Stefán stöðvaði slagsmál liðsfélaga sinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2007 11:25 Stefán Gíslason í leik með Lyn í norsku deildinni fyrr í sumar, rétt áður en hann gekk til liðs við Bröndby. Mynd/Scanpix Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira