Sögulegt tap Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 09:31 Harry Kane reyndi að fiska vítaspyrnu í leiknum. Það gekk ekki. Chris Brunskill/Getty Images Ungverjar komu, sáu og gjörsigruðu er þeir mættu Englandi í Þjóðadeildinni í fótbolta á þriðjudag. Lokatölur 4-0 gestunum í vil og sögulegt tap Englendinga staðreynd. Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira