Taugalífræðingur frá Harvard hljóp sig inn í Ólympíulið Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 12:30 Gabby Thomas fagnar sigri í 200 metra hlaupinu mikilvæga um helgina. AP/Ashley Landis Hún er búin að klára Harvard skólann, er í masternámi og næst á dagskrá er að vinna Ólympíugull í Tókýó eftir 36 daga. Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Sjá meira
Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik