Rússar koma sér inn á stórmót með því að keppa fyrir aðrir þjóðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 11:01 Maksim Stupakevich er einn af Rússunum sem fá að kepp á stórmótum undir hlutlausum fána. Getty/Marko Prpic Tveimur árum eftir innrás Rússa í Úkraínu þá mega Rússar og Hvít-Rússar ekki keppa á stórmótum. Það er undir fánum þjóða sinna. Stór hópur rússneskra og hvít-rússneskra glímukappa hafa aftur á móti fundið bakdyrnar inn á stórmótin og um leið mögulega inn á Ólympíuleikana í París. Glímumenn Rússa og Hvít-Rússa mega keppa á stórmótum undir hlutlausum fána en aðeins með því að standast ákveðnar krörfur. Svo verður einnig á Ólympíuleikunum í París. Þetta á við rússnesk og hvít-rússneskt íþróttafólk úr öllum greinum. Engin lið frá þessum þjóðum mega taka þátt. Kröfurnar eiga að vera strangar. Íþróttafólkið má alls ekki tengjast her Rússlands eða Hvíta-Rússlands á nokkurn hátt og þau verða ennfremur að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu. Þetta ástand hefur mikil áhrif í glímuheiminum en þar virðast íþróttamenn frá Rússlandi og Hvít-Rússlandi komast upp með að ganga ansi langt til þess að tryggja sér þátttökurétt á stórmótum. Fyrir heimsmeistaramótið á síðasta ári þá fengu 26 Rússar eða Hvít-Rússar samt ekki að keppa vegna tengsla eða stuðning sinn við stríðið. Aðrir voru samþykktir en margir sóttu um þetta sérstaka leyfi. Zakarias Tallroth, liðsstjóri glímulandsliðs Svía segir hins vegar að þeir sem standast ekki kröfurnar hafi fundið bakdyrnar inn á stórmótin. Sænska ríkisútvarpið fjallar um málið og það gerir það danska líka. „Á Evrópumótinu á síðasta ári þá voru kannski tíu fyrrum Rússar sem voru búnir að finna sér nýja þjóð til að keppa fyrir og á síðasta heimsmeistaramóti bættust við líklega tíu til fimmtán til viðbótar. Ef við tökum alla þyngdarflokkana þá eru þetta kannski fjörutíu glímumenn sem hafa breytt um þjóðerni síðan stríðið braust út,“ sagði Tallroth við sænskku TT-fréttastofuna. Þetta eru heldur engir meðaljónar. Á EM í Rúmeníu, sem kláraðist í síðustu viku, þá unnu Rússar að eða Hvít-Rússar til 21 verðlaunun undir hlutlausum fána. „Svo eru líklega tíu verðlaun til viðbótar sem unnust af glímumönnum sem voru Rússar fyrr ári síðan,“ sagði Tallroth. Glímumenn geta breytt einu sinni um þjóðerni á ferli sínum og þá skiptir engu máli hversu gamlir þeir eru eða í hvaða flokki þeir keppa. Umræddir Rússar eru nú að keppa fyrir allt aðrar þjóðir og út um allan heim. Einn keppir sem dæmi fyrir Brasilíu sem hefur ekki verið þekkt fyrir að eiga sterka glímumenn. Þessir glímukappar eru um leið að taka sæti frá öðrum glímumönnum sem eru ekki sáttir. Svíar og Danir eru mjög ósáttir með það hversu auðvelt það er fyrir Rússana og Hvít-Rússana að sleppa í gegnum síuna. Ólympíuleikar 2024 í París Glíma Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Glímumenn Rússa og Hvít-Rússa mega keppa á stórmótum undir hlutlausum fána en aðeins með því að standast ákveðnar krörfur. Svo verður einnig á Ólympíuleikunum í París. Þetta á við rússnesk og hvít-rússneskt íþróttafólk úr öllum greinum. Engin lið frá þessum þjóðum mega taka þátt. Kröfurnar eiga að vera strangar. Íþróttafólkið má alls ekki tengjast her Rússlands eða Hvíta-Rússlands á nokkurn hátt og þau verða ennfremur að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu. Þetta ástand hefur mikil áhrif í glímuheiminum en þar virðast íþróttamenn frá Rússlandi og Hvít-Rússlandi komast upp með að ganga ansi langt til þess að tryggja sér þátttökurétt á stórmótum. Fyrir heimsmeistaramótið á síðasta ári þá fengu 26 Rússar eða Hvít-Rússar samt ekki að keppa vegna tengsla eða stuðning sinn við stríðið. Aðrir voru samþykktir en margir sóttu um þetta sérstaka leyfi. Zakarias Tallroth, liðsstjóri glímulandsliðs Svía segir hins vegar að þeir sem standast ekki kröfurnar hafi fundið bakdyrnar inn á stórmótin. Sænska ríkisútvarpið fjallar um málið og það gerir það danska líka. „Á Evrópumótinu á síðasta ári þá voru kannski tíu fyrrum Rússar sem voru búnir að finna sér nýja þjóð til að keppa fyrir og á síðasta heimsmeistaramóti bættust við líklega tíu til fimmtán til viðbótar. Ef við tökum alla þyngdarflokkana þá eru þetta kannski fjörutíu glímumenn sem hafa breytt um þjóðerni síðan stríðið braust út,“ sagði Tallroth við sænskku TT-fréttastofuna. Þetta eru heldur engir meðaljónar. Á EM í Rúmeníu, sem kláraðist í síðustu viku, þá unnu Rússar að eða Hvít-Rússar til 21 verðlaunun undir hlutlausum fána. „Svo eru líklega tíu verðlaun til viðbótar sem unnust af glímumönnum sem voru Rússar fyrr ári síðan,“ sagði Tallroth. Glímumenn geta breytt einu sinni um þjóðerni á ferli sínum og þá skiptir engu máli hversu gamlir þeir eru eða í hvaða flokki þeir keppa. Umræddir Rússar eru nú að keppa fyrir allt aðrar þjóðir og út um allan heim. Einn keppir sem dæmi fyrir Brasilíu sem hefur ekki verið þekkt fyrir að eiga sterka glímumenn. Þessir glímukappar eru um leið að taka sæti frá öðrum glímumönnum sem eru ekki sáttir. Svíar og Danir eru mjög ósáttir með það hversu auðvelt það er fyrir Rússana og Hvít-Rússana að sleppa í gegnum síuna.
Ólympíuleikar 2024 í París Glíma Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti