Sextán ára og fylgdi eftir bronsi á heimsleikum með Íslandsmeistaragulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 10:30 Bergrós Björnsdóttir á verðlaunapallinum með þeim Guðbjörgu Valdimarsdóttur (til hægri) og Helenu Pétursdóttur. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistarinn í CrossFit frá upphafi þegar hún tryggði sér sigur á Íslandsmótinu sem haldið var hjá CrossFit Reykjavík. Bergrós er aðeins sextán ára gömul en er án efa langefnilegasta CrossFit kona Íslands í dag. Hún vann brons í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í haust og var þá eini Íslendingurinn á verðlaunapalli. Það voru táningarnir sem voru bestir á mótinu því hinni nítján ára gamli Bjarni Leifs vann opna flokkinn hjá körlunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) Bjarni hafði betur eftir keppni við reynsluboltann Frederik Ægidius sem varð í öðru sæti en næstir urðu síðan Ægir Björn Gunnsteinsson og Carlos Fernandez. Bjarni vann sex af sjö greinum og endaði í öðru sæti í þeirri sjöundu. Eini sem náði að vinna hann í grein var Birkir Örn Kristjánsson sem endaði í fimmta sætinu. Sigur Bjarna var því öruggur. Bergrós hafði ekki alveg eins mikla yfirburði í keppninni en sigur hennar var þó aldrei í mikilli hættu. Bergrós fékk þó verðuga samkeppni frá fráfarandi Íslandsmeistara Guðbjörgu Valdimarsdóttur ekki síst eftir að Bergrós endaði í níunda sætinu í einni grein. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós vann fjórar af sjö greinum og varð einnig í öðru og þriðja sæti í greinum. Þessi eina slæma grein kom því ekki að sök og hún vann að lokum með fjórum stigum. Fékk átján stig á móti 22 frá Guðbjörgu en þarna er markmiðið að vera með sem lægsta tölu. Talan ræðst að sæti hver og eins í hverri grein. Helena Pétursdóttir varð þriðja og næstar á eftir henni urðu Andrea Ingibjörg Orradóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Bæði hafa þau Bjarni og Bergrós æft CrossFit í fjögur ár en voru áður í boltagreinum, Bjarni í fótbolta en Bergrós í handbolta. Bergrós er frá Selfossi en æfir í Reykjavík og leggur því ekki aðeins mikið á sig við æfingar heldur eyðir miklum tíma líka í að ferðast á milli. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Bergrós er aðeins sextán ára gömul en er án efa langefnilegasta CrossFit kona Íslands í dag. Hún vann brons í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í haust og var þá eini Íslendingurinn á verðlaunapalli. Það voru táningarnir sem voru bestir á mótinu því hinni nítján ára gamli Bjarni Leifs vann opna flokkinn hjá körlunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) Bjarni hafði betur eftir keppni við reynsluboltann Frederik Ægidius sem varð í öðru sæti en næstir urðu síðan Ægir Björn Gunnsteinsson og Carlos Fernandez. Bjarni vann sex af sjö greinum og endaði í öðru sæti í þeirri sjöundu. Eini sem náði að vinna hann í grein var Birkir Örn Kristjánsson sem endaði í fimmta sætinu. Sigur Bjarna var því öruggur. Bergrós hafði ekki alveg eins mikla yfirburði í keppninni en sigur hennar var þó aldrei í mikilli hættu. Bergrós fékk þó verðuga samkeppni frá fráfarandi Íslandsmeistara Guðbjörgu Valdimarsdóttur ekki síst eftir að Bergrós endaði í níunda sætinu í einni grein. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós vann fjórar af sjö greinum og varð einnig í öðru og þriðja sæti í greinum. Þessi eina slæma grein kom því ekki að sök og hún vann að lokum með fjórum stigum. Fékk átján stig á móti 22 frá Guðbjörgu en þarna er markmiðið að vera með sem lægsta tölu. Talan ræðst að sæti hver og eins í hverri grein. Helena Pétursdóttir varð þriðja og næstar á eftir henni urðu Andrea Ingibjörg Orradóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Bæði hafa þau Bjarni og Bergrós æft CrossFit í fjögur ár en voru áður í boltagreinum, Bjarni í fótbolta en Bergrós í handbolta. Bergrós er frá Selfossi en æfir í Reykjavík og leggur því ekki aðeins mikið á sig við æfingar heldur eyðir miklum tíma líka í að ferðast á milli. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti