Juventus úr leik í Meistaradeildinni eftir vítakeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 14:02 Sara Björk með boltann í leik Juventus á miðvikudag. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði í dag gegn Frankfurt eftir vítakeppni. Forkeppni Meistaradeildarinnar er skipt í tvennt, annars vegar er um ræða lið sem urðu meistarar í sínum löndum og hins vegar lið frá löndum sem eiga fleiri en eitt sæti í Meistaradeildinni. Juventus og Frankfurt tilheyra síðarnefnda flokknum. Juventus lagði Okzhetpes Kokshetau í undanúrslitum riðilsins á miðvikudag á meðan Frankfurt, sem fjórum sinnum hefur hrósað sigri í keppninni, lagði FC Slovacko Uherske. Leikurinn í dag var því úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í næstu umferð forkeppninnar þar sem fleiri lið bætast í hópinn. Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og spilaði í sinni stöðu á miðri miðjunni. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í upphafi þess síðari kom Sofia Cantore Juventus yfir þegar hún fylgdi eftir skoti sem Stina Johannes í marki Frankfurt hafði varið. JUVENTUS WOMEN TAKE THE LEAD VS FRANKFURT THANKS TO SOFIA CANTORE Champions League football pic.twitter.com/8llM2Jdx1U— Juve Canal (@juve_canal) September 9, 2023 Frankfurt tókst þó að jafna metin á 66. mínútu þegar Lara Prasnikar skoraði af markteig eftir magnaðan sprett Nicole Anyomi sem hljóp með boltann upp stóran hluta vallarins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Frankfurt átti tvö skot í þverslána í fyrri hluta framlengingar og virtust líklegar til að tryggja sér sigurinn. Sara Björk komst reyndar nálægt því að tryggja Juventus sigurinn þegar skammt var eftir. Johannes fór þá í úthlaup, missti boltann en varnarmenn Frankfurt náðu að bægja skalla Söru Bjarkar frá á marklínunni. Skömmu síðar var Söru Björk skipt af velli vegna þess sem að því er virtust vera smávægileg meiðsli. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð í framlengingunni varð að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni. Þegar komið var fram í fimmtu umferð vítakeppninnar var Juventus með yfirhöndina. Lineth Beerensteyn fékk tækifærið til að tryggja Juventus sigurinn en Johannes í markinu varði. Í annarri umferð varði síðan Johannes enn á ný, í þetta skiptið frá Paulina Nyström. Leikmenn Frankfurt fögnuðu gríðarlega en niðurstaðan afar svekkjandi fyrir Söru Björk og liðsfélaga hennar sem misstu af gullnu tækifæri að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Forkeppni Meistaradeildarinnar er skipt í tvennt, annars vegar er um ræða lið sem urðu meistarar í sínum löndum og hins vegar lið frá löndum sem eiga fleiri en eitt sæti í Meistaradeildinni. Juventus og Frankfurt tilheyra síðarnefnda flokknum. Juventus lagði Okzhetpes Kokshetau í undanúrslitum riðilsins á miðvikudag á meðan Frankfurt, sem fjórum sinnum hefur hrósað sigri í keppninni, lagði FC Slovacko Uherske. Leikurinn í dag var því úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í næstu umferð forkeppninnar þar sem fleiri lið bætast í hópinn. Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og spilaði í sinni stöðu á miðri miðjunni. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í upphafi þess síðari kom Sofia Cantore Juventus yfir þegar hún fylgdi eftir skoti sem Stina Johannes í marki Frankfurt hafði varið. JUVENTUS WOMEN TAKE THE LEAD VS FRANKFURT THANKS TO SOFIA CANTORE Champions League football pic.twitter.com/8llM2Jdx1U— Juve Canal (@juve_canal) September 9, 2023 Frankfurt tókst þó að jafna metin á 66. mínútu þegar Lara Prasnikar skoraði af markteig eftir magnaðan sprett Nicole Anyomi sem hljóp með boltann upp stóran hluta vallarins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Frankfurt átti tvö skot í þverslána í fyrri hluta framlengingar og virtust líklegar til að tryggja sér sigurinn. Sara Björk komst reyndar nálægt því að tryggja Juventus sigurinn þegar skammt var eftir. Johannes fór þá í úthlaup, missti boltann en varnarmenn Frankfurt náðu að bægja skalla Söru Bjarkar frá á marklínunni. Skömmu síðar var Söru Björk skipt af velli vegna þess sem að því er virtust vera smávægileg meiðsli. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð í framlengingunni varð að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni. Þegar komið var fram í fimmtu umferð vítakeppninnar var Juventus með yfirhöndina. Lineth Beerensteyn fékk tækifærið til að tryggja Juventus sigurinn en Johannes í markinu varði. Í annarri umferð varði síðan Johannes enn á ný, í þetta skiptið frá Paulina Nyström. Leikmenn Frankfurt fögnuðu gríðarlega en niðurstaðan afar svekkjandi fyrir Söru Björk og liðsfélaga hennar sem misstu af gullnu tækifæri að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti