Ellefu á topp tíu listanum í kjöri íþróttamanns ársins í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 06:00 Hér eru þau ellefu sem urðu í tíu efstu sætunum í kjörinu. Ríkjandi Íþróttamaður ársins, Ómar Ingi Magnússon er með styttuna. Aðrir á myndinni eru: Efri röð frá vinstri: Sandra Sigurðardóttir, Kristín Þórhallsdóttir, Anton Sveinn McKee, Viktor Gísli Hallgrímsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Neðri röð frá vinstri: Hilmar Örn Jónsson, Elvar Már Friðriksson, Glódís Perla Viggósdóttir, Tryggvi Snær Hlinason og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Samsett Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólks ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en aðeins í áttunda skiptið í 67 ára sögu kjörsins voru íþróttamenn jafnir í 10. til 11. sæti. Það eru því ellefu sem eru tilnefnd í ár. Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2022 en eins eru fjórir tilnefndir sem þjálfari ársins 2022 og þrjú lið sem lið ársins 2022. Eins og venjan er þá er topp tíu listinn kynntur á Þorláksmessu en valið síðan gert opinbert á milli jóla og nýárs. Þetta var mjög spennandi kjör í ár sem sést á því að ellefu eru á topp tíu listanum yfir besta íþróttafólk ársins og fjórir eru á topp þrjú listanum yfir bestu þjálfarann. Ástæðan er að tveir voru jafnir í tíunda og ellefta sæti í kjöri íþróttamanns ársins og tveir þjálfarar voru jafnir í þriðja sæti í kjörinu á besta þjálfara ársins. Tveir jafnir í 10. og 11. sæti Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra.Vísir Í ár gerðist það að tveir íþróttamenn urðu jafnir að stigum í 10. - 11. sæti. Reglur kjörsins segja aðeins til um hvað gera eigi séu tveir jafnir í fyrsta sæti. Reglurnar ná ekki yfir sætin fyrir neðan. Það eru því ellefu íþróttamenn á topp listanum í ár. Það gerðist síðast árið 2000. Alls hefur það sjö sinnum gerst að topp ellefu listi hefur verið birtur í stað topp tíu. Árin 1963, 1978, 1982, 1984, 1985, 1988 og 2000 var topp 11 listi, þ.e. tveir jafnir í 10. sæti. Íþróttamaður ársins verður valinn fimmtudaginn 29. desember næstkomandi. 31 meðlimur úr Samtökum íþróttafréttamanna hafði atkvæðisrétt og tóku allir þátt í kjörinu. Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins 2022 verður lýst í Hörpu 29. desember næstkomandi. Sýnt verður beint frá hófinu á RÚV klukkan 19:40. Kjörið fer fram í 67. sinn Þetta verður í 67. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Ríkjandi Íþróttamaður ársins er handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon og hann er einnig tilnefndur í ár. Ómar Ingi er einn af þremur handboltamönnum á topp tíu listanum en þar eru einnig liðsfélagi hans hjá Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson, og liðfélagi hans í landsliðinu, Viktor Gísli Hallgrímsson. Tvær knattspyrnukonur eru einnig á topp tíu listanum en það eru landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra Sigurðardóttir. Þær eru tvær af þremur konum á listanum en sú þriðja er kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir. Sandra er nýliði á listanum en Glódís Perla er þar í þriðja sinn. Tveir körfuboltamenn eru á listanum eða þeir Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson. Tryggvi er í annað sinn á topp tíu en Elvar er nýliði. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er á listanum í þriðja sinn en þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er í hópi þeirra bestu. Anton er ásamt Glódísi Perlu sá sem hefur oftast verið í hópi þeirra tíu bestu af þeim sem eru tilnefnd í ár. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er nú á topp tíu listanum í annað skiptið en hann var einnig á honum fyrir þremur árum síðan. Aðeins tvö voru á listanum í fyrra Aðeins tvö af ellefu á listanum yfir besta íþróttafólk ársins í ár var einnig á topp tíu listanum í fyrra. Þau sem voru einnig á listanum í fyrra eru Kristín Þórhallsdóttir og Ómar Ingi Magnússon. Kristín slær met sitt frá því fyrra yfir að vera elsta konan til að komast á topp tíu listann en hún er 38 ára gömul. Sandra Sigurðardóttir er aðeins tveimur árum yngri eða 36 ára. Fimm eru aftur á móti algjörir nýliðar í hópi þeirra tíu bestu eða það eru þau Elvar Már Friðriksson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Hilmar Örn Jónsson, Sandra Sigurðardóttir og Viktor Gísli Hallgrímsson. Þjálfarnir sem koma til greina sem þjálfari ársins eru Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta karla, Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í handbolta karla og Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handbolta kvenna. Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð: Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar Ómar Ingi Magnússon, handbolti Sandra Sigurðardóttir, fótbolti Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti --- Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins 2022: Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta --- Efstu þrjú í kjörinu á liði ársins 2022: Íslenska karlalandsliðið í handbolta Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Valur, meistaraflokkur karla í handbolta Hér fyrir neðan má sjá ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022. Anton Sveinn McKee, 29 ára sundmaður Vísir Elvar Már Friðriksson, 28 ára körfuboltamaður Vísuir/Bára Dröfn Gísli Þorgeir Kristjánsson, 23 ára handboltamaður Getty/Sanjin Strukic Glódís Perla Viggósdóttir, 27 ára knattspyrnukona Vísir/Jónína Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 30 ára kylfingur Getty/Angel Martinez Hilmar Örn Jónsson, 26 ára sleggjukastari Getty/Maja Hitij Kristín Þórhallsdóttir, 38 ára kraflyftingakona Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon, 25 ára handboltamaður Getty/Martin Rose Sandra Sigurðardóttir, 36 ára fótboltakona Vísir/Diego Tryggvi Snær Hlinason, 27 ára körfuboltamaður VÍSIR/HULDA MARGRÉT Viktor Gísli Hallgrímsson, 22 ára handboltamaður EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Íþróttamaður ársins Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2022 en eins eru fjórir tilnefndir sem þjálfari ársins 2022 og þrjú lið sem lið ársins 2022. Eins og venjan er þá er topp tíu listinn kynntur á Þorláksmessu en valið síðan gert opinbert á milli jóla og nýárs. Þetta var mjög spennandi kjör í ár sem sést á því að ellefu eru á topp tíu listanum yfir besta íþróttafólk ársins og fjórir eru á topp þrjú listanum yfir bestu þjálfarann. Ástæðan er að tveir voru jafnir í tíunda og ellefta sæti í kjöri íþróttamanns ársins og tveir þjálfarar voru jafnir í þriðja sæti í kjörinu á besta þjálfara ársins. Tveir jafnir í 10. og 11. sæti Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra.Vísir Í ár gerðist það að tveir íþróttamenn urðu jafnir að stigum í 10. - 11. sæti. Reglur kjörsins segja aðeins til um hvað gera eigi séu tveir jafnir í fyrsta sæti. Reglurnar ná ekki yfir sætin fyrir neðan. Það eru því ellefu íþróttamenn á topp listanum í ár. Það gerðist síðast árið 2000. Alls hefur það sjö sinnum gerst að topp ellefu listi hefur verið birtur í stað topp tíu. Árin 1963, 1978, 1982, 1984, 1985, 1988 og 2000 var topp 11 listi, þ.e. tveir jafnir í 10. sæti. Íþróttamaður ársins verður valinn fimmtudaginn 29. desember næstkomandi. 31 meðlimur úr Samtökum íþróttafréttamanna hafði atkvæðisrétt og tóku allir þátt í kjörinu. Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins 2022 verður lýst í Hörpu 29. desember næstkomandi. Sýnt verður beint frá hófinu á RÚV klukkan 19:40. Kjörið fer fram í 67. sinn Þetta verður í 67. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Ríkjandi Íþróttamaður ársins er handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon og hann er einnig tilnefndur í ár. Ómar Ingi er einn af þremur handboltamönnum á topp tíu listanum en þar eru einnig liðsfélagi hans hjá Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson, og liðfélagi hans í landsliðinu, Viktor Gísli Hallgrímsson. Tvær knattspyrnukonur eru einnig á topp tíu listanum en það eru landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra Sigurðardóttir. Þær eru tvær af þremur konum á listanum en sú þriðja er kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir. Sandra er nýliði á listanum en Glódís Perla er þar í þriðja sinn. Tveir körfuboltamenn eru á listanum eða þeir Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson. Tryggvi er í annað sinn á topp tíu en Elvar er nýliði. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er á listanum í þriðja sinn en þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er í hópi þeirra bestu. Anton er ásamt Glódísi Perlu sá sem hefur oftast verið í hópi þeirra tíu bestu af þeim sem eru tilnefnd í ár. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er nú á topp tíu listanum í annað skiptið en hann var einnig á honum fyrir þremur árum síðan. Aðeins tvö voru á listanum í fyrra Aðeins tvö af ellefu á listanum yfir besta íþróttafólk ársins í ár var einnig á topp tíu listanum í fyrra. Þau sem voru einnig á listanum í fyrra eru Kristín Þórhallsdóttir og Ómar Ingi Magnússon. Kristín slær met sitt frá því fyrra yfir að vera elsta konan til að komast á topp tíu listann en hún er 38 ára gömul. Sandra Sigurðardóttir er aðeins tveimur árum yngri eða 36 ára. Fimm eru aftur á móti algjörir nýliðar í hópi þeirra tíu bestu eða það eru þau Elvar Már Friðriksson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Hilmar Örn Jónsson, Sandra Sigurðardóttir og Viktor Gísli Hallgrímsson. Þjálfarnir sem koma til greina sem þjálfari ársins eru Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta karla, Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í handbolta karla og Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handbolta kvenna. Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð: Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar Ómar Ingi Magnússon, handbolti Sandra Sigurðardóttir, fótbolti Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti --- Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins 2022: Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta --- Efstu þrjú í kjörinu á liði ársins 2022: Íslenska karlalandsliðið í handbolta Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Valur, meistaraflokkur karla í handbolta Hér fyrir neðan má sjá ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022. Anton Sveinn McKee, 29 ára sundmaður Vísir Elvar Már Friðriksson, 28 ára körfuboltamaður Vísuir/Bára Dröfn Gísli Þorgeir Kristjánsson, 23 ára handboltamaður Getty/Sanjin Strukic Glódís Perla Viggósdóttir, 27 ára knattspyrnukona Vísir/Jónína Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 30 ára kylfingur Getty/Angel Martinez Hilmar Örn Jónsson, 26 ára sleggjukastari Getty/Maja Hitij Kristín Þórhallsdóttir, 38 ára kraflyftingakona Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon, 25 ára handboltamaður Getty/Martin Rose Sandra Sigurðardóttir, 36 ára fótboltakona Vísir/Diego Tryggvi Snær Hlinason, 27 ára körfuboltamaður VÍSIR/HULDA MARGRÉT Viktor Gísli Hallgrímsson, 22 ára handboltamaður EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat
Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð: Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar Ómar Ingi Magnússon, handbolti Sandra Sigurðardóttir, fótbolti Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti --- Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins 2022: Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta --- Efstu þrjú í kjörinu á liði ársins 2022: Íslenska karlalandsliðið í handbolta Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Valur, meistaraflokkur karla í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti