Hannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 21:57 Hannes Þór fagnar eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marinó „Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
„Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira