Systur í Íslandsmetaformi á Reykjavíkurleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2014 08:00 Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær. Vísir/Valli Íslenskar lyftingakonur eru fyrir löngu búnar að brjóta niður alla múra og fordóma gagnvart lyftingum kvenna á Íslandi. Lyftingar eru líka fyrir stelpur og systurnar Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir eru frábært dæmi um lyftingakonur sem eru að blómstra í baráttunni við lóðin. Þuríður Erla og Lilja Lind unnu báðar sína þyngdarflokka á RIG um síðustu helgi og slógu báðar Íslandsmet. Þuríður Erla Helgadóttir setti nýtt íslandsmet í lokatilraun sinni í jafnhendingu (93 kíló) og varð með þeirri lyftu stigahæsta lyftingakona mótsins. Lilja Lind Helgadóttir setti alls fjögur Íslandsmet í 75 kílóa+ flokki kvenna og er núna sú kona sem hefur lyft mestri þyngd yfir alla þyngdarflokka bæði í snörun og jafnhendingu.Ætli þetta sé ekki í genunum „Ætli þetta sé ekki eitthvað í genunum og svo höfum við báðar metnaðinn fyrir þessu. Ég er meira í krossfitinu en Lilja er búin að einblína aðeins meira á ólympískar lyftingar,“ segir Þuríður Erla kát með uppskeru helgarinnar. „Við erum komnir upp í alveg ágætar þyngdir. Ég er líka alveg hætt að vera hrædd við að bomba mér undir stöngina. Það var pínu fyrst þegar maður var að byrja og komin upp í hámarksþyngdir. Núna þegar tæknin er orðin miklu betri þá er maður ekki eins hræddur við það. Ég kann alveg að hoppa frá stönginni ef eitthvað klikkar,“ segir Þuríður. Stelpurnar eru í frábæru formi en þær segja að það séu alltaf fleiri stelpur að koma inn í lyftingarnar. „Já, ég er í góðu formi en ég er þó ekki komin með six-pack enn þá. Vonandi næ ég því einhvern tímann,“ segir Lilja hlæjandi. „Ég er alveg heilluð af þessu sporti. Þetta gerir mann sterkari og maður getur alltaf bætt sig,“ segir Lilja, en margir hafa trú á því að hún geti náð langt í þessu. „Hún er efni í keppniskonu á stórmótum í ólympískum lyftingum. Ég hef heyrt að Lilja eigi alveg erindi inn á Ólympíuleikana,“ segir Þuríður og þangað stefnir litla systir. „Ég væri alveg til í að komast á Evrópumótið sem er á þessu ári og svo vonandi verð ég með í Ríó árið 2016,“ segir Lilja og bætir við: „Þjálfarinn minn segir að ég eigi heima í þessu sporti og geti gert stóra hluti í framtíðinni. Það getur verið mjög stressandi að heyra slíkt og setur mikla pressu á mig. Þetta er bara gaman og ég reyni alltaf mitt besta,“ segir Lilja.Vísir/ValliÞuríður Erla verður 23 ára gömul á þessu ári og er því fimm árum eldri en Lilja. „Ég var í fimleikum þegar ég var lítil og svo í fótbolta og frjálsum þar til að ég byrjaði í krossfit fyrir þremur og hálfu ári. Ég hafði aðeins heyrt um þetta en svo fóru mamma og Lilja á grunnnámskeið. Ég var búin að vera meidd í hnénu og ákvað því að prufa eitthvað nýtt,“ segir Þuríður. „Við mamma byrjuðum á grunnnámskeiði í krossfit í mars fyrir næstum því fjórum árum. Fyrir tveimur árum fór ég síðan aðeins meira yfir í ólympískar lyftingar og hef síðan verið meira í því,“ segir Lilja um sögu sína í lyftingunum. Systurnar studdu hvor aðra á mótinu um helgina og hituðu upp saman en þar sem Lilja er meira í lyftingaprógrammi en Þuríður fylgir krossfitprógrammi þá æfa þær ekki mikið saman. „Ég væri alveg til í að æfa meira með henni,“ segir Þuríður.Mamman líka á fullu Móðir þeirra, Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir, gefur dætrum sínum ekkert eftir í að æfa og keppa. „Mamma er alveg á fullu,“ segir Þuríður og Lilja tekur undir það. Þær mæðgur ræða oft það sem er í gangi í lyftingasalnum en hvað með föður þeirra? „Pabbi er ekki í þessu núna en vonandi kemur hann einhvern tímann inn,“ segir Lilja en eru þær orðnar sterkari en pabbi þeirra? „Já, smá,“ svarar Lilja og skellir upp úr. Fimleikar Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Íslenskar lyftingakonur eru fyrir löngu búnar að brjóta niður alla múra og fordóma gagnvart lyftingum kvenna á Íslandi. Lyftingar eru líka fyrir stelpur og systurnar Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir eru frábært dæmi um lyftingakonur sem eru að blómstra í baráttunni við lóðin. Þuríður Erla og Lilja Lind unnu báðar sína þyngdarflokka á RIG um síðustu helgi og slógu báðar Íslandsmet. Þuríður Erla Helgadóttir setti nýtt íslandsmet í lokatilraun sinni í jafnhendingu (93 kíló) og varð með þeirri lyftu stigahæsta lyftingakona mótsins. Lilja Lind Helgadóttir setti alls fjögur Íslandsmet í 75 kílóa+ flokki kvenna og er núna sú kona sem hefur lyft mestri þyngd yfir alla þyngdarflokka bæði í snörun og jafnhendingu.Ætli þetta sé ekki í genunum „Ætli þetta sé ekki eitthvað í genunum og svo höfum við báðar metnaðinn fyrir þessu. Ég er meira í krossfitinu en Lilja er búin að einblína aðeins meira á ólympískar lyftingar,“ segir Þuríður Erla kát með uppskeru helgarinnar. „Við erum komnir upp í alveg ágætar þyngdir. Ég er líka alveg hætt að vera hrædd við að bomba mér undir stöngina. Það var pínu fyrst þegar maður var að byrja og komin upp í hámarksþyngdir. Núna þegar tæknin er orðin miklu betri þá er maður ekki eins hræddur við það. Ég kann alveg að hoppa frá stönginni ef eitthvað klikkar,“ segir Þuríður. Stelpurnar eru í frábæru formi en þær segja að það séu alltaf fleiri stelpur að koma inn í lyftingarnar. „Já, ég er í góðu formi en ég er þó ekki komin með six-pack enn þá. Vonandi næ ég því einhvern tímann,“ segir Lilja hlæjandi. „Ég er alveg heilluð af þessu sporti. Þetta gerir mann sterkari og maður getur alltaf bætt sig,“ segir Lilja, en margir hafa trú á því að hún geti náð langt í þessu. „Hún er efni í keppniskonu á stórmótum í ólympískum lyftingum. Ég hef heyrt að Lilja eigi alveg erindi inn á Ólympíuleikana,“ segir Þuríður og þangað stefnir litla systir. „Ég væri alveg til í að komast á Evrópumótið sem er á þessu ári og svo vonandi verð ég með í Ríó árið 2016,“ segir Lilja og bætir við: „Þjálfarinn minn segir að ég eigi heima í þessu sporti og geti gert stóra hluti í framtíðinni. Það getur verið mjög stressandi að heyra slíkt og setur mikla pressu á mig. Þetta er bara gaman og ég reyni alltaf mitt besta,“ segir Lilja.Vísir/ValliÞuríður Erla verður 23 ára gömul á þessu ári og er því fimm árum eldri en Lilja. „Ég var í fimleikum þegar ég var lítil og svo í fótbolta og frjálsum þar til að ég byrjaði í krossfit fyrir þremur og hálfu ári. Ég hafði aðeins heyrt um þetta en svo fóru mamma og Lilja á grunnnámskeið. Ég var búin að vera meidd í hnénu og ákvað því að prufa eitthvað nýtt,“ segir Þuríður. „Við mamma byrjuðum á grunnnámskeiði í krossfit í mars fyrir næstum því fjórum árum. Fyrir tveimur árum fór ég síðan aðeins meira yfir í ólympískar lyftingar og hef síðan verið meira í því,“ segir Lilja um sögu sína í lyftingunum. Systurnar studdu hvor aðra á mótinu um helgina og hituðu upp saman en þar sem Lilja er meira í lyftingaprógrammi en Þuríður fylgir krossfitprógrammi þá æfa þær ekki mikið saman. „Ég væri alveg til í að æfa meira með henni,“ segir Þuríður.Mamman líka á fullu Móðir þeirra, Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir, gefur dætrum sínum ekkert eftir í að æfa og keppa. „Mamma er alveg á fullu,“ segir Þuríður og Lilja tekur undir það. Þær mæðgur ræða oft það sem er í gangi í lyftingasalnum en hvað með föður þeirra? „Pabbi er ekki í þessu núna en vonandi kemur hann einhvern tímann inn,“ segir Lilja en eru þær orðnar sterkari en pabbi þeirra? „Já, smá,“ svarar Lilja og skellir upp úr.
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti