Arnór Guðjohnsen stalst til að spila og kom Íslandi yfir á móti Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 12:30 Mynd af Arnóri Guðjohnsen að koma Íslandi yfir á móti Englandi var á forsíðu Tímans eins og sjá má hér. Skjámynd/Tíminn af timarit.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var yfir í leiknum í meira en 45 mínútur þegar Englendingar voru síðast í Laugardalnum fyrir næstum því fjórum áratugum síðan. Arnór Guðjohnsen mátti í raun ekki spila með íslenska landsliðinu þegar Englendingar mættu síðast í Laugardalinn árið 1982 en stalst til þess og skoraði gott mark. Enska landsliðið hefur einu sinni áður spilað í Laugardalnum og það var fyrir meira en 38 árum síðan. Íslenska pressan var himinlifandi með frammistöðu íslensku landsliðsstrákanna í leiknum. Það var heil myndaröð af marki Arnórs á síðum DV.Skjámynd/DV af timarit.is Ísland mætir Englandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur en þetta er fyrsti leikur þjóðanna í Laugardalnum frá því í júní 1982. Englendingar náðu þá að jafna metin í seinni hálfleik eftir að Arnór Guðjohnsen hafði komið Íslandi í 1-0 á 23. mínútu. Arnór Guðjohnsen var þarna nýlega búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt en hafði engu að síður spilað sem atvinnumaður með Lokoren í Belgíu í að verða fjögur ár. Þetta var níundi landsleikur Arnórs og hann var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Markið skoraði Arnór eftir laglegan undirbúning frá Lárusi Guðmundssyni sem var þarna nýbúinn með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Þeir höfðu báðir stigið fyrstu skrefin í efstu deild saman með Víkingsliðinu sumarið 1978. „Íslenska liðið lék mjög vel, og verðskuldaði svo sannarlega þessi úrslit. Það var ekkert vanmat hjá okkur til. Við vissum vel að íslenska liðið var sterkt og gat leikið vel. Það er enginn landsleikur auðveldur. Þessi úrslit hljóta að verða lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu,“ sagði Bobby Robson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann stýrði enska liðinu í leiknum. Landsliðsþjálfarinn Ron Greenwood var með hinn hópinn í Finnlandi þar sem enska landsliðið spilað við finnska landsliðið daginn eftir. Leikmennirnir í leiknum á Íslandi voru þeir leikmenn sem voru að berjast um síðustu sætin í HM-hópnum. Íslenska knattspyrnusambandið sannfærði það enska um að skrá þennan leik sem A-landsleik þótt að Englendingar hafi ekki verið með sína bestu menn í þessum leik. Þetta var því fyrsti A-landsleikur Íslands og Englands. Bobby Robson átti síðan eftir að taka við enska landsliðinu eftir HM 1982 og undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM á Ítalíu átta árum síðar. Umfjöllun Þjóðviljans um leik Íslands og Englands var með annað sjónarhorn á mark Arnórs.Skjámynd/Þjóðviljinn af timarit.is „Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með markið sem ég skoraði" sagði Arnór Guðjohnsen við Tímann eftir leikinn. Arnór meiddist í seinni hálfleik og varð hann að yfir gefa völlinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. „Ég er búinn að vera slæmur í hnénu síðan í febrúar og forráðamenn Lokeren bönnuðu mér að leika þessa leiki gegn Englandi og Möltu. Ég hélt að þessi hvíld sem ég hef fengið undanfarið myndi nægja mér en svo hefur ekki verið," sagði Arnór fór ekki með íslenska liðinu til Möltu þar sem Ísland tapaði 2-1. Arnór spilaði í eitt tímabili til viðbótar með Lokeren en samdi svo við stórlið Anderlecht þar sem hann spilaði í sjö ár og varð meðal annars markakóngur í Belgíu tímabilið 1986-87. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var yfir í leiknum í meira en 45 mínútur þegar Englendingar voru síðast í Laugardalnum fyrir næstum því fjórum áratugum síðan. Arnór Guðjohnsen mátti í raun ekki spila með íslenska landsliðinu þegar Englendingar mættu síðast í Laugardalinn árið 1982 en stalst til þess og skoraði gott mark. Enska landsliðið hefur einu sinni áður spilað í Laugardalnum og það var fyrir meira en 38 árum síðan. Íslenska pressan var himinlifandi með frammistöðu íslensku landsliðsstrákanna í leiknum. Það var heil myndaröð af marki Arnórs á síðum DV.Skjámynd/DV af timarit.is Ísland mætir Englandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur en þetta er fyrsti leikur þjóðanna í Laugardalnum frá því í júní 1982. Englendingar náðu þá að jafna metin í seinni hálfleik eftir að Arnór Guðjohnsen hafði komið Íslandi í 1-0 á 23. mínútu. Arnór Guðjohnsen var þarna nýlega búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt en hafði engu að síður spilað sem atvinnumaður með Lokoren í Belgíu í að verða fjögur ár. Þetta var níundi landsleikur Arnórs og hann var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Markið skoraði Arnór eftir laglegan undirbúning frá Lárusi Guðmundssyni sem var þarna nýbúinn með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Þeir höfðu báðir stigið fyrstu skrefin í efstu deild saman með Víkingsliðinu sumarið 1978. „Íslenska liðið lék mjög vel, og verðskuldaði svo sannarlega þessi úrslit. Það var ekkert vanmat hjá okkur til. Við vissum vel að íslenska liðið var sterkt og gat leikið vel. Það er enginn landsleikur auðveldur. Þessi úrslit hljóta að verða lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu,“ sagði Bobby Robson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann stýrði enska liðinu í leiknum. Landsliðsþjálfarinn Ron Greenwood var með hinn hópinn í Finnlandi þar sem enska landsliðið spilað við finnska landsliðið daginn eftir. Leikmennirnir í leiknum á Íslandi voru þeir leikmenn sem voru að berjast um síðustu sætin í HM-hópnum. Íslenska knattspyrnusambandið sannfærði það enska um að skrá þennan leik sem A-landsleik þótt að Englendingar hafi ekki verið með sína bestu menn í þessum leik. Þetta var því fyrsti A-landsleikur Íslands og Englands. Bobby Robson átti síðan eftir að taka við enska landsliðinu eftir HM 1982 og undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM á Ítalíu átta árum síðar. Umfjöllun Þjóðviljans um leik Íslands og Englands var með annað sjónarhorn á mark Arnórs.Skjámynd/Þjóðviljinn af timarit.is „Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með markið sem ég skoraði" sagði Arnór Guðjohnsen við Tímann eftir leikinn. Arnór meiddist í seinni hálfleik og varð hann að yfir gefa völlinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. „Ég er búinn að vera slæmur í hnénu síðan í febrúar og forráðamenn Lokeren bönnuðu mér að leika þessa leiki gegn Englandi og Möltu. Ég hélt að þessi hvíld sem ég hef fengið undanfarið myndi nægja mér en svo hefur ekki verið," sagði Arnór fór ekki með íslenska liðinu til Möltu þar sem Ísland tapaði 2-1. Arnór spilaði í eitt tímabili til viðbótar með Lokeren en samdi svo við stórlið Anderlecht þar sem hann spilaði í sjö ár og varð meðal annars markakóngur í Belgíu tímabilið 1986-87. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira