Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 08:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti