Holland í undanúrslit í fyrsta sinn á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. júní 2019 15:00 Hollensku stelpurnar eru komnar í undanúrslit vísir/getty Evrópumeistarar Hollands spila til undanúrslita á HM kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á Ítalíu í 8-liða úrslitunum í dag. Fyrri hálfleikur var markalaus og lítið um færi. Hollenska liðið var mun meira með boltann en það voru þær ítölsku sem áttu hættulegri færi. Appelsínugulir Hollendingar komu hins vegar miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og óðu í færum. Fyrsta mark leiksins kom á 70. mínútu. Frábær aukaspyrna frá Sheria Spitse inn á teiginn sem Vivianne Miedema skallaði í netið. Laura Giuliani var með hendur á boltanum en gat ekki haldið honum úti. Tíu mínútum síðar skoraði Stefanie van der Gragt og gerði út um leikinn. Aftur var það Spitse sem átti aukaspyrnu inn í teiginn, ítalska vörnin náði ekki að koma boltanum frá og van der Gragt skallaði í netið. Fleiri urðu mörkin ekki, Holland vann 2-0 og fer í undanúrslit á HM í fyrsta skipti í sögunni. HM 2019 í Frakklandi Holland
Evrópumeistarar Hollands spila til undanúrslita á HM kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á Ítalíu í 8-liða úrslitunum í dag. Fyrri hálfleikur var markalaus og lítið um færi. Hollenska liðið var mun meira með boltann en það voru þær ítölsku sem áttu hættulegri færi. Appelsínugulir Hollendingar komu hins vegar miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og óðu í færum. Fyrsta mark leiksins kom á 70. mínútu. Frábær aukaspyrna frá Sheria Spitse inn á teiginn sem Vivianne Miedema skallaði í netið. Laura Giuliani var með hendur á boltanum en gat ekki haldið honum úti. Tíu mínútum síðar skoraði Stefanie van der Gragt og gerði út um leikinn. Aftur var það Spitse sem átti aukaspyrnu inn í teiginn, ítalska vörnin náði ekki að koma boltanum frá og van der Gragt skallaði í netið. Fleiri urðu mörkin ekki, Holland vann 2-0 og fer í undanúrslit á HM í fyrsta skipti í sögunni.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti