Óttast það að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og barnsins síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:30 Aliphine Tiliamuk fagnar hér eftir að hún tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana. Það var í febrúar í fyrra en síðan þá hefur hún eignast sitt fyrsta barn. Getty/Kevin C. Cox Erlendir áhorfendur eru bannaðir á Ólympíuleikunum í Tókýó og það skapar meðal annars vandamál fyrir íþróttakonur með kornabörn. Ein af þeim er maraþonhlauparinn Aliphine Tuliamuk. „Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
„Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti