Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson og Kári Árnason fagna hér Gylfa Þór Sigurðssyni sem kom Íslandi í 1-0. Vísir/Valli Ísland er í fyrsta sinn frá upphafi með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í undankeppni stórmóts og tekur á móti stórliði Hollands á Laugardalsvelli á mánudagskvöld sem topplið riðilsins. Ekki nóg með það heldur hefur Ísland ekki enn fengið á sig mark en strákarnir unnu í gær afar sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga. Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum en hann hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Varamaðurinn Rúrik Gíslason bætti því þriðja við undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir að Lettland hafði misst mann af velli með rautt spjald en Ísland sótti engu að síður nánast án afláts allan leikinn.Þéttur varnarmúr Letta Strákarnir gáfu tóninn strax á fjórðu mínútu þegar snörp sókn upp vinstri kantinn skilaði góðri sendingu á Jón Daða sem skallaði yfir af stuttu færi. Það reyndist þó nánast eina ógnunin frá Íslandi í teignum í fyrri hálfleik enda var fimm manna varnarlína heimamanna afar þétt. Þar fyrir framan voru þrír miðjumenn sem hættu sér varla af eigin vallarhelmingi. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa ekki vanist því síðustu ár og áratugi að vera nánast í stöðugri sókn á sterkum útivelli í austurhluta Evrópu. Það var þó engu að síður raunin í Ríga. Heimamenn voru sáttir við að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það gekk þó ekki betur en svo að heimamenn áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik – Ísland átta. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Emil Hallfreðsson tvö skot að marki en annars náðu strákarnir lítið að koma hinum 39 ára Aleksandrs Kolinko úr jafnvægi í markinu.Sóknarþunginn jókst Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik, ekki síst eftir að heimamenn misstu Artjoms Rudnevs af velli með rautt spjald. Rudnevs, sem braut á Ara Frey í fyrri hálfleik, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Arons Einars. Sóknarþungi Íslands varð meiri með hverri mínútunni. Lettarnir fóru með varnarlínuna enn nær markinu sínu og Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða. Jón Daði komst í færi, Gylfi og Emil sömuleiðis. Það var svo á 66. mínútu að síendurtekin högg íslensku sóknarinnar náði loksins að brjóta gat á lettneska múrinn. Það gerði Gylfi Þór með glæsilegri afgreiðslu í teignum eftir góða sendingu Arons Einars. Eftir stutta töf á leiknum vegna meiðsla dómarans náði landsliðsfyrirliðinn sjálfur að koma sér á blað og skora þar með sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum. Aron Einar skallaði fyrirgjöf Emils úr aukaspyrnu laglega í fjærhornið og kom Íslandi í afar þægilega stöðu. Einbeitingarleysi á lokamínútunum kom þó strákunum í koll og þeir voru næstum búnir að fá mark á sig þegar Ari Freyr Skúlason hreinsaði á línu á 84. mínútu. En nær komust heimamenn ekki og Rúrik rak síðasta naglann í kistu heimamanna er hann skoraði eftir laglegan sprett þegar lítið var eftir.Þolinmæðin borgaði sig Niðurstaðan frábær sigur okkar manna sem afgreiddu þennan leik frábærlega. Þolinmæðin skilaði sér og það var einkar gaman að sjá leikmönnum farast svo vel úr hendi að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og vera einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Síðast þegar þessi tvö lið mættust í undankeppni stórmóts skoruðu Lettar átta mörk gegn Íslandi í tveimur leikjum. Þó svo að aðeins átta ár séu síðan er breytingin á íslenska landsliðinu slík að það er, sem betur fer, ekkert annað en óljós minning. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Ísland er í fyrsta sinn frá upphafi með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í undankeppni stórmóts og tekur á móti stórliði Hollands á Laugardalsvelli á mánudagskvöld sem topplið riðilsins. Ekki nóg með það heldur hefur Ísland ekki enn fengið á sig mark en strákarnir unnu í gær afar sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga. Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum en hann hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Varamaðurinn Rúrik Gíslason bætti því þriðja við undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir að Lettland hafði misst mann af velli með rautt spjald en Ísland sótti engu að síður nánast án afláts allan leikinn.Þéttur varnarmúr Letta Strákarnir gáfu tóninn strax á fjórðu mínútu þegar snörp sókn upp vinstri kantinn skilaði góðri sendingu á Jón Daða sem skallaði yfir af stuttu færi. Það reyndist þó nánast eina ógnunin frá Íslandi í teignum í fyrri hálfleik enda var fimm manna varnarlína heimamanna afar þétt. Þar fyrir framan voru þrír miðjumenn sem hættu sér varla af eigin vallarhelmingi. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa ekki vanist því síðustu ár og áratugi að vera nánast í stöðugri sókn á sterkum útivelli í austurhluta Evrópu. Það var þó engu að síður raunin í Ríga. Heimamenn voru sáttir við að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það gekk þó ekki betur en svo að heimamenn áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik – Ísland átta. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Emil Hallfreðsson tvö skot að marki en annars náðu strákarnir lítið að koma hinum 39 ára Aleksandrs Kolinko úr jafnvægi í markinu.Sóknarþunginn jókst Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik, ekki síst eftir að heimamenn misstu Artjoms Rudnevs af velli með rautt spjald. Rudnevs, sem braut á Ara Frey í fyrri hálfleik, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Arons Einars. Sóknarþungi Íslands varð meiri með hverri mínútunni. Lettarnir fóru með varnarlínuna enn nær markinu sínu og Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða. Jón Daði komst í færi, Gylfi og Emil sömuleiðis. Það var svo á 66. mínútu að síendurtekin högg íslensku sóknarinnar náði loksins að brjóta gat á lettneska múrinn. Það gerði Gylfi Þór með glæsilegri afgreiðslu í teignum eftir góða sendingu Arons Einars. Eftir stutta töf á leiknum vegna meiðsla dómarans náði landsliðsfyrirliðinn sjálfur að koma sér á blað og skora þar með sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum. Aron Einar skallaði fyrirgjöf Emils úr aukaspyrnu laglega í fjærhornið og kom Íslandi í afar þægilega stöðu. Einbeitingarleysi á lokamínútunum kom þó strákunum í koll og þeir voru næstum búnir að fá mark á sig þegar Ari Freyr Skúlason hreinsaði á línu á 84. mínútu. En nær komust heimamenn ekki og Rúrik rak síðasta naglann í kistu heimamanna er hann skoraði eftir laglegan sprett þegar lítið var eftir.Þolinmæðin borgaði sig Niðurstaðan frábær sigur okkar manna sem afgreiddu þennan leik frábærlega. Þolinmæðin skilaði sér og það var einkar gaman að sjá leikmönnum farast svo vel úr hendi að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og vera einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Síðast þegar þessi tvö lið mættust í undankeppni stórmóts skoruðu Lettar átta mörk gegn Íslandi í tveimur leikjum. Þó svo að aðeins átta ár séu síðan er breytingin á íslenska landsliðinu slík að það er, sem betur fer, ekkert annað en óljós minning.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira