Fimm mörk, þrjú rauð og sigur í fyrsta leik Conte 4. nóvember 2021 21:53 Markus Schubert, markvörður Vitesse, fær að líta rauða spjaldið í kvöld. Alex Pantling/Getty Images Fyrsti leikur Antonio Conte sem knattspyrnustjóri Tottenham bauð svo sannarlega upp á allt sem hægt er að biðja um í einum fótboltaleik. Conte og lærisveinar hans fögnuðu 3-2 sigri, en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Heung-Min Son kom heimamönnum í Tottenham yfir á 15. mínútu áður en Lucas Moura tvöfaldaði forystu Tottenham sjö mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Jacob Rasmussen varð svo fyrir því óláni að skora sjálfmark á 28. mínútu eftir mishepnað skot Ben Davies og staðan því orðin 3-0 eftir tæplega hálftíma leik. Rasmussen bætti þó upp fyrir sjálfsmarkið með því að setja boltann í rétt mark á 32. mínútu og Matus Bero minnkaði muninn í 3-2 rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik. Þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja, og þrátt fyrir að seinni hálfleikur hafi ekki boðið upp á mörk, þá var ekkert minna að gerast seinustu 45 mínúturnar. Gestirnir í Vitesse sóttu stíft í seinni hálfleik. Ekki minnkaði pressan þegar Cristian Romero, varnarmaður Tottenham, fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, eftir tæplega klukkutíma leik. Áfram héldu gestirnir að sækja að marki Tottenham, en ekki gekk að koma boltanum í netið. Á 81. mínútu fékk Danilho Doekhi að líta sitt annað gula spjald í liði gestanna fyrir mjög svipað brot og Romero. Aftur var því orðið jafnt í liðum. Aðeins fjórum mínútum síðar voru leikmenn Tottenham við það að sleppa í gegn. Markus Schubert, markvörður Vitesse, kom í algjörlega óskiljanlegt úthlaup og handlék knöttinn fyrir utan teig er Ndombele reyni að vippa yfir hann. Schubert fékk því að líta beint rautt spjald og aðeins 19 leikmenn eftir inni á vellinum. Að lokum voru það svo leikmenn Tottenham sem gátu fagnað 3-2 sigri, og fyrsti sigur liðsins í stjóratíð Antonio Conte kominn á blað. Evrópudeild UEFA
Fyrsti leikur Antonio Conte sem knattspyrnustjóri Tottenham bauð svo sannarlega upp á allt sem hægt er að biðja um í einum fótboltaleik. Conte og lærisveinar hans fögnuðu 3-2 sigri, en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Heung-Min Son kom heimamönnum í Tottenham yfir á 15. mínútu áður en Lucas Moura tvöfaldaði forystu Tottenham sjö mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Jacob Rasmussen varð svo fyrir því óláni að skora sjálfmark á 28. mínútu eftir mishepnað skot Ben Davies og staðan því orðin 3-0 eftir tæplega hálftíma leik. Rasmussen bætti þó upp fyrir sjálfsmarkið með því að setja boltann í rétt mark á 32. mínútu og Matus Bero minnkaði muninn í 3-2 rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik. Þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja, og þrátt fyrir að seinni hálfleikur hafi ekki boðið upp á mörk, þá var ekkert minna að gerast seinustu 45 mínúturnar. Gestirnir í Vitesse sóttu stíft í seinni hálfleik. Ekki minnkaði pressan þegar Cristian Romero, varnarmaður Tottenham, fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, eftir tæplega klukkutíma leik. Áfram héldu gestirnir að sækja að marki Tottenham, en ekki gekk að koma boltanum í netið. Á 81. mínútu fékk Danilho Doekhi að líta sitt annað gula spjald í liði gestanna fyrir mjög svipað brot og Romero. Aftur var því orðið jafnt í liðum. Aðeins fjórum mínútum síðar voru leikmenn Tottenham við það að sleppa í gegn. Markus Schubert, markvörður Vitesse, kom í algjörlega óskiljanlegt úthlaup og handlék knöttinn fyrir utan teig er Ndombele reyni að vippa yfir hann. Schubert fékk því að líta beint rautt spjald og aðeins 19 leikmenn eftir inni á vellinum. Að lokum voru það svo leikmenn Tottenham sem gátu fagnað 3-2 sigri, og fyrsti sigur liðsins í stjóratíð Antonio Conte kominn á blað.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti