„Þetta var bara á milli okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 20:58 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar fyrra marki sínu sem var hennar fyrsta mark í leik síðan snemma árs 2021. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er eiginlega of langt síðan ég hef skorað og það var frábær tilfinning að sjá boltann í netinu, og það sérstaklega hérna heima á Laugardalsvellinum,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, sem skoraði fyrstu tvö mörk Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Sara skoraði síðast mörk í keppnisleik snemma árs 2021 og fimm ár eru síðan að hún skoraði síðast mark á Laugardalsvelli. Hún hafði því ærna ástæðu til að fagna í kvöld, sem hún gerði en hljóp svo rakleitt til Sifjar Atladóttur sem var á varamannabekk Íslands. „Ég veit ekki hvað kemur yfir mig. Ég fagna bara einhvern veginn þegar ég skora. En það var alla vega góð tilfinning og mikil gleði,“ sagði Sara sem vildi ekki segja fjölmiðlamönnum neitt um það af hverju nákvæmlega hún fór til Sifjar. Gefur hún svona góð ráð varðandi vítaspyrnur, eins og þá sem Sara skoraði fyrsta mark leiksins úr? „Það er spurning. Þetta var bara á milli okkar. Ég ætla ekki að útskýra það nánar. Þið þurfið ekki að vita allt,“ sagði Sara og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk eftir sigurinn á Hvíta-Rússlandi „Skynsamlegt að taka mig út af“ Söru var skipt af velli þegar ljóst var að Ísland færi með sigur af hólmi, á 63. mínútu, fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur sem skoraði svo sjötta mark Íslands í leiknum. „Það var þægilegt að geta skorað svona snemma og tekið yfir leikinn frá byrjun, og fara inn í hálfleik með gott sjálfstraust og 2-0 yfir. Í seinni hálfleik völtuðum við yfir þær og gáfum þeim aldrei séns á að koma sér inn í leikinn Ég hefði getað spilað lengur en það var kannski skynsamlegt að taka mig út af. Leikmennirnir sem komu inn á komu líka inn af krafti, við héldum áfram að skapa færi og það gekk vel. En auðvitað vill maður alltaf spila alla leiki,“ sagði Sara. „Eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár“ Hún var hrifin af frammistöðu Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur sem stóðu sig frábærlega á vinstri kantinum. Amanda er 18 ára og Munda 21 árs. „Þær stóðu sig frábærlega. Það var eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár. Það er ekki að sjá að þær hafi ekki spilað mikið saman. Þær eru frábærir leikmenn og frábært að sjá þær blómstra,“ sagði Sara sem var ósátt við að mark Amöndu í fyrri hálfleik fengi ekki að standa. Rangstaða virtist dæmd á Söru en það virtist kolrangur dómur: „Já, þetta var svolítið pirrandi. Ég hefði viljað sjá þetta vera gilt mark hjá Amöndu, eins og þetta var, en það er ekki hægt að kvarta alltaf í dómaranum.“ Íslenska landsliðið heldur nú til Hollands á sunnudagsmorgun og spilar þar úrslitaleik við heimakonur um öruggt sæti á HM, á þriðjudagskvöld. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 „Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40 Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Sara skoraði síðast mörk í keppnisleik snemma árs 2021 og fimm ár eru síðan að hún skoraði síðast mark á Laugardalsvelli. Hún hafði því ærna ástæðu til að fagna í kvöld, sem hún gerði en hljóp svo rakleitt til Sifjar Atladóttur sem var á varamannabekk Íslands. „Ég veit ekki hvað kemur yfir mig. Ég fagna bara einhvern veginn þegar ég skora. En það var alla vega góð tilfinning og mikil gleði,“ sagði Sara sem vildi ekki segja fjölmiðlamönnum neitt um það af hverju nákvæmlega hún fór til Sifjar. Gefur hún svona góð ráð varðandi vítaspyrnur, eins og þá sem Sara skoraði fyrsta mark leiksins úr? „Það er spurning. Þetta var bara á milli okkar. Ég ætla ekki að útskýra það nánar. Þið þurfið ekki að vita allt,“ sagði Sara og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk eftir sigurinn á Hvíta-Rússlandi „Skynsamlegt að taka mig út af“ Söru var skipt af velli þegar ljóst var að Ísland færi með sigur af hólmi, á 63. mínútu, fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur sem skoraði svo sjötta mark Íslands í leiknum. „Það var þægilegt að geta skorað svona snemma og tekið yfir leikinn frá byrjun, og fara inn í hálfleik með gott sjálfstraust og 2-0 yfir. Í seinni hálfleik völtuðum við yfir þær og gáfum þeim aldrei séns á að koma sér inn í leikinn Ég hefði getað spilað lengur en það var kannski skynsamlegt að taka mig út af. Leikmennirnir sem komu inn á komu líka inn af krafti, við héldum áfram að skapa færi og það gekk vel. En auðvitað vill maður alltaf spila alla leiki,“ sagði Sara. „Eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár“ Hún var hrifin af frammistöðu Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur sem stóðu sig frábærlega á vinstri kantinum. Amanda er 18 ára og Munda 21 árs. „Þær stóðu sig frábærlega. Það var eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár. Það er ekki að sjá að þær hafi ekki spilað mikið saman. Þær eru frábærir leikmenn og frábært að sjá þær blómstra,“ sagði Sara sem var ósátt við að mark Amöndu í fyrri hálfleik fengi ekki að standa. Rangstaða virtist dæmd á Söru en það virtist kolrangur dómur: „Já, þetta var svolítið pirrandi. Ég hefði viljað sjá þetta vera gilt mark hjá Amöndu, eins og þetta var, en það er ekki hægt að kvarta alltaf í dómaranum.“ Íslenska landsliðið heldur nú til Hollands á sunnudagsmorgun og spilar þar úrslitaleik við heimakonur um öruggt sæti á HM, á þriðjudagskvöld.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 „Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40 Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41
„Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40
Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50