„Ísmaðurinn“ orðinn leiður á að vera vondi karlinn í pílunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:30 Gerwyn Price fagnar sigri. Getty/Harry Trump Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Pílukast Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2.
Pílukast Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik