Átján ára í úrslit: „Ég er stoltur af frænda“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 17:45 Alexander Veigar Þorvaldsson var öryggið uppmálað í beinni útsendingu á Bullseye á miðvikudagskvöld. Stöð 2 Sport Alexander Veigar Þorvaldsson varð í fyrrakvöld fjórði og síðasti keppandinn til að tryggja sér sæti á úrslitakvöldinu í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Hann er aðeins átján ára gamall. Alexander, sem er nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari unglinga en vann einnig öruggan sigur í fjórða undanriðlinum í Úrvalsdeildinni á miðvikudag. „Til hamingju með þetta Alexander Veigar. Virkilega vel gert. Ég er stoltur af frænda,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson sem að vanda lýsti keppninni með líflegum hætti á Stöð 2 Sport, með aðstoð Matthíasar Arnar Friðrikssonar en hér að neðan má sjá svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Alexander áfram úr lokariðlinum Alexander byrjaði á því að vinna reynsluboltann Þorgeir Guðmundsson, 3-1. Þorgeir, sem á árum áður varð Íslands- og bikarmeistari með KR í fótbolta, er 78 ára og því sextíu ára aldursmunur á þeim Alexander. Alexander vann einnig 3-1 sigur gegn Birni Andra Ingólfssyni og endaði kvöldið svo á að vinna einu konuna í Úrvalsdeildinni í ár, Ingibjörgu Magnúsdóttur, 3-0. Þorgeir varð í 2. sæti og Björn Andri í 3. sæti en hann tapaði 3-2 fyrir Þorgeiri eftir að hafa unnið Ingibjörgu 3-0. Þar með er ljóst hvaða fjórir keppendur keppa á úrslitakvöldinu 3. desember en ein breyting hefur þó orðið á því Guðjón Hauksson forfallast og tekur Karl Helgi Jónsson, sem varð næstefstur í þriðja riðli, því hans sæti. Vitor Charrua og Arnar Geir Hjartarson höfðu áður tryggt sig inn á úrslitakvöldið. Pílukast Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Alexander, sem er nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari unglinga en vann einnig öruggan sigur í fjórða undanriðlinum í Úrvalsdeildinni á miðvikudag. „Til hamingju með þetta Alexander Veigar. Virkilega vel gert. Ég er stoltur af frænda,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson sem að vanda lýsti keppninni með líflegum hætti á Stöð 2 Sport, með aðstoð Matthíasar Arnar Friðrikssonar en hér að neðan má sjá svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Alexander áfram úr lokariðlinum Alexander byrjaði á því að vinna reynsluboltann Þorgeir Guðmundsson, 3-1. Þorgeir, sem á árum áður varð Íslands- og bikarmeistari með KR í fótbolta, er 78 ára og því sextíu ára aldursmunur á þeim Alexander. Alexander vann einnig 3-1 sigur gegn Birni Andra Ingólfssyni og endaði kvöldið svo á að vinna einu konuna í Úrvalsdeildinni í ár, Ingibjörgu Magnúsdóttur, 3-0. Þorgeir varð í 2. sæti og Björn Andri í 3. sæti en hann tapaði 3-2 fyrir Þorgeiri eftir að hafa unnið Ingibjörgu 3-0. Þar með er ljóst hvaða fjórir keppendur keppa á úrslitakvöldinu 3. desember en ein breyting hefur þó orðið á því Guðjón Hauksson forfallast og tekur Karl Helgi Jónsson, sem varð næstefstur í þriðja riðli, því hans sæti. Vitor Charrua og Arnar Geir Hjartarson höfðu áður tryggt sig inn á úrslitakvöldið.
Pílukast Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti