Umfjöllun og myndir: Breiðablik - Struga 1-0 | Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar Andri Már Eggertsson skrifar 31. ágúst 2023 18:38 Blikar eru komnir yfir. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann Struga 1-0 og skráði sig á spjöld knattspyrnusögunnar með því að tryggja sér farseðilinn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik verður í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeildina í hádeginu á morgun. Breiðablik átti draumabyrjun í mikilvægasta leik í sögu félagsins. Það var uppselt á völlinn og ég er ekki frá því að sumir áhorfendur hafi ekki verið komnir í sætin sín þegar Viktor Karl Einarsson skoraði. Viktor Karl Einarsson fagnaði marki Vísir/Hulda Margrét Viktor Karl og Damir fagna Vísir/Hulda Margrét Á þriðju mínútu braut Viktor Karl ísinn. Viktor fékk boltann aftur á vinstri kantinn eftir misheppnaða fyrirgjöf og fór á hægri fótinn þar sem átti gott skot með jörðu í fjærhornið sem endaði inni. Tuttugu mínútum síðar voru Blikar nálægt því að bæta við öðru marki þegar Jason Daði Svanþórsson komst að endalínu hægra megin í teignum og renndi boltanum fyrir markið en þar vantaði Blika til að pota boltanum inn. Viktor Karl var nálægt því að bæta við öðru marki í fyrri hálfleikVísir/Hulda Margrét Struga ógnaði lítið sem ekkert fyrstu þrjátíu mínúturnar. Þegar gestirnir héldu í boltann og færðu sig framar á völlinn gerðu þeir ekki neitt sem ógnaði marki Blika. Viktor Karl var nálægt því að skora sitt annað mark þegar hann fór illa með varnarmann Struga og náði góðu skoti á svipuðum stað og þegar hann skoraði nema aðeins nær. Í þetta sinn varði Vedran Kjosevski. Það var stuð í stúkunniVísir/Hulda Margrét Kópacabana mætti með lætiVísir/Hulda Margrét Breiðablik var marki yfir í hálfleik og aðeins fjörtíu og fimm mínútum frá því að láta drauminn rætast. Í upphafi síðari hálfleiks var Anton Logi Lúðvíksson nálægt því að koma Blikum í 2-0. Jason Daði kom boltanum á Anton inn í teig sem gerði vel í að taka boltann með sér en þurfti aðeins að teygja sig í skotinu sem Kjosevski varði. Andri Rafn Yeoman var í byrjunarliði Blika í kvöldVísir/Hulda Margrét Jason og Anton héldu áfram að vinna saman og Anton fékk annað dauðafæri nokkrum mínútum seinna þegar Jason renndi boltanum inn fyrir vörn Struga og í gegn á Anton sem átti skot rétt framhjá. Blikar héldu áfram að banka á dyrnar og það var með ólíkindum að heimamenn skoruðu ekki. Yfirburðirnir voru miklir og gestirnir voru aldrei líklegir. Það var mikil stemmning eftir leikVísir/Hulda Margrét Stuðningsmannasveit Breiðabliks, Kópacabana, hélt stemmningunni uppi allan leikinn og það braust út mikill fögnuður þegar leikurinn var flautaður af. Breiðablik er komið í riðlakeppni SambandsdeildarinnarVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik sýndi mikla yfirburði og var miklu betra lið allan leikinn. Viktor Karl skoraði mark eftir þrjár mínútur sem róaði taugar margra og eftir það var aldrei spurning hvaða lið væri að fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Karl Einarsson fór á kostum og spilaði sennilega sinn besta leik á tímabilinu. Viktor Karl skoraði laglegt mark á þriðju mínútu og var alltaf í færum. Viktor fékk færi til að skora fleiri mörk og var einnig duglegur í að koma öðrum í færi. Jason Daði Svanþórsson tók við keflinu í seinni hálfleik og það fór nánast allt í gegnum hann. Jason var duglegur að koma liðsfélögum sínum í færi ásamt því fékk hann færi til þess að skora sjálfur. Það var skemmtileg stund eftir leik þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var tolleraður af leikmönnum liðsins beint eftir leik. Óskar Hrafn var tolleraður eftir leikVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Struga byrjaði leikinn afar illa. Gestirnir voru ekki tilbúnir í kraftmikla Blika. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 0-1 var það sennilega síðasta á óskalistanum að fá á sig mark snemma leiks. Yfirburðir Blika voru miklir og gestirnir sáu aldrei til sólar. Hvað gerist næst? Breiðablik tryggði sér farseðilinn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Dregið verður í riðla í hádeginu á morgun. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik vann Struga 1-0 og skráði sig á spjöld knattspyrnusögunnar með því að tryggja sér farseðilinn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik verður í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeildina í hádeginu á morgun. Breiðablik átti draumabyrjun í mikilvægasta leik í sögu félagsins. Það var uppselt á völlinn og ég er ekki frá því að sumir áhorfendur hafi ekki verið komnir í sætin sín þegar Viktor Karl Einarsson skoraði. Viktor Karl Einarsson fagnaði marki Vísir/Hulda Margrét Viktor Karl og Damir fagna Vísir/Hulda Margrét Á þriðju mínútu braut Viktor Karl ísinn. Viktor fékk boltann aftur á vinstri kantinn eftir misheppnaða fyrirgjöf og fór á hægri fótinn þar sem átti gott skot með jörðu í fjærhornið sem endaði inni. Tuttugu mínútum síðar voru Blikar nálægt því að bæta við öðru marki þegar Jason Daði Svanþórsson komst að endalínu hægra megin í teignum og renndi boltanum fyrir markið en þar vantaði Blika til að pota boltanum inn. Viktor Karl var nálægt því að bæta við öðru marki í fyrri hálfleikVísir/Hulda Margrét Struga ógnaði lítið sem ekkert fyrstu þrjátíu mínúturnar. Þegar gestirnir héldu í boltann og færðu sig framar á völlinn gerðu þeir ekki neitt sem ógnaði marki Blika. Viktor Karl var nálægt því að skora sitt annað mark þegar hann fór illa með varnarmann Struga og náði góðu skoti á svipuðum stað og þegar hann skoraði nema aðeins nær. Í þetta sinn varði Vedran Kjosevski. Það var stuð í stúkunniVísir/Hulda Margrét Kópacabana mætti með lætiVísir/Hulda Margrét Breiðablik var marki yfir í hálfleik og aðeins fjörtíu og fimm mínútum frá því að láta drauminn rætast. Í upphafi síðari hálfleiks var Anton Logi Lúðvíksson nálægt því að koma Blikum í 2-0. Jason Daði kom boltanum á Anton inn í teig sem gerði vel í að taka boltann með sér en þurfti aðeins að teygja sig í skotinu sem Kjosevski varði. Andri Rafn Yeoman var í byrjunarliði Blika í kvöldVísir/Hulda Margrét Jason og Anton héldu áfram að vinna saman og Anton fékk annað dauðafæri nokkrum mínútum seinna þegar Jason renndi boltanum inn fyrir vörn Struga og í gegn á Anton sem átti skot rétt framhjá. Blikar héldu áfram að banka á dyrnar og það var með ólíkindum að heimamenn skoruðu ekki. Yfirburðirnir voru miklir og gestirnir voru aldrei líklegir. Það var mikil stemmning eftir leikVísir/Hulda Margrét Stuðningsmannasveit Breiðabliks, Kópacabana, hélt stemmningunni uppi allan leikinn og það braust út mikill fögnuður þegar leikurinn var flautaður af. Breiðablik er komið í riðlakeppni SambandsdeildarinnarVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik sýndi mikla yfirburði og var miklu betra lið allan leikinn. Viktor Karl skoraði mark eftir þrjár mínútur sem róaði taugar margra og eftir það var aldrei spurning hvaða lið væri að fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Karl Einarsson fór á kostum og spilaði sennilega sinn besta leik á tímabilinu. Viktor Karl skoraði laglegt mark á þriðju mínútu og var alltaf í færum. Viktor fékk færi til að skora fleiri mörk og var einnig duglegur í að koma öðrum í færi. Jason Daði Svanþórsson tók við keflinu í seinni hálfleik og það fór nánast allt í gegnum hann. Jason var duglegur að koma liðsfélögum sínum í færi ásamt því fékk hann færi til þess að skora sjálfur. Það var skemmtileg stund eftir leik þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var tolleraður af leikmönnum liðsins beint eftir leik. Óskar Hrafn var tolleraður eftir leikVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Struga byrjaði leikinn afar illa. Gestirnir voru ekki tilbúnir í kraftmikla Blika. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 0-1 var það sennilega síðasta á óskalistanum að fá á sig mark snemma leiks. Yfirburðir Blika voru miklir og gestirnir sáu aldrei til sólar. Hvað gerist næst? Breiðablik tryggði sér farseðilinn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Dregið verður í riðla í hádeginu á morgun.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti