Íslandsmeistarar dagsins: Fyrstu titlar kvennaliða Hauka á Ásvöllum og sá rússneski hjá KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 12:30 Haukakonur unnu alla leiki sína í úrslitakeppninni vorið 2001 og fyrirsögnin í DV var sjö-núll. Skjámynd/DV Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa þrjú lið orðið Íslandsmeistarar 7. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru karlalið KR í körfubolta sem vann áttunda Íslandsmeistaratitil karlaliðs félagsins 7. apríl 1990, kvennalið Hauka í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 7. apríl 2001 og kvennalið Hauka í körfubolta sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 7. apríl 2006. Opnaí íþróttablaði Morgunblaðsins um Íslandsmeistaratitil KR-ingar vorið 1990.Skjámynd/Morgunblaðið Ég var búinn að bíða lengi eftir þessum KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni tvö ár í röð við lok áttunda áratugarsins en voru búnir að bíða eftir honum í ellefu ár þegar kom að 1989-90 tímabilinu. Ungverski þjálfarinn László Németh var þarna á sínu öðru tímabili með liðið og hafði farið með það alla leið í lokaúrslitin árið á undan. Nú var hann hins vegar búinn að fá hinn frábæra rússneska Anatolij Kovtum til liðsins auk þess sem Axel Nikulásson kom frá Keflavík og leikreyndar stjörnur KR-liðsins eins og þeir Páll Kolbeinsson, Guðni Guðnason og Birgir Mikaelsson mættu reynslunni ríkari frá árinu áður. KR-liðið var yfirburðarlið á þessu tímabili, vann 90 prósent leikja sinna á Íslandsmótinu og alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. KR vann 3-0 sigur á Keflavík í lokaúrslitunum og hefndi fyrir tapið á móti Keflavík í oddaleik árið á undan. „Ég var búinn að bíða lengi eftir þessum — allt of lengi. Markmið okkar í vetur var að gera betur en í fyrra. Það tókst. Það sem við höfum umfram Suðurnesjaliðin er að við erum mjög sterk liðsheild — þeir byggja meira á einstaklingum. Ég hafði á tilfinningunni í dag, og jafnvel í leiknum í Keflavík, að þeir hefðu sætt sig við tap. Þeir voru alltaf á eftir okkur," sagði Guðni Guðnason, fyrirliði KR, við Morgunblaðið eftir að hann hafði hampað Íslandsbikarnum. „Sigurinn var mjög sætur. Sætari en í fyrra? Já, vegna þess að þessi vannst í dag," sagði Axel Nikulásson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann varð einmitt meistari með Keflavík árið á undan. Axel var sá eini í leikmannahópi KR sem hafði fengið að hampa hinum glæsilega Íslandsbikar, „Að mínu mati erum við með besta útlendinginn [Anatolij Kovtum],besta leikstjórnandann [Páll Kolbeinsson] og besta þjálfarann [Laszlo Nemeth]. Svo þegar við erum með menn eins- og Bigga [Birgi Mikaelsson], Guðna [Guðnason] og og Matta [Matthías Einarsson] þá getum við ekki annað en náð góðum árangri," sagði Axel. KR Íslandsmeistari 1990 Úrvalsdeild karla í körfubolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi Þjálfari: Laszlo Nemeth Fyrirliði: Guðni Ó. Guðnason Árangur: 23 sigrar og 3 töp í 26 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 90 prósent sigurhlutfall (28-3) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Páll Kolbeinsson 53 stig (17,7 í leik) Guðni Ó. Guðnason 44 stig (14,7) Anatolij Kovtum 41 stig (13,7) Birgir Mikaelsson 35 stig (11,7) Axel A Nikulásson 31 stig (10,3) Matthías Einarsson 21 stig (7,0) Umfjöllun um sigur Haukaliðsins í Morgunblaðinu vorið 2001.Skjámynd/Morgunblaðið Ég get ekki sagt annað en að ég hætti á toppnum Haukakonur áttu líka magnað tímabil í kvennahandboltanum tímabilið 2000 til 2001. Þær misstu reyndar af bikarmeistaratitlinum en voru östöðvandi í deild og úrslitakeppni þar sem þær unnu alla sjö leiki sína. Haukakonur höfðu ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan að þær tóku tvo í röð á árunum 1996 til 1997 en voru nú aftur búnar að mynda frábært lið undir stjórn Ragnars Hermannssonar. Í einu stærsta hlutverkinu var leikmaður sem var í lykilhlutverki bæði 1996 og 1997 en kvaddi nú liðið á toppnum. Það var hin frábæra Auður Hermannsdóttir. „Ég get ekki sagt annað en að ég hætti á toppnum og ég skil rosalega sátt við handboltann eftir að hafa unnið titilinn. Raggi þjálfari á rosalega mikið í þessum titli. Hann tók okkur alveg í gegn og kom okkur í svakaform og við erum að uppskera laun erfiðisins. Það kom ekki til greina annað en að vinna ÍBV örugglega enda vildum við sýna og sanna að tapið á móti ÍBV í bikarkeppninni var hálfgert slys af okkar hálfu,“ sagði Auður Hermannsdóttir sem hætti þarna í handboltanum 28 ára og flutti til Lúxemborgar. Harpa Melsted, Thelma B. Árnadóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir voru líka með í hinum meistaraliðum Haukanna en þetta var í fyrsta sinn sem þær unnu titilinn síðan félagið eignaðist íþróttahúsið sitt á Ásvöllum. „Við vorum ákveðnari og hungraðri en þær allt frá byrjun úrslitanna og við ætluðum ekki að láta þær taka af okkur annan bikar í vetur. Mér fannst úthaldið og krafturinn vera meiri hjá okkur í heildina séð en þó sérstaklega þegar virkilega reyndi á. Þessi lið lið eru þau langbestu i dag og í hreinskilni sagt þá bjóst ég ekki við að vinna 3-0," sagði hinn eitilharði fyrirliði Haukanna, Harpa Melsted. Haukar Íslandsmeistari 2001 Nissandeild kvenna í handbolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Ragnar Hermannsson Fyrirliði: Harpa Melsteð Árangur: 16 sigrar og 2 töp í 18 deildarleikjum 7 sigrar og 0 töp í 7 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23 sigrar í 25 leikjum) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Auður Hermannsdóttir 17 mörk (7 víti) Hanna Guðrún Stefánsdóttir 13 mörk Brynja Dögg Steinsen 11 mörk (6 víti) Harpa Melsteð 10 mörk Thelma Björk Árnadóttir 9 mörk Inga Fríða Tryggvadóttir 9 mörk (2 víti) Tinna Björk Halldórsdóttir 5 mörk Heiða Erlingsdóttir 4 mörk Umfjöllun um Haukaliðið og fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í DV vorið 2006.Skjámynd/DV Nú verðum við að taka alla á næsta ári Annað Haukalið vann sögulegan titil á þessum sama degi fimm árum síðar þegar kvennalið Hauka í körfubolta vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Liðið var aftur á móti gjörólíkt hinu reynslumikla handboltaliði Hauka frá 2001 því þetta Haukalið var að mestu skipað kornungum körfuboltakonum í risahlutverkum með hina átján ára gömlu Helenu Sverrisdóttur í forystuhlutverki. Ágúst Björgvinsson hafði tekið við Haukaliðinu tímabilið á undan og það hafði þá orðið bikarmeistari sem nýliði í deildinni. Nú klikkaði titilvörnin í bikarnum en liðið vann í staðinn þann stóra. Haukaliðið naut reyndar góðs að því að með liðinu spilaði hin magnaða Megan Mahoney sem var leikmaður í WNBA-deildinni en var að koma til baka eftir erfið meiðsli.Megan Mahoney sýndi styrk sinn í lokaúrslitunum á móti Keflavík en Keflavíkurliðið hafði þarna orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Nú réðu þær keflvísku ekkert við ungt Haukalið sem vann lokaúrslitin 3-0. Megan Mahoney var með 32,0 stig, 14,7 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og var kosinn best en Helena kom ekki langt á eftir með 18,0 stig, 13,0 fráköst og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kannski ekkert skrýtið að Haukaliðið hafi unnið einvígið í þremur leikjum. „Við ætluðum að fara í Evrópukeppni og gera okkar besta á ótroðnum slóðum. Svo stefndum við á sigur í bikar og ná í Íslandsmeistaratitil. Við náðum einum af þeim og bættum svo við okkur Powerade-bikar og deilda- meistaratitli. Við vorum dálítið hrædd við deildina því það var mikið álag á liðinu með ferðalögum og fleiru en liðið stóðst prófið. Það hjálpaði mikið til að hópurinn er stór,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Haukaliðsins. „Við byrjuðum glæsilega en höfðum beðið svo lengi eftir þessum leik að ég held að það hafi orðið eitthvað spennufall en við gerðum samt út um leikinn og það skiptir öllu máli. Við vorum fullar sjálfstrausts, sem er gott og ekki of öruggar með okkur. Ég er mjög ánægð með veturinn, það var að vísu sárt að missa af bikarmeistara titlinum en við tókum aðra sem voru í boði. Nú verðum við að taka alla á næsta ári,“ sagði Helena Sverrisdóttir og Haukastelpurnar stóðu við þau orð því þær unnu alla titla í boði tímabilið 2006-07. Haukar Íslandsmeistari 2006 Iceland Express-deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Ágúst Björgvinsson Fyrirliði: Helena Sverrisdóttir Árangur: 19 sigrar og 1 tap í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 1 tap í 6 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (24-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Megan Mahoney 96 stig (32,0 í leik) Helena Sverrisdóttir 54 stig (18,0) Pálína María Gunnlaugsdóttir 35 stig (11,7) Kristrún Sigurjónsdóttir 19 stig (6,3) Ösp Jóhannsdóttir 14 stig (4,7) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9 stig (3,0) Unnur Tara Jónsdóttir 8 stig (2,7) Hanna Hálfdanardóttir 8 stig (2,7) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa þrjú lið orðið Íslandsmeistarar 7. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru karlalið KR í körfubolta sem vann áttunda Íslandsmeistaratitil karlaliðs félagsins 7. apríl 1990, kvennalið Hauka í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 7. apríl 2001 og kvennalið Hauka í körfubolta sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 7. apríl 2006. Opnaí íþróttablaði Morgunblaðsins um Íslandsmeistaratitil KR-ingar vorið 1990.Skjámynd/Morgunblaðið Ég var búinn að bíða lengi eftir þessum KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni tvö ár í röð við lok áttunda áratugarsins en voru búnir að bíða eftir honum í ellefu ár þegar kom að 1989-90 tímabilinu. Ungverski þjálfarinn László Németh var þarna á sínu öðru tímabili með liðið og hafði farið með það alla leið í lokaúrslitin árið á undan. Nú var hann hins vegar búinn að fá hinn frábæra rússneska Anatolij Kovtum til liðsins auk þess sem Axel Nikulásson kom frá Keflavík og leikreyndar stjörnur KR-liðsins eins og þeir Páll Kolbeinsson, Guðni Guðnason og Birgir Mikaelsson mættu reynslunni ríkari frá árinu áður. KR-liðið var yfirburðarlið á þessu tímabili, vann 90 prósent leikja sinna á Íslandsmótinu og alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. KR vann 3-0 sigur á Keflavík í lokaúrslitunum og hefndi fyrir tapið á móti Keflavík í oddaleik árið á undan. „Ég var búinn að bíða lengi eftir þessum — allt of lengi. Markmið okkar í vetur var að gera betur en í fyrra. Það tókst. Það sem við höfum umfram Suðurnesjaliðin er að við erum mjög sterk liðsheild — þeir byggja meira á einstaklingum. Ég hafði á tilfinningunni í dag, og jafnvel í leiknum í Keflavík, að þeir hefðu sætt sig við tap. Þeir voru alltaf á eftir okkur," sagði Guðni Guðnason, fyrirliði KR, við Morgunblaðið eftir að hann hafði hampað Íslandsbikarnum. „Sigurinn var mjög sætur. Sætari en í fyrra? Já, vegna þess að þessi vannst í dag," sagði Axel Nikulásson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann varð einmitt meistari með Keflavík árið á undan. Axel var sá eini í leikmannahópi KR sem hafði fengið að hampa hinum glæsilega Íslandsbikar, „Að mínu mati erum við með besta útlendinginn [Anatolij Kovtum],besta leikstjórnandann [Páll Kolbeinsson] og besta þjálfarann [Laszlo Nemeth]. Svo þegar við erum með menn eins- og Bigga [Birgi Mikaelsson], Guðna [Guðnason] og og Matta [Matthías Einarsson] þá getum við ekki annað en náð góðum árangri," sagði Axel. KR Íslandsmeistari 1990 Úrvalsdeild karla í körfubolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi Þjálfari: Laszlo Nemeth Fyrirliði: Guðni Ó. Guðnason Árangur: 23 sigrar og 3 töp í 26 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 90 prósent sigurhlutfall (28-3) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Páll Kolbeinsson 53 stig (17,7 í leik) Guðni Ó. Guðnason 44 stig (14,7) Anatolij Kovtum 41 stig (13,7) Birgir Mikaelsson 35 stig (11,7) Axel A Nikulásson 31 stig (10,3) Matthías Einarsson 21 stig (7,0) Umfjöllun um sigur Haukaliðsins í Morgunblaðinu vorið 2001.Skjámynd/Morgunblaðið Ég get ekki sagt annað en að ég hætti á toppnum Haukakonur áttu líka magnað tímabil í kvennahandboltanum tímabilið 2000 til 2001. Þær misstu reyndar af bikarmeistaratitlinum en voru östöðvandi í deild og úrslitakeppni þar sem þær unnu alla sjö leiki sína. Haukakonur höfðu ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan að þær tóku tvo í röð á árunum 1996 til 1997 en voru nú aftur búnar að mynda frábært lið undir stjórn Ragnars Hermannssonar. Í einu stærsta hlutverkinu var leikmaður sem var í lykilhlutverki bæði 1996 og 1997 en kvaddi nú liðið á toppnum. Það var hin frábæra Auður Hermannsdóttir. „Ég get ekki sagt annað en að ég hætti á toppnum og ég skil rosalega sátt við handboltann eftir að hafa unnið titilinn. Raggi þjálfari á rosalega mikið í þessum titli. Hann tók okkur alveg í gegn og kom okkur í svakaform og við erum að uppskera laun erfiðisins. Það kom ekki til greina annað en að vinna ÍBV örugglega enda vildum við sýna og sanna að tapið á móti ÍBV í bikarkeppninni var hálfgert slys af okkar hálfu,“ sagði Auður Hermannsdóttir sem hætti þarna í handboltanum 28 ára og flutti til Lúxemborgar. Harpa Melsted, Thelma B. Árnadóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir voru líka með í hinum meistaraliðum Haukanna en þetta var í fyrsta sinn sem þær unnu titilinn síðan félagið eignaðist íþróttahúsið sitt á Ásvöllum. „Við vorum ákveðnari og hungraðri en þær allt frá byrjun úrslitanna og við ætluðum ekki að láta þær taka af okkur annan bikar í vetur. Mér fannst úthaldið og krafturinn vera meiri hjá okkur í heildina séð en þó sérstaklega þegar virkilega reyndi á. Þessi lið lið eru þau langbestu i dag og í hreinskilni sagt þá bjóst ég ekki við að vinna 3-0," sagði hinn eitilharði fyrirliði Haukanna, Harpa Melsted. Haukar Íslandsmeistari 2001 Nissandeild kvenna í handbolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Ragnar Hermannsson Fyrirliði: Harpa Melsteð Árangur: 16 sigrar og 2 töp í 18 deildarleikjum 7 sigrar og 0 töp í 7 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23 sigrar í 25 leikjum) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Auður Hermannsdóttir 17 mörk (7 víti) Hanna Guðrún Stefánsdóttir 13 mörk Brynja Dögg Steinsen 11 mörk (6 víti) Harpa Melsteð 10 mörk Thelma Björk Árnadóttir 9 mörk Inga Fríða Tryggvadóttir 9 mörk (2 víti) Tinna Björk Halldórsdóttir 5 mörk Heiða Erlingsdóttir 4 mörk Umfjöllun um Haukaliðið og fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í DV vorið 2006.Skjámynd/DV Nú verðum við að taka alla á næsta ári Annað Haukalið vann sögulegan titil á þessum sama degi fimm árum síðar þegar kvennalið Hauka í körfubolta vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Liðið var aftur á móti gjörólíkt hinu reynslumikla handboltaliði Hauka frá 2001 því þetta Haukalið var að mestu skipað kornungum körfuboltakonum í risahlutverkum með hina átján ára gömlu Helenu Sverrisdóttur í forystuhlutverki. Ágúst Björgvinsson hafði tekið við Haukaliðinu tímabilið á undan og það hafði þá orðið bikarmeistari sem nýliði í deildinni. Nú klikkaði titilvörnin í bikarnum en liðið vann í staðinn þann stóra. Haukaliðið naut reyndar góðs að því að með liðinu spilaði hin magnaða Megan Mahoney sem var leikmaður í WNBA-deildinni en var að koma til baka eftir erfið meiðsli.Megan Mahoney sýndi styrk sinn í lokaúrslitunum á móti Keflavík en Keflavíkurliðið hafði þarna orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Nú réðu þær keflvísku ekkert við ungt Haukalið sem vann lokaúrslitin 3-0. Megan Mahoney var með 32,0 stig, 14,7 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og var kosinn best en Helena kom ekki langt á eftir með 18,0 stig, 13,0 fráköst og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kannski ekkert skrýtið að Haukaliðið hafi unnið einvígið í þremur leikjum. „Við ætluðum að fara í Evrópukeppni og gera okkar besta á ótroðnum slóðum. Svo stefndum við á sigur í bikar og ná í Íslandsmeistaratitil. Við náðum einum af þeim og bættum svo við okkur Powerade-bikar og deilda- meistaratitli. Við vorum dálítið hrædd við deildina því það var mikið álag á liðinu með ferðalögum og fleiru en liðið stóðst prófið. Það hjálpaði mikið til að hópurinn er stór,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Haukaliðsins. „Við byrjuðum glæsilega en höfðum beðið svo lengi eftir þessum leik að ég held að það hafi orðið eitthvað spennufall en við gerðum samt út um leikinn og það skiptir öllu máli. Við vorum fullar sjálfstrausts, sem er gott og ekki of öruggar með okkur. Ég er mjög ánægð með veturinn, það var að vísu sárt að missa af bikarmeistara titlinum en við tókum aðra sem voru í boði. Nú verðum við að taka alla á næsta ári,“ sagði Helena Sverrisdóttir og Haukastelpurnar stóðu við þau orð því þær unnu alla titla í boði tímabilið 2006-07. Haukar Íslandsmeistari 2006 Iceland Express-deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Ágúst Björgvinsson Fyrirliði: Helena Sverrisdóttir Árangur: 19 sigrar og 1 tap í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 1 tap í 6 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (24-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Megan Mahoney 96 stig (32,0 í leik) Helena Sverrisdóttir 54 stig (18,0) Pálína María Gunnlaugsdóttir 35 stig (11,7) Kristrún Sigurjónsdóttir 19 stig (6,3) Ösp Jóhannsdóttir 14 stig (4,7) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9 stig (3,0) Unnur Tara Jónsdóttir 8 stig (2,7) Hanna Hálfdanardóttir 8 stig (2,7)
KR Íslandsmeistari 1990 Úrvalsdeild karla í körfubolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi Þjálfari: Laszlo Nemeth Fyrirliði: Guðni Ó. Guðnason Árangur: 23 sigrar og 3 töp í 26 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 90 prósent sigurhlutfall (28-3) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Páll Kolbeinsson 53 stig (17,7 í leik) Guðni Ó. Guðnason 44 stig (14,7) Anatolij Kovtum 41 stig (13,7) Birgir Mikaelsson 35 stig (11,7) Axel A Nikulásson 31 stig (10,3) Matthías Einarsson 21 stig (7,0)
Haukar Íslandsmeistari 2001 Nissandeild kvenna í handbolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Ragnar Hermannsson Fyrirliði: Harpa Melsteð Árangur: 16 sigrar og 2 töp í 18 deildarleikjum 7 sigrar og 0 töp í 7 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23 sigrar í 25 leikjum) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Auður Hermannsdóttir 17 mörk (7 víti) Hanna Guðrún Stefánsdóttir 13 mörk Brynja Dögg Steinsen 11 mörk (6 víti) Harpa Melsteð 10 mörk Thelma Björk Árnadóttir 9 mörk Inga Fríða Tryggvadóttir 9 mörk (2 víti) Tinna Björk Halldórsdóttir 5 mörk Heiða Erlingsdóttir 4 mörk
Haukar Íslandsmeistari 2006 Iceland Express-deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 7.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Ágúst Björgvinsson Fyrirliði: Helena Sverrisdóttir Árangur: 19 sigrar og 1 tap í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 1 tap í 6 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (24-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Megan Mahoney 96 stig (32,0 í leik) Helena Sverrisdóttir 54 stig (18,0) Pálína María Gunnlaugsdóttir 35 stig (11,7) Kristrún Sigurjónsdóttir 19 stig (6,3) Ösp Jóhannsdóttir 14 stig (4,7) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9 stig (3,0) Unnur Tara Jónsdóttir 8 stig (2,7) Hanna Hálfdanardóttir 8 stig (2,7)
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti