Hafþór, Gunni og Eiður tekjuhæstu íþróttamennirnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2023 16:33 Hafþór Júlíus, Gunni Nelson og Eiður eru í efstu þremur sætum listans. vísir Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður var tekjuhæsti íþróttamaður landsins á síðasta ári með rétt rúmar fimm milljónir króna í mánaðarlaun. Á eftir honum fylgja Gunnar Nelson bardagakappi og Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti