Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2021 20:53 Volland og Kimmich fagna sæti í 16-liða úrslitunum. Sebastian Widmann/Getty Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. Þjóðverjarnir voru með þrjú stig fyrir leik kvöldsins en Ungverjarnir voru með eitt eftir jafntefli gegn Frakklandi. Það voru Ungverjar sem komust yfir strax á elleftu mínútu. Frábær fyrirgjöf Roland Sallai rataði beint á kollinn á Adam Szalai sem stangaði boltann í netið. Þannig stóðu leikar í hálfleik og þeir þýsku virtust ekki ná sér á strik á heimavelli. Þeir jöfnuðu hins vegar metin á 66. mínútu. Hörmulegt úthlaup Peter Gulasci varð til þess að Kai Havertz gat lagt boltann í autt netið. Ungverjarnir voru þó ekki hættir því þeir komust aftur yfir og það í næstu sókn. Eftir gott spil féll boltinn fyrir Andras Schafer sem stangaði boltann framhjá Manuel Neuer. Þeir þýsku sóttu og sóttu og það bar árangur sex mínútum fyrir leikslok er varamaðurinn Leon Goretzka jafnaði metin. Þjóðverjar enda í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Ungverjar sitja eftir með sárt ennið. FT: #GER 2-2 #HUNGERMANY ARE THROUGH! HUNGARY ARE OUT!Leon Goretzka has fired Germany into the last-16 where they will face England at Wembley - unless Portugal find a late winner against France.📲💻 Watch live on the BBC#bbceuro2020 #GERHUN— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. Þjóðverjarnir voru með þrjú stig fyrir leik kvöldsins en Ungverjarnir voru með eitt eftir jafntefli gegn Frakklandi. Það voru Ungverjar sem komust yfir strax á elleftu mínútu. Frábær fyrirgjöf Roland Sallai rataði beint á kollinn á Adam Szalai sem stangaði boltann í netið. Þannig stóðu leikar í hálfleik og þeir þýsku virtust ekki ná sér á strik á heimavelli. Þeir jöfnuðu hins vegar metin á 66. mínútu. Hörmulegt úthlaup Peter Gulasci varð til þess að Kai Havertz gat lagt boltann í autt netið. Ungverjarnir voru þó ekki hættir því þeir komust aftur yfir og það í næstu sókn. Eftir gott spil féll boltinn fyrir Andras Schafer sem stangaði boltann framhjá Manuel Neuer. Þeir þýsku sóttu og sóttu og það bar árangur sex mínútum fyrir leikslok er varamaðurinn Leon Goretzka jafnaði metin. Þjóðverjar enda í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Ungverjar sitja eftir með sárt ennið. FT: #GER 2-2 #HUNGERMANY ARE THROUGH! HUNGARY ARE OUT!Leon Goretzka has fired Germany into the last-16 where they will face England at Wembley - unless Portugal find a late winner against France.📲💻 Watch live on the BBC#bbceuro2020 #GERHUN— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti