Lærisveinar Heimis með sinn fyrsta sigur Siggeir Ævarsson skrifar 10. október 2024 21:04 Heimir Hallmgrímsson hafði ríka ástæðu til að brosa í kvöld Vísir/Getty Finnar komust yfir snemma í fyrri hálfleik en Robbie Brady var hetja Írlands þegar hann tryggði 1-2 sigur með marki á 88. mínútu. Í A-deild vann Frakkland öruggan 1-4 sigur á Ísrael og Ítalía og Belgía gerðu 2-2 jafntefli. Í B-deild lögðu Grikkir Englendinga 1-2 af velli, Írar unnu Finna eins og áður sagði, Austurríki valtaði yfir Kasakstan 4-0 og Noregur vann þægilegan 3-0 sigur á Slóveníu þar sem Erling Håland skoraði tvö mörk. N-Makedónía vann 0-3 útisigur á Lettlandi í C-deild og frændur okkar frá Færeyjum gerðu 2-2 jafntefli við Armeníu. Þá fóru tveir leikir frá í D-deild. Moldóva lagði Andorra 2-0 og í örþjóðaleik Gíbraltar og San Marínó vann Gíbraltar frækinn 1-0 sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins í keppnisleik síðan í október 2020. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands
Finnar komust yfir snemma í fyrri hálfleik en Robbie Brady var hetja Írlands þegar hann tryggði 1-2 sigur með marki á 88. mínútu. Í A-deild vann Frakkland öruggan 1-4 sigur á Ísrael og Ítalía og Belgía gerðu 2-2 jafntefli. Í B-deild lögðu Grikkir Englendinga 1-2 af velli, Írar unnu Finna eins og áður sagði, Austurríki valtaði yfir Kasakstan 4-0 og Noregur vann þægilegan 3-0 sigur á Slóveníu þar sem Erling Håland skoraði tvö mörk. N-Makedónía vann 0-3 útisigur á Lettlandi í C-deild og frændur okkar frá Færeyjum gerðu 2-2 jafntefli við Armeníu. Þá fóru tveir leikir frá í D-deild. Moldóva lagði Andorra 2-0 og í örþjóðaleik Gíbraltar og San Marínó vann Gíbraltar frækinn 1-0 sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins í keppnisleik síðan í október 2020.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti