Fullkomin byrjun og nú er bara að nýta það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 00:01 Hollendingar mæta í Laugardalinn í kvöld og mæta þar íslenska landsliðinu í metaham. Í fyrsta sinn í sögunni hefur íslenska landsliðið fullt hús og hreint mark eftir tvo leiki. Eins og sjá má fyrir ofan þá er markatalan í ár í sérflokki hvað varðar sögu Íslands í undankeppnum. „Þetta er fullkomin byrjun og nú er bara að nýta það og taka það með sér inn í þennan erfiða leik á móti Hollandi,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður. Theódór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason hafa skilað bakvarðarstöðunum með miklum sóma en þeir eru vanalega miðjumenn. „Við erum með marga leikmenn sem eru vanalega miðjumenn. Það er ég, Theódór Elmar, Emil Hallfreðs, Birkir Bjarna og svo auðvitað Aron og Gylfi. Það þýðir kannski að við erum vel spilandi lið og getum leyst erfiðar stöður,“ sagði Ari Freyr Skúlason. Ari Freyr kom inn í vinstri bakvörðinn í síðustu keppni og nú leikur Theódór Elmar það eftir.Theódór Elmar Bjarnason hefur spilað mjög vel.Vísir/Getty„Elmar er búinn að koma frábærlega inn í liðið. Mér finnst hann búinn að vera gallalaus í þessum tveimur leikjum,“ sagði Ari um kollega sinn hinum megin. „Ég er búinn að vera sáttur við mína frammistöðu,“ sagði Theódór Elmar. „Ég er ekki vanur því að spila bakvörðinn og þetta er aðeins öðru vísi fókus. Það hefur gengið vel og ég er líka með Kára og Ragga sem eru við hliðina á mér og að tala við mig. Þeir hafa leiðbeint mér vel þannig að það hefur verið auðvelt að aðlagast.“ „Ef við ætlum að enda í fyrstu tveimur sætunum þá getum við ekki verið að sætta okkur við tap þótt að þeir séu besta lið í heimi. Ef við verðum skynsamir á morgun og allir ná sínum toppleik eins og á móti Tyrkjum þá getum við náð fínum úrslitum,“ sagði Theódór Elmar. Hollendingar eru þegar búnir að tapa einum leik og pressan er mun meiri á þeim. „Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hins vegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá eru að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega,“ sagði Hannes.Ari Freyr Skúlason í sigurleiknum á móti Tyrklandi.Vísir/GettyAri hefur fulla trú á góðum úrslitum. „Ef við höldum okkar striki áfram, trúum á okkur og höldum áfram að berjast hver fyrir annan þá mun þetta ganga vel. Þeir eru örugglega smá smeykir við okkur en sýna okkur samt virðingu. Það á ekki að vera létt að koma til Íslands,“ sagði Ari Freyr að lokum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir markatölu íslenska landsliðsins eftir tvo fyrstu leikina í undankeppni EM og HM síðan að íslenska landsliðið tók fyrst þátt í riðlakeppni fyrir HM 1974.Hannes Þór Halldórsson fagnar hér einu af sex mörkum íslenska liðsins.Vísir/Gettyxxx EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink Það er spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 19:29 Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. 12. október 2014 18:45 Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og "gamla" Ísland. 12. október 2014 16:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Hollendingum var svolítið kalt í Dalnum í kvöld - myndir Hollenska landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í kvöld en framundan er leikur á móti sjóðheitu íslensku landsliði á sama stað klukkan 18.45 annað kvöld. Íslenska landsliðið getur náð sex stiga forskoti á Holland með sigri. 12. október 2014 20:38 Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. 12. október 2014 15:30 Ragnar: Ætlum að spila góðan sóknarleik Ragnar Sigurðsson, varnarjaxl Íslands, er spenntur að spila gegn eins sterkum leikmönnum og Robin van Persie og Arjen Robben. 12. október 2014 22:30 Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 21:45 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Hiddink: Svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið | Myndband Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins, hitti her hollenska blaðamanna fyrir æfingu liðsins í kvöld og blaðamannafundur hans fór að mestu fram á hollensku. Hiddink svaraði þó einni spurningu á ensku og hrósaði þar íslenska landsliðinu. 12. október 2014 19:41 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Hollendingar mæta í Laugardalinn í kvöld og mæta þar íslenska landsliðinu í metaham. Í fyrsta sinn í sögunni hefur íslenska landsliðið fullt hús og hreint mark eftir tvo leiki. Eins og sjá má fyrir ofan þá er markatalan í ár í sérflokki hvað varðar sögu Íslands í undankeppnum. „Þetta er fullkomin byrjun og nú er bara að nýta það og taka það með sér inn í þennan erfiða leik á móti Hollandi,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður. Theódór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason hafa skilað bakvarðarstöðunum með miklum sóma en þeir eru vanalega miðjumenn. „Við erum með marga leikmenn sem eru vanalega miðjumenn. Það er ég, Theódór Elmar, Emil Hallfreðs, Birkir Bjarna og svo auðvitað Aron og Gylfi. Það þýðir kannski að við erum vel spilandi lið og getum leyst erfiðar stöður,“ sagði Ari Freyr Skúlason. Ari Freyr kom inn í vinstri bakvörðinn í síðustu keppni og nú leikur Theódór Elmar það eftir.Theódór Elmar Bjarnason hefur spilað mjög vel.Vísir/Getty„Elmar er búinn að koma frábærlega inn í liðið. Mér finnst hann búinn að vera gallalaus í þessum tveimur leikjum,“ sagði Ari um kollega sinn hinum megin. „Ég er búinn að vera sáttur við mína frammistöðu,“ sagði Theódór Elmar. „Ég er ekki vanur því að spila bakvörðinn og þetta er aðeins öðru vísi fókus. Það hefur gengið vel og ég er líka með Kára og Ragga sem eru við hliðina á mér og að tala við mig. Þeir hafa leiðbeint mér vel þannig að það hefur verið auðvelt að aðlagast.“ „Ef við ætlum að enda í fyrstu tveimur sætunum þá getum við ekki verið að sætta okkur við tap þótt að þeir séu besta lið í heimi. Ef við verðum skynsamir á morgun og allir ná sínum toppleik eins og á móti Tyrkjum þá getum við náð fínum úrslitum,“ sagði Theódór Elmar. Hollendingar eru þegar búnir að tapa einum leik og pressan er mun meiri á þeim. „Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hins vegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá eru að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega,“ sagði Hannes.Ari Freyr Skúlason í sigurleiknum á móti Tyrklandi.Vísir/GettyAri hefur fulla trú á góðum úrslitum. „Ef við höldum okkar striki áfram, trúum á okkur og höldum áfram að berjast hver fyrir annan þá mun þetta ganga vel. Þeir eru örugglega smá smeykir við okkur en sýna okkur samt virðingu. Það á ekki að vera létt að koma til Íslands,“ sagði Ari Freyr að lokum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir markatölu íslenska landsliðsins eftir tvo fyrstu leikina í undankeppni EM og HM síðan að íslenska landsliðið tók fyrst þátt í riðlakeppni fyrir HM 1974.Hannes Þór Halldórsson fagnar hér einu af sex mörkum íslenska liðsins.Vísir/Gettyxxx
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink Það er spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 19:29 Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. 12. október 2014 18:45 Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og "gamla" Ísland. 12. október 2014 16:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Hollendingum var svolítið kalt í Dalnum í kvöld - myndir Hollenska landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í kvöld en framundan er leikur á móti sjóðheitu íslensku landsliði á sama stað klukkan 18.45 annað kvöld. Íslenska landsliðið getur náð sex stiga forskoti á Holland með sigri. 12. október 2014 20:38 Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. 12. október 2014 15:30 Ragnar: Ætlum að spila góðan sóknarleik Ragnar Sigurðsson, varnarjaxl Íslands, er spenntur að spila gegn eins sterkum leikmönnum og Robin van Persie og Arjen Robben. 12. október 2014 22:30 Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 21:45 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Hiddink: Svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið | Myndband Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins, hitti her hollenska blaðamanna fyrir æfingu liðsins í kvöld og blaðamannafundur hans fór að mestu fram á hollensku. Hiddink svaraði þó einni spurningu á ensku og hrósaði þar íslenska landsliðinu. 12. október 2014 19:41 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink Það er spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 19:29
Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. 12. október 2014 18:45
Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og "gamla" Ísland. 12. október 2014 16:30
Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15
Hollendingum var svolítið kalt í Dalnum í kvöld - myndir Hollenska landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í kvöld en framundan er leikur á móti sjóðheitu íslensku landsliði á sama stað klukkan 18.45 annað kvöld. Íslenska landsliðið getur náð sex stiga forskoti á Holland með sigri. 12. október 2014 20:38
Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. 12. október 2014 15:30
Ragnar: Ætlum að spila góðan sóknarleik Ragnar Sigurðsson, varnarjaxl Íslands, er spenntur að spila gegn eins sterkum leikmönnum og Robin van Persie og Arjen Robben. 12. október 2014 22:30
Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 21:45
Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12
Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05
Hiddink: Svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið | Myndband Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins, hitti her hollenska blaðamanna fyrir æfingu liðsins í kvöld og blaðamannafundur hans fór að mestu fram á hollensku. Hiddink svaraði þó einni spurningu á ensku og hrósaði þar íslenska landsliðinu. 12. október 2014 19:41