Sjáðu fjörutíu ára gömul mörk Péturs Péturs í bikarúrslitum í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 12:30 Pétur Pétursson í leik með Feyenoord en hann var heldur betur á skotskónum í deild (23 mörk), bikar (7 mörk) og Evrópukeppni (4 mörk) tímabilið 1979-80. Getty/VI Images Pétur Pétursson átti sitt besta tímabil með hollenska liðinu Feyenoord veturinn 1979-80 og endaði magnaða leiktíð sína með eftirminnilegri frammistöðu í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Feyenoord vann 3-1 sigur á Ajax í bikarúrslitaleiknum í maí 1980 en þetta var í fyrsta sinn sem þessir erkifjendur mættust í bikarúrslitaleik. Ajax varð hollenskur meistari þetta vor en Feyenoord liðið endaði í fjórða sæti í deildinni. Sigurinn var því mjög sætur fyrir Feyenoord sem var að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og Ajax hafði unnið fjóra stóra titla á sama tíma. #OnThisDay photo from 1980. Ruud Krol & Petur Petursson in the thick of the action during the final of the KNVB Beker (the Dutch Cup) between Feyenoord & Ajax at De Kuip. Feyenoord lift the trophy with a 3:1 win. pic.twitter.com/60szPmzXLT— Culture of Football Classics (@CFclassics) May 18, 2019 Pétur hafði líka skorað eitt marka Feyenoord í 4-0 sigri á Ajax í deildarleik í lok september en Pétur náði að skora mark í fyrstu átta leikjum tímabilsins og endaði með 23 mörk í 33 leikjum. Ajax komst í 1-0 í bikarúrslitaleiknum og fékk síðan vítaspyrnu. Markvörður Feyenoord varði hins vegar vítið og kveikti í sínum mönnum. Pétur skoraði fyrra markið sitt úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir hálfleik. Hann þurfti að bíða lengi með boltann á punktinum vegna meiðsla markvarðar Ajax en skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni. Skoraði 34 mörk í 46 leikjum á tímabilinu Feyenoord komst síðan yfir í 2-1 í seinni hálfleik áður en Pétur innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Pétur skoraði 7 mörk í 7 bikarleikjum þetta tímabil þar af 2 mörk í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Pétur var einnig með 4 mörk í 6 leikjum í UEFA bikarnum þar af þrennu í leik á móti sænska liðinu Malmö. Alls skoraði Pétur því 34 mörk í 46 leikjum í deild, bikar og Evrópukeppni á 1979-80 tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá hollenska bikarúrslitaleiknum sem fram fór 17. maí 1980. Mörk Péturs koma eftir sex mínútur af myndbandinu og eftir sjö og hálfa mínútu. „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur og frábær endir á keppnistímabilinu. Stemmningin á vellinum var slík að ég gleymi henni ekki i bráð og ég er nokkuð viss á því að af þeim 65.000 áhorfendum, sem á vellinum voru, voru 45—50.000 á okkar bandi," sagði Pétur í viðtalið við Dagblaðið. Stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli „Það skiptir ekki miklu máli eftir á hvort leikurinn var góður eða slæmur. Aðalmálið er það að við unnum eftirminnilegan sigur og þetta var tvímælalaust stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli," sagði Pétur enn fremur við blaðamann Dagblaðsins. Morgunblaðið tók viðtal við hann og mynd af honum þegar hann var kominn til Íslands tveimur dögum eftir leikinn. #OnThisDay in 1980 #Feyenoord defeated #Ajax in the #Cupfinal. #PeturPetursson and #JanPeters are celebrating and #RuudKrol is leaving #Ajax pic.twitter.com/Ie1TDS38Zf— OldFootballPhotos (@OldFootball11) May 17, 2017 Fór að kasta upp úti á miðjum vellinum „Ég lék stöðu miðframherja í þessum leik og keyrði mig hreinlega út í leiknum. Þegar ég hafði skorað þriðja markið og Ajax ætlaði að byrja á miðju fékk ég magakrampa og fór að kasta upp úti á miðjum vellinum. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en fara út af, enda var ég alveg búinn. Það hafði sitt að segja að ég var búinn að vera mjög taugaspenntur alla vikuna, bæði vegna leiksins og hins að ég hafði fengið ádrátt um að sleppa við að fara í keppnisferð Feyenoord til Suður-Ameríku ef við ynnum og ég stæði mig vel," sagði Pétur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Þar kom einnig fram að Pétur ætlaði eftir leikinn að skipta við hinn heimsfræga leikmann Rudi Krol en hann var ekki til í það, enda að spila sinn síðasta leik fyrir Ajax og vildi eiga skyrtuna. Skipti Pétur því við Frank Arnesen. Hollenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Pétur Pétursson átti sitt besta tímabil með hollenska liðinu Feyenoord veturinn 1979-80 og endaði magnaða leiktíð sína með eftirminnilegri frammistöðu í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Feyenoord vann 3-1 sigur á Ajax í bikarúrslitaleiknum í maí 1980 en þetta var í fyrsta sinn sem þessir erkifjendur mættust í bikarúrslitaleik. Ajax varð hollenskur meistari þetta vor en Feyenoord liðið endaði í fjórða sæti í deildinni. Sigurinn var því mjög sætur fyrir Feyenoord sem var að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og Ajax hafði unnið fjóra stóra titla á sama tíma. #OnThisDay photo from 1980. Ruud Krol & Petur Petursson in the thick of the action during the final of the KNVB Beker (the Dutch Cup) between Feyenoord & Ajax at De Kuip. Feyenoord lift the trophy with a 3:1 win. pic.twitter.com/60szPmzXLT— Culture of Football Classics (@CFclassics) May 18, 2019 Pétur hafði líka skorað eitt marka Feyenoord í 4-0 sigri á Ajax í deildarleik í lok september en Pétur náði að skora mark í fyrstu átta leikjum tímabilsins og endaði með 23 mörk í 33 leikjum. Ajax komst í 1-0 í bikarúrslitaleiknum og fékk síðan vítaspyrnu. Markvörður Feyenoord varði hins vegar vítið og kveikti í sínum mönnum. Pétur skoraði fyrra markið sitt úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir hálfleik. Hann þurfti að bíða lengi með boltann á punktinum vegna meiðsla markvarðar Ajax en skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni. Skoraði 34 mörk í 46 leikjum á tímabilinu Feyenoord komst síðan yfir í 2-1 í seinni hálfleik áður en Pétur innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Pétur skoraði 7 mörk í 7 bikarleikjum þetta tímabil þar af 2 mörk í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Pétur var einnig með 4 mörk í 6 leikjum í UEFA bikarnum þar af þrennu í leik á móti sænska liðinu Malmö. Alls skoraði Pétur því 34 mörk í 46 leikjum í deild, bikar og Evrópukeppni á 1979-80 tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá hollenska bikarúrslitaleiknum sem fram fór 17. maí 1980. Mörk Péturs koma eftir sex mínútur af myndbandinu og eftir sjö og hálfa mínútu. „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur og frábær endir á keppnistímabilinu. Stemmningin á vellinum var slík að ég gleymi henni ekki i bráð og ég er nokkuð viss á því að af þeim 65.000 áhorfendum, sem á vellinum voru, voru 45—50.000 á okkar bandi," sagði Pétur í viðtalið við Dagblaðið. Stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli „Það skiptir ekki miklu máli eftir á hvort leikurinn var góður eða slæmur. Aðalmálið er það að við unnum eftirminnilegan sigur og þetta var tvímælalaust stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli," sagði Pétur enn fremur við blaðamann Dagblaðsins. Morgunblaðið tók viðtal við hann og mynd af honum þegar hann var kominn til Íslands tveimur dögum eftir leikinn. #OnThisDay in 1980 #Feyenoord defeated #Ajax in the #Cupfinal. #PeturPetursson and #JanPeters are celebrating and #RuudKrol is leaving #Ajax pic.twitter.com/Ie1TDS38Zf— OldFootballPhotos (@OldFootball11) May 17, 2017 Fór að kasta upp úti á miðjum vellinum „Ég lék stöðu miðframherja í þessum leik og keyrði mig hreinlega út í leiknum. Þegar ég hafði skorað þriðja markið og Ajax ætlaði að byrja á miðju fékk ég magakrampa og fór að kasta upp úti á miðjum vellinum. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en fara út af, enda var ég alveg búinn. Það hafði sitt að segja að ég var búinn að vera mjög taugaspenntur alla vikuna, bæði vegna leiksins og hins að ég hafði fengið ádrátt um að sleppa við að fara í keppnisferð Feyenoord til Suður-Ameríku ef við ynnum og ég stæði mig vel," sagði Pétur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Þar kom einnig fram að Pétur ætlaði eftir leikinn að skipta við hinn heimsfræga leikmann Rudi Krol en hann var ekki til í það, enda að spila sinn síðasta leik fyrir Ajax og vildi eiga skyrtuna. Skipti Pétur því við Frank Arnesen.
Hollenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti