Yngsta íslenska konan til að fara upp með hundrað kíló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 11:30 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir verður ekki sautján ára fyrr um mitt næsta ar en hún er þegar farin að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Instagram/@ulfhildurarna Úlfhildur Arna Unnarsdóttir setti bæði íslensk og sænsk met þegar hún varð sænskur unglingameistari í ólympískum lyftingum um helgina. Úlfhildur Arna setti ekki aðeins Íslandsmet á mótinu heldur varð hún yngsta íslenska konan til að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Úlfhildur Arna er aðeins sextán ára gömul síðan í júní en hún hefur aðsetur í Gautaborg. Móðir hennar er Helga Hlín Hákonardóttir, hæstaréttarlögmaður, sem varð Evrópumeistari í -59 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Það er ljóst að eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá þeim mæðgum. Úlfhildur Arna var farin að bæta metin í fyrra og heldur áfram að bæta sig hratt. Unglingameistaramót Svíþjóðar í ólympískum lyftingum var kjörinn vettvangur fyrir hina ungu Úlfhildi til að sýna sig enn og sanna. Úlfhildur lyfti mest 85 kílóum í snörun og 100 kílóum í jafnhendingu. Hún var því með 185 kíló í samanlögðu. Þetta voru allt ný íslensk met en þá var snörunin og samanlagða þyngdin líka sænskt met. Þetta hefur verið magnaður vetur fyrir Úlfhildi því hún varð bæði Norðurlandameistari og íslenskum meistari á dögunum og þá náði hún einnig níunda sæti á heimsmeistaramóti ungmenna sautján ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Á öllum þessum mótum hefur Úlfhildur verið að bæta sig. Á heimsmeistaramótinu setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 81 kílóum og var þá aðeins einu kílói frá metinu í jafnhendingu sem þá var 97 kíló. Þetta var hins vegar Íslandsmet í samanlögðu. Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum setti hún Íslandsmet í öllum þremur hlutunum, lyfti 82 kílóum í snörun, 98 kílóum í jafnhendingu og 180 kílóum í samanlögðu. Á Norðurlandamótinu á dögunum þá setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 83 kílóum og jafnaði met sitt í jafnhendingu með því að lyfta 98 kílóum. Hún kórónaði síðan magnaða frammistöðu sína á síðustu misserum með því að setja öll þessi met um helgina. Frá því á heimsmeistaramótinu í október hefur hún því bætt sig um fimm kíló í snörun og um átta kíló í jafnhendingu. Það þýðir jafnframt bætinu upp á þrettán kíló í samanlögðu. Lyftingar Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Úlfhildur Arna setti ekki aðeins Íslandsmet á mótinu heldur varð hún yngsta íslenska konan til að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Úlfhildur Arna er aðeins sextán ára gömul síðan í júní en hún hefur aðsetur í Gautaborg. Móðir hennar er Helga Hlín Hákonardóttir, hæstaréttarlögmaður, sem varð Evrópumeistari í -59 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Það er ljóst að eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá þeim mæðgum. Úlfhildur Arna var farin að bæta metin í fyrra og heldur áfram að bæta sig hratt. Unglingameistaramót Svíþjóðar í ólympískum lyftingum var kjörinn vettvangur fyrir hina ungu Úlfhildi til að sýna sig enn og sanna. Úlfhildur lyfti mest 85 kílóum í snörun og 100 kílóum í jafnhendingu. Hún var því með 185 kíló í samanlögðu. Þetta voru allt ný íslensk met en þá var snörunin og samanlagða þyngdin líka sænskt met. Þetta hefur verið magnaður vetur fyrir Úlfhildi því hún varð bæði Norðurlandameistari og íslenskum meistari á dögunum og þá náði hún einnig níunda sæti á heimsmeistaramóti ungmenna sautján ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Á öllum þessum mótum hefur Úlfhildur verið að bæta sig. Á heimsmeistaramótinu setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 81 kílóum og var þá aðeins einu kílói frá metinu í jafnhendingu sem þá var 97 kíló. Þetta var hins vegar Íslandsmet í samanlögðu. Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum setti hún Íslandsmet í öllum þremur hlutunum, lyfti 82 kílóum í snörun, 98 kílóum í jafnhendingu og 180 kílóum í samanlögðu. Á Norðurlandamótinu á dögunum þá setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 83 kílóum og jafnaði met sitt í jafnhendingu með því að lyfta 98 kílóum. Hún kórónaði síðan magnaða frammistöðu sína á síðustu misserum með því að setja öll þessi met um helgina. Frá því á heimsmeistaramótinu í október hefur hún því bætt sig um fimm kíló í snörun og um átta kíló í jafnhendingu. Það þýðir jafnframt bætinu upp á þrettán kíló í samanlögðu.
Lyftingar Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti