Nketiah tryggði Skyttunum sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 18:50 FC Zürich v Arsenal FC: Group A - UEFA Europa League ST GALLEN, SWITZERLAND - SEPTEMBER 08: Eddie Nketiah of Arsenal celebrates after scoring their team's second goal during the UEFA Europa League group A match between FC Zürich and Arsenal FC at Kybunpark on September 08, 2022 in St Gallen, Switzerland. (Photo by Christian Kaspar-Bartke/Getty Images) Arsenal er talið líklegasta liðið til að vinna Evrópudeildina í fótbolta á þessari leiktíð og Skytturnar hófu tímabilið á 1-2 sigri gegn FC Zurich í kvöld. Nýi maðurinn Marquinhos kom gestunum í Arsenal í forystu með marki á 17. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Eddie Nketiah. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar Mirlind Kryeziu skoraði af vítapunktinum á lokaandartökum fyrri hálfleiksins og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stutt töf varð á síðari hálfleiknum eftir að fréttir bárust af því að Elísabet II Englandsdrottning væri látin. Liðin söfnuðust saman á miðjunni áður en leikurinn hófst á ný og minntust drottningarinnar með mínútu þögn. Það var svo áðurneffndur Eddie Nketiah sem tryggði Arsenal sigurinn með marki eftir rúmlega klukkutíma leik og niðurstaðan því 1-2, Arsenal í vil. Arsenal er því með þrjú stig eftir fyrstu umferð A-riðils Evrópudeildarinnar, en FC Zurich er enn án stiga. Þá má einnig minnast á það að Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt eru með eitt stig í riðlinum eftir 1-1 jafntefli gegn PSV Eindhoven. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arsenal líklegast til að vinna Evrópudeildina Evrópudeildin í knattspyrnu hefst í kvöld með pompi og prakt. Tölfræðiveitan Gracenote hefur tekið saman hvaða lið er líklegast til að vinna keppnina í ár. Efstu tvö liðin koma frá Englandi. 8. september 2022 12:31
Arsenal er talið líklegasta liðið til að vinna Evrópudeildina í fótbolta á þessari leiktíð og Skytturnar hófu tímabilið á 1-2 sigri gegn FC Zurich í kvöld. Nýi maðurinn Marquinhos kom gestunum í Arsenal í forystu með marki á 17. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Eddie Nketiah. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar Mirlind Kryeziu skoraði af vítapunktinum á lokaandartökum fyrri hálfleiksins og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stutt töf varð á síðari hálfleiknum eftir að fréttir bárust af því að Elísabet II Englandsdrottning væri látin. Liðin söfnuðust saman á miðjunni áður en leikurinn hófst á ný og minntust drottningarinnar með mínútu þögn. Það var svo áðurneffndur Eddie Nketiah sem tryggði Arsenal sigurinn með marki eftir rúmlega klukkutíma leik og niðurstaðan því 1-2, Arsenal í vil. Arsenal er því með þrjú stig eftir fyrstu umferð A-riðils Evrópudeildarinnar, en FC Zurich er enn án stiga. Þá má einnig minnast á það að Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt eru með eitt stig í riðlinum eftir 1-1 jafntefli gegn PSV Eindhoven.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arsenal líklegast til að vinna Evrópudeildina Evrópudeildin í knattspyrnu hefst í kvöld með pompi og prakt. Tölfræðiveitan Gracenote hefur tekið saman hvaða lið er líklegast til að vinna keppnina í ár. Efstu tvö liðin koma frá Englandi. 8. september 2022 12:31
Arsenal líklegast til að vinna Evrópudeildina Evrópudeildin í knattspyrnu hefst í kvöld með pompi og prakt. Tölfræðiveitan Gracenote hefur tekið saman hvaða lið er líklegast til að vinna keppnina í ár. Efstu tvö liðin koma frá Englandi. 8. september 2022 12:31
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti