Albert Guðmunds: Verður að hafa sjálfstraust og trúa á sjálfan þig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 07:01 Albert í leik gegn Inter en Ítalíumeistararnir eru sagðir ólmir vilja fá hann í sínar raðir. Francesco Scaccianoce/Getty Images Fjölmiðillinn CBS hefur birt stutta heimildamynd um landsliðsmanninn Albert Guðmundsson og veru hans hjá Genoa. Hans helsta ráð til ungra iðkenda sem ætla sér langt í íþróttum er að hafa trú á sjálfum sér. Þá kemur Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, einnig við sögu en hann varð um stund frægari en sonur sinn þegar hann lýsti leikjum Íslands á EM 2016 í fótbolta. Í stuttmyndinni – sem sjá má neðar í greininni – fer hinn 26 ára gamli Albert yfir hvernig það er að alast upp á litla Íslandi en hann fluttist ungur að árum til Hollands þar sem hann samdi við Heerenveen. „Það var ekki auðvelt að flytja erlendis aðeins 16 ára gamall en maður þarf að fórna einhverju til að upplifa drauminn,“ sagði Albert áður en ungir aðdáendur Genoa birtast og biðja hann um eiginhandaráritun. Albert Gudmundsson is a star with @GenoaCFC & @footballiceland, scoring 20 goals for club and country this season 🇮🇹🇮🇸Learn more about the forward's journey in Italy, his love of basketball, skydiving and how his dad Guðmundur Benediktsson went SUPER VIRAL at Euro 2016 ❤️ pic.twitter.com/jFGPUwzCTm— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 5, 2024 Albert hefur leikið frábærlega með liðinu í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, á leiktíðinni eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr Serie B á síðustu leiktíð. Hann segist hafa nægan tíma fyrir aðdáendur liðsins, og sína. Sérstaklega þá sem yngri eru þar sem hann var alveg eins sem krakki. „Þegar stórar þjóðir komu að spila við Ísland var ég fyrir utan hótelið, ég var fyrir utan æfingasvæðið. Var að reyna fá myndir eða eiginhandaráritun.“ Í kjölfarið eru birtar myndir af Alberti með leikmönnum á borð við Arjen Robben og Robin van Persie þegar íslenski landsliðsmaðurinn var enn bara krakki. Genoa er sérstakur staður Albert gekk í raðir Genoa í janúar 2022 þegar fall úr Serie A blasti við. Hann fór niður með liðinu, hjálpaði því upp og hefur svo blómstrað á yfirstandandi leiktíð. Alls hefur hann skorað 14 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 32 leikjum. Þá hefur landsliðsmaðurinn verið orðaður við fjölda stórliða á Ítalíu. „Það er sérstakt að vera hér. Eftir að við höfðum fagnað því að komast aftur upp í Serie A vantaði mig far heim, það var stuðningsmaður með vespu og aukahjálm svo hann keyrði mig heim. Það var falleg ástarsaga.“ Albert Guðmundsson er sannkallaður lykilmaður í liði Genoa.Getty/Timothy Rogers Væri í NBA ef hann væri nægilega hávaxinn Albert segist elska körfubolta. Hann hafi spilað hann lengi vel en sé hins vegar ekki nægilega stór. „Kobe Bryant og Allen Iverson voru átrúnaðargoð mín í körfubolta. Ef ég hefði hæðina væri ég án efa að spila í NBA-deildinni.“ Alert lærir í kjölfarið að gera eigið pasta en þar á eftir snýr umræðan að föður hans, betur þekktum sem Gumma Ben. Segja má að hann hafi lýst leikjum Íslands á EM 2016 af mikilli innlifun. „Það var magnað, pabbi var að lýsa leikjunum á EM – og gerir enn. Það var mjög fyndið að hlusta á hann ganga af göflunum í sjónvarpinu. Þegar ég hugsa til baka þá var það mjög gaman,“ segir Albert á meðan myndband af Gumma Ben að svo gott sem missa röddina er spilað. Dreymdi um að spila á Englandi en nú er tíðin önnur „Ef ég ætti að gefa ráð til ungra krakka sem eru að elta drauminn þá er það að hafa alltaf trú. Sjálfstraust er mjög mikilvægt, það er fólk sem mun reyna að brjóta þig niður en þú verður að trúa á sjálfan þig. Það væri mitt ráð til þeirra.“ „Þegar ég var krakki dreymdi mig um að spila í ensku úrvalsdeildinni en síðan ég flutti til Ítalíu hefur það breyst þar sem mér líkar við landið, deildina, fótboltann og lífið. Ég er ekki æstur að flytja frá Ítalíu ef ég á að vera hreinskilinn. Ef ég þarf að yfirgefa félagið og landið þyrfti það að vera eitthvað gott því mér líður vel hér,“ segir Albert að endingu. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alberti en Inter þarf að safna fyrir honum Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter eru með Albert Guðmundsson í sigtinu og stjórnandi hjá félaginu viðurkennir áhuga. Inter gæti hins vegar þurft að ná góðri sölu til að hafa efni á Alberti. 29. apríl 2024 08:02 Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. 28. mars 2024 11:51 ESPN: Áhugi á Alberti í ensku úrvalsdeildinni Lengi hefur stefnt í kapphlaup á milli ítölsku stórliðanna Juventus og Internazionale um íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson en nú eru að koma út fréttir um áhuga á honum norðar í álfunni. 25. mars 2024 14:31 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Hans helsta ráð til ungra iðkenda sem ætla sér langt í íþróttum er að hafa trú á sjálfum sér. Þá kemur Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, einnig við sögu en hann varð um stund frægari en sonur sinn þegar hann lýsti leikjum Íslands á EM 2016 í fótbolta. Í stuttmyndinni – sem sjá má neðar í greininni – fer hinn 26 ára gamli Albert yfir hvernig það er að alast upp á litla Íslandi en hann fluttist ungur að árum til Hollands þar sem hann samdi við Heerenveen. „Það var ekki auðvelt að flytja erlendis aðeins 16 ára gamall en maður þarf að fórna einhverju til að upplifa drauminn,“ sagði Albert áður en ungir aðdáendur Genoa birtast og biðja hann um eiginhandaráritun. Albert Gudmundsson is a star with @GenoaCFC & @footballiceland, scoring 20 goals for club and country this season 🇮🇹🇮🇸Learn more about the forward's journey in Italy, his love of basketball, skydiving and how his dad Guðmundur Benediktsson went SUPER VIRAL at Euro 2016 ❤️ pic.twitter.com/jFGPUwzCTm— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 5, 2024 Albert hefur leikið frábærlega með liðinu í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, á leiktíðinni eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr Serie B á síðustu leiktíð. Hann segist hafa nægan tíma fyrir aðdáendur liðsins, og sína. Sérstaklega þá sem yngri eru þar sem hann var alveg eins sem krakki. „Þegar stórar þjóðir komu að spila við Ísland var ég fyrir utan hótelið, ég var fyrir utan æfingasvæðið. Var að reyna fá myndir eða eiginhandaráritun.“ Í kjölfarið eru birtar myndir af Alberti með leikmönnum á borð við Arjen Robben og Robin van Persie þegar íslenski landsliðsmaðurinn var enn bara krakki. Genoa er sérstakur staður Albert gekk í raðir Genoa í janúar 2022 þegar fall úr Serie A blasti við. Hann fór niður með liðinu, hjálpaði því upp og hefur svo blómstrað á yfirstandandi leiktíð. Alls hefur hann skorað 14 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 32 leikjum. Þá hefur landsliðsmaðurinn verið orðaður við fjölda stórliða á Ítalíu. „Það er sérstakt að vera hér. Eftir að við höfðum fagnað því að komast aftur upp í Serie A vantaði mig far heim, það var stuðningsmaður með vespu og aukahjálm svo hann keyrði mig heim. Það var falleg ástarsaga.“ Albert Guðmundsson er sannkallaður lykilmaður í liði Genoa.Getty/Timothy Rogers Væri í NBA ef hann væri nægilega hávaxinn Albert segist elska körfubolta. Hann hafi spilað hann lengi vel en sé hins vegar ekki nægilega stór. „Kobe Bryant og Allen Iverson voru átrúnaðargoð mín í körfubolta. Ef ég hefði hæðina væri ég án efa að spila í NBA-deildinni.“ Alert lærir í kjölfarið að gera eigið pasta en þar á eftir snýr umræðan að föður hans, betur þekktum sem Gumma Ben. Segja má að hann hafi lýst leikjum Íslands á EM 2016 af mikilli innlifun. „Það var magnað, pabbi var að lýsa leikjunum á EM – og gerir enn. Það var mjög fyndið að hlusta á hann ganga af göflunum í sjónvarpinu. Þegar ég hugsa til baka þá var það mjög gaman,“ segir Albert á meðan myndband af Gumma Ben að svo gott sem missa röddina er spilað. Dreymdi um að spila á Englandi en nú er tíðin önnur „Ef ég ætti að gefa ráð til ungra krakka sem eru að elta drauminn þá er það að hafa alltaf trú. Sjálfstraust er mjög mikilvægt, það er fólk sem mun reyna að brjóta þig niður en þú verður að trúa á sjálfan þig. Það væri mitt ráð til þeirra.“ „Þegar ég var krakki dreymdi mig um að spila í ensku úrvalsdeildinni en síðan ég flutti til Ítalíu hefur það breyst þar sem mér líkar við landið, deildina, fótboltann og lífið. Ég er ekki æstur að flytja frá Ítalíu ef ég á að vera hreinskilinn. Ef ég þarf að yfirgefa félagið og landið þyrfti það að vera eitthvað gott því mér líður vel hér,“ segir Albert að endingu.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alberti en Inter þarf að safna fyrir honum Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter eru með Albert Guðmundsson í sigtinu og stjórnandi hjá félaginu viðurkennir áhuga. Inter gæti hins vegar þurft að ná góðri sölu til að hafa efni á Alberti. 29. apríl 2024 08:02 Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. 28. mars 2024 11:51 ESPN: Áhugi á Alberti í ensku úrvalsdeildinni Lengi hefur stefnt í kapphlaup á milli ítölsku stórliðanna Juventus og Internazionale um íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson en nú eru að koma út fréttir um áhuga á honum norðar í álfunni. 25. mars 2024 14:31 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Hrósar Alberti en Inter þarf að safna fyrir honum Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter eru með Albert Guðmundsson í sigtinu og stjórnandi hjá félaginu viðurkennir áhuga. Inter gæti hins vegar þurft að ná góðri sölu til að hafa efni á Alberti. 29. apríl 2024 08:02
Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. 28. mars 2024 11:51
ESPN: Áhugi á Alberti í ensku úrvalsdeildinni Lengi hefur stefnt í kapphlaup á milli ítölsku stórliðanna Juventus og Internazionale um íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson en nú eru að koma út fréttir um áhuga á honum norðar í álfunni. 25. mars 2024 14:31
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti