Venesúela í 8-liða úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2019 20:45 Darwin Machís skoraði tvívegis gegn Bólivíu. vísir/getty Venesúela tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar með 0-2 sigri á Bólivíu í lokaleik sínum í A-riðli í kvöld. Venesúelamenn enduðu í 2. sæti riðilsins með fimm stig, tveimur stigum á eftir Brössum sem unnu Perúmenn örugglega í kvöld. Bólivíumenn eru hins vegar úr leik en þeir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í riðlinum. Darwin Machís skoraði tvö mörk fyrir Venesúela í kvöld. Það fyrra kom strax á 2. mínútu. Machis skallaði þá fyrirgjöf Ronald Hernández í netið. Á 55. mínútu skoraði Machís svo sitt annað mark með skoti í fjærhornið. Leonel Justiniano minnkaði muninn fyrir Bólivíu á 82. mínútu en fimm mínútum síðar jók Josef Martínez forskot Venesúela aftur í tvö mörk þegar hann skallaði fyrirgjöf Yefersons Soteldo í netið. Lokatölur 1-3, Venesúelamönnum í vil. Copa América
Venesúela tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar með 0-2 sigri á Bólivíu í lokaleik sínum í A-riðli í kvöld. Venesúelamenn enduðu í 2. sæti riðilsins með fimm stig, tveimur stigum á eftir Brössum sem unnu Perúmenn örugglega í kvöld. Bólivíumenn eru hins vegar úr leik en þeir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í riðlinum. Darwin Machís skoraði tvö mörk fyrir Venesúela í kvöld. Það fyrra kom strax á 2. mínútu. Machis skallaði þá fyrirgjöf Ronald Hernández í netið. Á 55. mínútu skoraði Machís svo sitt annað mark með skoti í fjærhornið. Leonel Justiniano minnkaði muninn fyrir Bólivíu á 82. mínútu en fimm mínútum síðar jók Josef Martínez forskot Venesúela aftur í tvö mörk þegar hann skallaði fyrirgjöf Yefersons Soteldo í netið. Lokatölur 1-3, Venesúelamönnum í vil.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti