„Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2023 19:01 Þorsteinn hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu síðan í ársbyrjun 2021. Vísir/Vilhelm „Þetta er áframhaldandi undirbúningur fyrir Þjóðadeildina í haust. Þurfum að halda áfram að vinna í hlutum sem við byrjuðum á í Pintar og halda áfram að skerpa á þeim,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hann tilkynnti hópinn sem verður til taks í vináttuleikjum liðsins í næsta mánuði. „Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
„Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti