Verð alltaf Íslendingur innst inni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. nóvember 2012 20:00 Sindri Þór Jakobsson Mynd/Chris Ronald Hermansen, Fanaposten Sindri Þór Jakobsson gerðist norskur ríkisborgari fyrir tveimur árum og hann er nú þegar fremsti flugsundsmaður Norðmanna. Skagamaðurinn tók sér frí frá sundinu eftir að æfingafélagi hans féll frá með sviplegum hætti. Sindri var sá fyrsti sem kom að Alexander Dale Oen þar sem hann lá meðvitundarlaus á hótelherbergi í Bandaríkjunum. Það var töluvert fjallað um það í fjölmiðlum þegar Sindri Þór Jakobsson tók þá ákvörðun að sækja um norskt ríkisfang – og hætta þar með að keppa fyrir Íslands hönd. „Ég sakna Íslands og ég verð alltaf Íslendingur innst inni, og það var alltaf markmiðið hjá mér að standa á verðlaunapalli á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Það var erfið ákvörðun fyrir mig að sækja um norskt ríkisfang en ég taldi það vera besta kostinn fyrir mig. Ástandið á Íslandi var með þeim hætti. Það er gert meira fyrir afrekssundmenn hér í Noregi en á Íslandi," sagði Sindri þegar Fréttablaðið ræddi við hann í vikunni. Hann dáist að dugnaðinum hjá íslenska sundfólkinu sem þurfti að greiða allt að 300.000 krónur úr eigin vasa til þess að komast á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug sem nú stendur yfir. „Það er mikill aðstöðumunur hvað slíka hluti varðar ef ég miða við Noreg. Hér í Noregi er allur slíkur kostnaður greiddur af félaginu sem maður keppir fyrir eða norska sundsambandinu. Hvað varðar peningamálin þá er varla hægt að bera þetta saman. Ég get ekki lifað af þeim peningum sem ég fæ fyrir að vera í sundinu en það er enginn kostnaður sem ég þarf að greiða. Ég fæ styrki hér og þar en ég þarf að ná betri árangri til þess að komast í þá stöðu að geta lifað af sundinu. Ef ég hefði komist á Ólympíuleikana í sumar þá hefði ég fengið styrk frá Olympiatoppen og það hefði dugað til að geta lifað af sundinu. Það er fáránlegt að þurfa að borga kostnað sem fylgir því að keppa fyrir landið sitt. Ég hef hitt marga á keppnisferðum á undanförum árum og ég held að það sé bara á Íslandi þar sem landsliðsmenn þurfa að borga fyrir keppnisferðir."Reynslunni ríkari Árið 2012 hefur verið viðburðaríkt hjá Sindra og hann segist vera reynslunni ríkari. Og sviplegt andlát eins besta sundmanns heims, Alexanders Dale Oen, hafði mikil áhrif á Sindra. „Ég hef ekkert æft í tvo mánuði og ég er núna í námi meðfram vinnu. Það gerðist svo mikið á þessu ári og ég hef verið að hugsa mikið um hvað ég vil gera. Þegar maður missir félaga sinn og vin þá fer maður að hugsa um margt annað sem er í lífinu. Það er ekki bara sundið sem er mikilvægt. Ég fór að hugsa um slíkt eftir að Alexander lést. Við vorum æfingafélagar, herbergisfélagar í keppnisferðum og miklir vinir. Þegar Alexander dó fór maður að hugsa hvort þetta væri allt saman þess virði. Það fór ótrúlega mikil orka í allt sem þessu fylgdi og ég missti aðeins einbeitinguna og fókus á sundið í kjölfarið. Ég keppti á Evrópumeistaramótinu tveimur vikum seinna. Og það var skrítið. Þegar ég fór á norska meistaramótið í sumar þá langaði mig eiginlega ekkert að keppa. Mér fannst tómlegt og undarlegt að koma í sundlaugina til þess að keppa án þess að Alex væri þar. Ég keppti þrátt fyrir það." Átti erfitt með að trúa þessuAlexander Dale OenMynd/Nordic Photos/GettySindri var einn sá fyrsti sem kom að Alexander þar sem hann lá meðvitundarlaus á baðherbergisgólfinu. Sundmaðurinn ungi leynir því ekki að það sé erfitt að rifja þetta atvik upp. „Það var frídagur hjá okkur. Ég fór að versla og Alexander fór í golf. Við hittumst síðdegis á herberginu og allur hópurinn ætlaði út að borða saman. Alexander fór í sturtu og ég fór að horfa á NBA-körfuboltaleik ásamt Sverre, félaga okkar úr landsliðinu, inni á herberginu mínu og Alexanders. Tíminn leið og mér fannst Alexander vera mjög lengi í sturtu. Ég kallaði á hann, fékk ekkert svar, og ég prófaði að slökkva ljósin inni á baðherberginu, en það komu engin viðbrögð. Okkur fannst þetta mjög skrítið og við vissum að það var eitthvað að. Sverre hafði keypt veiðihníf í verslunarferðinni og við notuðum hann til þess að brjóta upp lásinn á baðherbergishurðinni. Þegar við komumst inn þá lá Alexander þarna á gólfinu. Ég hljóp strax út til þess að ná í lækni og þjálfarana og þeir voru komnir eftir nokkrar sekúndur. Þá hófst endurlífgunin. Ég trúði því ekki að heimsmeistarinn í sundi myndi falla frá með þessum hætti. Ég hef reynt að hugsa sem minnst um þetta atvik og reyni frekar að muna eftir góðu stundunum sem ég átti með Alexander." Eins og áður segir hefur Sindri ekki æft sund að undanförnu en hann hefur tekið ákvörðun um að halda áfram að æfa og komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016. „Á undanförnum mánuðum hef ég velt ýmsu fyrir mér. Ég ætla að byrja æfingatörnina heima á Íslandi í byrjun janúar. Það er einnig á dagskrá að ég fari til Suður-Afríku næsta sumar og verði þar meira eða minna í heilt ár. Ég þarf nýjar áskoranir, Það sem ég ætla að gera er að æfa með ólympíumeistaranum Chad le Clos en hann sigraði í 200 metra flugsundinu á ÓL í London og hann varð annar í 100 metra flugsundi. Þetta er spennandi og ég fæ þarna nýja þjálfara sem eru með allt aðrar væntingar til mín, og ég fæ ný viðmið ef ég æfi með þeim allra besta." Skagamaðurinn hikar aðeins þegar hann er inntur eftir því hvort hann mæli með því að íslenskt afrekssundfólk feti í hans fótspor og gerist norskir ríkisborgarar. „Það er ekkert auðvelt að gerast norskur ríkisborgari. Maður þarf að vera hér í fimm ár áður en maður getur sótt um. Ef ég hugsa um peningahliðina á þessu öllu saman þá er það kostur að vera norskur. En ég er og verð alltaf Íslendingur, það breytist aldrei." Sindri Þór JakobssonSindri Þór JakobssonMynd/Chris Ronald Hermansen, FanapostenSindri Þór er fæddur árið 1991 á Akranesi. Flutti til Noregs fyrir sjö árum með móður sinni og fósturföður, Sigurlínu Þorbergsdóttur og Ómari Þorsteini Árnasyni. Jakob Halldórsson er faðir Sindra og Sindri á fimm systkini. Sindri, sem hefur verið norskur ríkisborgari í tvö ár, á enn Íslandsmetið í 50 metra laug í 200 metra flugsundi, 2:02,97 mín. Hann á Noregsmetið í þessari grein, 2:00, 96 mín, og einnig í 100 metra flugsundi í 25 metra laug, 53,29 sek. Alexander Dale OenAlexander Dale OenMynd/Nordic Photos/GettyEinn þekktasti íþróttamaður Noregs, Alexander Dale Oen, var aðeins 26 ára gamall þegar hann lést. Hann landaði heimsmeistaratitlinum í 100 metra bringusundi árið 2011. Þar með varð hann fyrsti norski sundmaðurinn sem náði þeim árangri. Silfurverðlaun hans frá Ólympíuleikunum í Peking í Kína árið 2008 voru fyrstu verðlaun Norðmanna í sundi á ÓL. Oen sigraði á HM árið 2011 aðeins þremur dögum eftir hryðjuverkin í Ósló og Útey. Alls létust 77 manns í þeirri árás. Norska þjóðin og sundmaðurinn sýndu miklar tilfinningar þegar hann stóð efstur á verðlaunapallinum og norski þjóðsöngurinn var leikinn. Oen var á þeim tíma ljósið í myrkrinu. Sundmaðurinn lést í Flagstaff í Arizona í Bandaríkjunum í lok apríl á þessu ári. Dánarorsökin reyndist vera hjartaáfall. Læknir norska landsliðsins, Ola Röensen, reyndi lífgunartilraunir á sundmanninum á hótelinu í Arizona en þær tilraunir báru ekki árangur. Við krufningu kom í ljós að Oen hafði verið með hjartasjúkdóm sem hafði ekki komið fram í ítarlegum læknisrannsóknum. Oen hafði glímt við meiðsli í vinstri öxl í langan tíma áður en hann fór í æfingabúðirnar í Bandaríkjunum og læknar fundu ekki hver ástæðan var fyrir meiðslunum. Talið er að verkirnir sem hann var með á þessu svæði hafi í raun og veru verið lítil hjartaáföll. Oen var fæddur í Bergen í Noregi 21. maí árið 1985. Hann hóf að æfa sund aðeins fjögurra ára gamall. Hann kom margoft hingað til Íslands til æfinga en Oen og Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, voru nánir vinir. Sund Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Sindri Þór Jakobsson gerðist norskur ríkisborgari fyrir tveimur árum og hann er nú þegar fremsti flugsundsmaður Norðmanna. Skagamaðurinn tók sér frí frá sundinu eftir að æfingafélagi hans féll frá með sviplegum hætti. Sindri var sá fyrsti sem kom að Alexander Dale Oen þar sem hann lá meðvitundarlaus á hótelherbergi í Bandaríkjunum. Það var töluvert fjallað um það í fjölmiðlum þegar Sindri Þór Jakobsson tók þá ákvörðun að sækja um norskt ríkisfang – og hætta þar með að keppa fyrir Íslands hönd. „Ég sakna Íslands og ég verð alltaf Íslendingur innst inni, og það var alltaf markmiðið hjá mér að standa á verðlaunapalli á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Það var erfið ákvörðun fyrir mig að sækja um norskt ríkisfang en ég taldi það vera besta kostinn fyrir mig. Ástandið á Íslandi var með þeim hætti. Það er gert meira fyrir afrekssundmenn hér í Noregi en á Íslandi," sagði Sindri þegar Fréttablaðið ræddi við hann í vikunni. Hann dáist að dugnaðinum hjá íslenska sundfólkinu sem þurfti að greiða allt að 300.000 krónur úr eigin vasa til þess að komast á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug sem nú stendur yfir. „Það er mikill aðstöðumunur hvað slíka hluti varðar ef ég miða við Noreg. Hér í Noregi er allur slíkur kostnaður greiddur af félaginu sem maður keppir fyrir eða norska sundsambandinu. Hvað varðar peningamálin þá er varla hægt að bera þetta saman. Ég get ekki lifað af þeim peningum sem ég fæ fyrir að vera í sundinu en það er enginn kostnaður sem ég þarf að greiða. Ég fæ styrki hér og þar en ég þarf að ná betri árangri til þess að komast í þá stöðu að geta lifað af sundinu. Ef ég hefði komist á Ólympíuleikana í sumar þá hefði ég fengið styrk frá Olympiatoppen og það hefði dugað til að geta lifað af sundinu. Það er fáránlegt að þurfa að borga kostnað sem fylgir því að keppa fyrir landið sitt. Ég hef hitt marga á keppnisferðum á undanförum árum og ég held að það sé bara á Íslandi þar sem landsliðsmenn þurfa að borga fyrir keppnisferðir."Reynslunni ríkari Árið 2012 hefur verið viðburðaríkt hjá Sindra og hann segist vera reynslunni ríkari. Og sviplegt andlát eins besta sundmanns heims, Alexanders Dale Oen, hafði mikil áhrif á Sindra. „Ég hef ekkert æft í tvo mánuði og ég er núna í námi meðfram vinnu. Það gerðist svo mikið á þessu ári og ég hef verið að hugsa mikið um hvað ég vil gera. Þegar maður missir félaga sinn og vin þá fer maður að hugsa um margt annað sem er í lífinu. Það er ekki bara sundið sem er mikilvægt. Ég fór að hugsa um slíkt eftir að Alexander lést. Við vorum æfingafélagar, herbergisfélagar í keppnisferðum og miklir vinir. Þegar Alexander dó fór maður að hugsa hvort þetta væri allt saman þess virði. Það fór ótrúlega mikil orka í allt sem þessu fylgdi og ég missti aðeins einbeitinguna og fókus á sundið í kjölfarið. Ég keppti á Evrópumeistaramótinu tveimur vikum seinna. Og það var skrítið. Þegar ég fór á norska meistaramótið í sumar þá langaði mig eiginlega ekkert að keppa. Mér fannst tómlegt og undarlegt að koma í sundlaugina til þess að keppa án þess að Alex væri þar. Ég keppti þrátt fyrir það." Átti erfitt með að trúa þessuAlexander Dale OenMynd/Nordic Photos/GettySindri var einn sá fyrsti sem kom að Alexander þar sem hann lá meðvitundarlaus á baðherbergisgólfinu. Sundmaðurinn ungi leynir því ekki að það sé erfitt að rifja þetta atvik upp. „Það var frídagur hjá okkur. Ég fór að versla og Alexander fór í golf. Við hittumst síðdegis á herberginu og allur hópurinn ætlaði út að borða saman. Alexander fór í sturtu og ég fór að horfa á NBA-körfuboltaleik ásamt Sverre, félaga okkar úr landsliðinu, inni á herberginu mínu og Alexanders. Tíminn leið og mér fannst Alexander vera mjög lengi í sturtu. Ég kallaði á hann, fékk ekkert svar, og ég prófaði að slökkva ljósin inni á baðherberginu, en það komu engin viðbrögð. Okkur fannst þetta mjög skrítið og við vissum að það var eitthvað að. Sverre hafði keypt veiðihníf í verslunarferðinni og við notuðum hann til þess að brjóta upp lásinn á baðherbergishurðinni. Þegar við komumst inn þá lá Alexander þarna á gólfinu. Ég hljóp strax út til þess að ná í lækni og þjálfarana og þeir voru komnir eftir nokkrar sekúndur. Þá hófst endurlífgunin. Ég trúði því ekki að heimsmeistarinn í sundi myndi falla frá með þessum hætti. Ég hef reynt að hugsa sem minnst um þetta atvik og reyni frekar að muna eftir góðu stundunum sem ég átti með Alexander." Eins og áður segir hefur Sindri ekki æft sund að undanförnu en hann hefur tekið ákvörðun um að halda áfram að æfa og komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016. „Á undanförnum mánuðum hef ég velt ýmsu fyrir mér. Ég ætla að byrja æfingatörnina heima á Íslandi í byrjun janúar. Það er einnig á dagskrá að ég fari til Suður-Afríku næsta sumar og verði þar meira eða minna í heilt ár. Ég þarf nýjar áskoranir, Það sem ég ætla að gera er að æfa með ólympíumeistaranum Chad le Clos en hann sigraði í 200 metra flugsundinu á ÓL í London og hann varð annar í 100 metra flugsundi. Þetta er spennandi og ég fæ þarna nýja þjálfara sem eru með allt aðrar væntingar til mín, og ég fæ ný viðmið ef ég æfi með þeim allra besta." Skagamaðurinn hikar aðeins þegar hann er inntur eftir því hvort hann mæli með því að íslenskt afrekssundfólk feti í hans fótspor og gerist norskir ríkisborgarar. „Það er ekkert auðvelt að gerast norskur ríkisborgari. Maður þarf að vera hér í fimm ár áður en maður getur sótt um. Ef ég hugsa um peningahliðina á þessu öllu saman þá er það kostur að vera norskur. En ég er og verð alltaf Íslendingur, það breytist aldrei." Sindri Þór JakobssonSindri Þór JakobssonMynd/Chris Ronald Hermansen, FanapostenSindri Þór er fæddur árið 1991 á Akranesi. Flutti til Noregs fyrir sjö árum með móður sinni og fósturföður, Sigurlínu Þorbergsdóttur og Ómari Þorsteini Árnasyni. Jakob Halldórsson er faðir Sindra og Sindri á fimm systkini. Sindri, sem hefur verið norskur ríkisborgari í tvö ár, á enn Íslandsmetið í 50 metra laug í 200 metra flugsundi, 2:02,97 mín. Hann á Noregsmetið í þessari grein, 2:00, 96 mín, og einnig í 100 metra flugsundi í 25 metra laug, 53,29 sek. Alexander Dale OenAlexander Dale OenMynd/Nordic Photos/GettyEinn þekktasti íþróttamaður Noregs, Alexander Dale Oen, var aðeins 26 ára gamall þegar hann lést. Hann landaði heimsmeistaratitlinum í 100 metra bringusundi árið 2011. Þar með varð hann fyrsti norski sundmaðurinn sem náði þeim árangri. Silfurverðlaun hans frá Ólympíuleikunum í Peking í Kína árið 2008 voru fyrstu verðlaun Norðmanna í sundi á ÓL. Oen sigraði á HM árið 2011 aðeins þremur dögum eftir hryðjuverkin í Ósló og Útey. Alls létust 77 manns í þeirri árás. Norska þjóðin og sundmaðurinn sýndu miklar tilfinningar þegar hann stóð efstur á verðlaunapallinum og norski þjóðsöngurinn var leikinn. Oen var á þeim tíma ljósið í myrkrinu. Sundmaðurinn lést í Flagstaff í Arizona í Bandaríkjunum í lok apríl á þessu ári. Dánarorsökin reyndist vera hjartaáfall. Læknir norska landsliðsins, Ola Röensen, reyndi lífgunartilraunir á sundmanninum á hótelinu í Arizona en þær tilraunir báru ekki árangur. Við krufningu kom í ljós að Oen hafði verið með hjartasjúkdóm sem hafði ekki komið fram í ítarlegum læknisrannsóknum. Oen hafði glímt við meiðsli í vinstri öxl í langan tíma áður en hann fór í æfingabúðirnar í Bandaríkjunum og læknar fundu ekki hver ástæðan var fyrir meiðslunum. Talið er að verkirnir sem hann var með á þessu svæði hafi í raun og veru verið lítil hjartaáföll. Oen var fæddur í Bergen í Noregi 21. maí árið 1985. Hann hóf að æfa sund aðeins fjögurra ára gamall. Hann kom margoft hingað til Íslands til æfinga en Oen og Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, voru nánir vinir.
Sund Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti