Elmar Gauti vann Norðurlandameistarann í bardaga kvöldsins á Icebox Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 12:00 Elmar Gauti Halldórsson sýndi styrk sinn í aðalbardaga kvöldsins. Instagram/@elmarg Elmar Gauti Halldórsson hefndi fyrir tap í úrslitabardaga Norðurlandamótsins í hnefaleikum þegar hann vann í aðalbardaga Icebox sem fór fram um helgina og heppnaðist vel. Bardagi Elmars Gauta á móti Andreas “Andycandy” Skarsvold Iversen frá Romerike Bokseklub í Noregi var endurtekning á viðureign þeirra á Norðurlandamótinu fyrr á árinu þar sem Andreas sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga. Bardaginn á laugardaginn stóð svo sannarlega undir væntingum en í þetta sinn sigraði Elmar, einnig eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var svo valinn besti bardagi kvöldsins. Fjögur unnu Norðmennina Aron Franz Bergmann, Erika Nótt og Óliver Örn Davíðsson, öll úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, höfðu líka eins og Elmar Gauti, betur í bardögum sínum við norska andstæðinga. Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness og Kári Jóhannesson unnu líka sína bardaga á móti íslenskum mótherjum. Norðmennirnir unnu þrjá bardaga á móti íslenskum andstæðingum en það voru þeir Raivis Katens frá Bogatyr, Julian Elias Torhaug Ullaug frá Romerike Bokseklubb og norski landsliðsmaðurinn Martin Skogheim frá Romerike Bokseklubb, sem fögnuðu allir sigri. Martin Skoghaim var síðan valinn besti boxari mótsins eða „Icebox Champion“ og fékk fyrir það hið eftirsótta belti. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Á dagskrá voru tíu bardagar og þar af sex bardagar á milli íslenskra hnefaleikakeppenda og norskra. Margir af þeim sem börðust eru í landsliðum þjóðanna tveggja. Kvöldið byrjaði á fjórum bardögum á milli keppenda frá íslenskum klúbbum og voru þeir hver öðrum skemmtilegri og mikil spenna um úrslitin. Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness hafði betur í fyrsta bardaga kvöldsins gegn Lenu Dís Sesseljudóttur frá Hnefaleikadeild Þórs á einróma dómaraákvörðun. Næst mættust þeir Aron Franz Bergmann frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Tomas Griauslys frá Bogatyr en þar hafði Aron Franz að lokum sigurinn eftir klofna dómaraákvörðun í mjög jöfnum bardaga. Í þriðju viðureign kvöldsins mættust þeir Hákon Garðarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Raivis Katens frá Bogatyr en þar hafði Raivis sigurinn eftir einróma dómaraákvörðun eftir harða viðureign. Í síðasta bardaga fyrir hlé mættust þeir Kári Jóhannesson og Rúnar Geirmundsson en Kári Jóhannesson sigraði þann bardaga á einróma dómaraákvörðun eftir mjög tæknilegan bardaga. Eftir tónlistaratriðin með hinum fimmtán ára Jónasi Víkingi eða „Johnny Boy“ og Flóna kom að þjóðsöngvum beggja landa en svo loks viðureignum milli íslensku og norsku keppendanna. Erika Nótt kom dansandi inn í hringinn Sá hluti byrjaði með sannkölluðum hvelli þegar hin fimmtán ára landsliðskona í hnefaleikum, Erika Nótt frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, kom inn dansandi og fékk salinn með sér sem hafði greinilega mjög gaman af. Erika nótt mætti hinni norsku Mariu Helen Östhassel Torp frá Romerike Bokseklubb, Erika hafði betur eftir einróma dómaraákvörðun að lokum og fékk mikið lof áhorfenda. Í öðrum bardaga eftir hlé mætti fimmtán ára landsliðsmaður í hnefaleikum, Nóel Freyr Ragnarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, Julian Elias Torhaug Ullaug frá Romerike Bokseklubb. Julian sigraði þann bardaga eftir klofna dómaraákvörðun en þessi viðureign var valin besti ungmenna bardagi kvöldsins. Í þriðja bardaga eftir hlé mætti sextán ára landsliðsmaðurinn Mikael Hrafn Helgason frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur hinum norska Mathias Saxeide Offerdal frá Stavanger Bokseklubb. Mathias hafði að lokum sigur eftir einróma dómaraákvörðun eftir mjög jafna viðureign. Í þriðja seinasta bardaga kvöldsins mætti 16 ára landsliðsmaðurinn Óliver Örn Davíðsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur þeim norska Brage Andreas Elverhoj frá Romerike Bokseklubb. Óliver hafði betur eftir klofna dómaraákvörðun eftir virkilega tæknilega viðureign. View this post on Instagram A post shared by Elmar Gauti Halldórsson (@elmarg) Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Emin Kadri Eminsson frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og hinn norski Martin Skogheim úr norska landsliðinu frá Romerike Bokseklubb. Það er óhætt að segja að viðureignin hafi verið mjög spennandi sem endaði þó með því að Martin vann eftir klofna dómaraákvörðun að lokum. Í aðal bardaga kvöldsins mættust þeir Elmar Gauti Halldórsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og norski landsliðsmaðurinn Andreas „Andycandy“ Skarsvold Iversen frá Romerike Bokseklubb en þeir mættust á norðurlandamótinu sem haldið var hér á landi fyrir nokkrum vikum og hafði þá Andreas betur eftir klofna dómaraákvörðun eftir mjög jafnan bardaga og óhætt að segja að þessi síðasti bardagi kvöldsins hafði verið spennandi viðureign frá fyrstu sekúndu. Að lokum vann Elmar Gauti á klofinni dómaraákvörðun og uppskar mikil lof og læti. Viðureign þeirra var síðar valinn bardagi kvöldsins. Að móti loknu var Martin Skoghaim síðan valinn besti boxari mótsins eða „Icebox Champion“ og fékk fyrir það hið eftirsótta belti. Box Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Bardagi Elmars Gauta á móti Andreas “Andycandy” Skarsvold Iversen frá Romerike Bokseklub í Noregi var endurtekning á viðureign þeirra á Norðurlandamótinu fyrr á árinu þar sem Andreas sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga. Bardaginn á laugardaginn stóð svo sannarlega undir væntingum en í þetta sinn sigraði Elmar, einnig eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var svo valinn besti bardagi kvöldsins. Fjögur unnu Norðmennina Aron Franz Bergmann, Erika Nótt og Óliver Örn Davíðsson, öll úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, höfðu líka eins og Elmar Gauti, betur í bardögum sínum við norska andstæðinga. Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness og Kári Jóhannesson unnu líka sína bardaga á móti íslenskum mótherjum. Norðmennirnir unnu þrjá bardaga á móti íslenskum andstæðingum en það voru þeir Raivis Katens frá Bogatyr, Julian Elias Torhaug Ullaug frá Romerike Bokseklubb og norski landsliðsmaðurinn Martin Skogheim frá Romerike Bokseklubb, sem fögnuðu allir sigri. Martin Skoghaim var síðan valinn besti boxari mótsins eða „Icebox Champion“ og fékk fyrir það hið eftirsótta belti. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Á dagskrá voru tíu bardagar og þar af sex bardagar á milli íslenskra hnefaleikakeppenda og norskra. Margir af þeim sem börðust eru í landsliðum þjóðanna tveggja. Kvöldið byrjaði á fjórum bardögum á milli keppenda frá íslenskum klúbbum og voru þeir hver öðrum skemmtilegri og mikil spenna um úrslitin. Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness hafði betur í fyrsta bardaga kvöldsins gegn Lenu Dís Sesseljudóttur frá Hnefaleikadeild Þórs á einróma dómaraákvörðun. Næst mættust þeir Aron Franz Bergmann frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Tomas Griauslys frá Bogatyr en þar hafði Aron Franz að lokum sigurinn eftir klofna dómaraákvörðun í mjög jöfnum bardaga. Í þriðju viðureign kvöldsins mættust þeir Hákon Garðarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Raivis Katens frá Bogatyr en þar hafði Raivis sigurinn eftir einróma dómaraákvörðun eftir harða viðureign. Í síðasta bardaga fyrir hlé mættust þeir Kári Jóhannesson og Rúnar Geirmundsson en Kári Jóhannesson sigraði þann bardaga á einróma dómaraákvörðun eftir mjög tæknilegan bardaga. Eftir tónlistaratriðin með hinum fimmtán ára Jónasi Víkingi eða „Johnny Boy“ og Flóna kom að þjóðsöngvum beggja landa en svo loks viðureignum milli íslensku og norsku keppendanna. Erika Nótt kom dansandi inn í hringinn Sá hluti byrjaði með sannkölluðum hvelli þegar hin fimmtán ára landsliðskona í hnefaleikum, Erika Nótt frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, kom inn dansandi og fékk salinn með sér sem hafði greinilega mjög gaman af. Erika nótt mætti hinni norsku Mariu Helen Östhassel Torp frá Romerike Bokseklubb, Erika hafði betur eftir einróma dómaraákvörðun að lokum og fékk mikið lof áhorfenda. Í öðrum bardaga eftir hlé mætti fimmtán ára landsliðsmaður í hnefaleikum, Nóel Freyr Ragnarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, Julian Elias Torhaug Ullaug frá Romerike Bokseklubb. Julian sigraði þann bardaga eftir klofna dómaraákvörðun en þessi viðureign var valin besti ungmenna bardagi kvöldsins. Í þriðja bardaga eftir hlé mætti sextán ára landsliðsmaðurinn Mikael Hrafn Helgason frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur hinum norska Mathias Saxeide Offerdal frá Stavanger Bokseklubb. Mathias hafði að lokum sigur eftir einróma dómaraákvörðun eftir mjög jafna viðureign. Í þriðja seinasta bardaga kvöldsins mætti 16 ára landsliðsmaðurinn Óliver Örn Davíðsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur þeim norska Brage Andreas Elverhoj frá Romerike Bokseklubb. Óliver hafði betur eftir klofna dómaraákvörðun eftir virkilega tæknilega viðureign. View this post on Instagram A post shared by Elmar Gauti Halldórsson (@elmarg) Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Emin Kadri Eminsson frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og hinn norski Martin Skogheim úr norska landsliðinu frá Romerike Bokseklubb. Það er óhætt að segja að viðureignin hafi verið mjög spennandi sem endaði þó með því að Martin vann eftir klofna dómaraákvörðun að lokum. Í aðal bardaga kvöldsins mættust þeir Elmar Gauti Halldórsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og norski landsliðsmaðurinn Andreas „Andycandy“ Skarsvold Iversen frá Romerike Bokseklubb en þeir mættust á norðurlandamótinu sem haldið var hér á landi fyrir nokkrum vikum og hafði þá Andreas betur eftir klofna dómaraákvörðun eftir mjög jafnan bardaga og óhætt að segja að þessi síðasti bardagi kvöldsins hafði verið spennandi viðureign frá fyrstu sekúndu. Að lokum vann Elmar Gauti á klofinni dómaraákvörðun og uppskar mikil lof og læti. Viðureign þeirra var síðar valinn bardagi kvöldsins. Að móti loknu var Martin Skoghaim síðan valinn besti boxari mótsins eða „Icebox Champion“ og fékk fyrir það hið eftirsótta belti.
Box Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti