„Sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 09:00 Katelyn Ohashi í æfingu á gófli þar sem hún hefur svo oft fengið tíu í einkunn. Getty/Katharine Lotze Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti