Pétur segir því næst að hann hafi fundið í upphafi leiks að stemningin á leiknum hafi verið óvenju harkaleg. "Svo strax í fyrri hálfleik var annar aðstoðardómarinn grýttur niður, sem og einn öryggisvörður. Þetta gerðist fyrir framan stæði stuðningsmanna Djurgården. Við lendum svo 3-0 undir og það verður allt brjálað hjá okkar stuðningsmönnum. Þegar við svo komum út eftir hálfleikinn byrja menn að skjóta blysum og flugeldum bæði inn á völlinn sem og á þann hluta stúkunnar þar sem fjölskyldufólk er. Svo tekst einhverjum 15-20 manns að ryðjast inn á völlinn en aðrir voru stöðvaðir strax." Dómarar og leikmenn flúðu flestir völlinn umsvifalaust en Pétur var einn fárra sem urðu eftir og reyndu að róa mannskapinn. "Maður var ekkert að hugsa rökrétt. Það er vitanlega eðlilegt að flýja því maður veit aldrei hvað þessir kallar eru með innan á sér. Það fyrsta sem flaug mér í huga var að maður ætti að róa menn niður. Ég tók í einn náunga sem hafði sloppið í gegn og reyndi svo að ræða við áhorfendur. Það voru ansi margir sem róuðust en það er varla hægt að tjónka við verstu bullunum. Ég heyrði svo í dag að bæði ítalskar og þýskar fótboltabullur voru á vellinum þar sem þeim hafði verið boðið til "veislu" af sænsku bullunum. Þetta var því skipulagt í þaula og er þessum mönnum ekki bjargandi." Hann segir að fótboltabullur hafi lengi verið vandamál í sænskri knattspyrnu en þær haldi þó slagsmálunum að mestu leyti utan leikvanganna. "Það eru margar klíkur í gangi, okkar heitir til að mynda því frumlega nafni KGB. Oft ákveða klíkurnar að hittast einhvers staðar þar sem menn slást." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikur er í uppnámi vegna þessa og fyrir tveimur árum var leikur flautaður af í 45 mínútur vegna óláta áhorfenda en þá var Pétur einnig inni á vellinum. Þá mættust Hammarby og AIK. Staðan í leiknum þegar hann var flautaður af í fyrradag var 3-0 og verða þau úrslit væntanlega látin standa. "Svo verður væntanlega ákveðið í vikunni hvort við þurfum að spila einhverja leiki án áhorfenda og hvort félagið verður sektað eða jafnvel dregið stig af því." Í gær sögðust forráðamenn Hammarby ætla að kæra þá sem réðust inn á völlinn og krefja þá um skaðabætur. [email protected]
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti